Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Page 11
Greftrunarhof Hatshepsut drottningar íDeir el-Bahari.
Styttur við inngang að hofi Ramsesar II,sem nú hefur verið fluttvegna stíflugerðar
í Níl.
Þýðingu hefur Þá arkitektúr og um-
hverfismótun fyrir okkur? Til Þess aó fá
svar vió Þeirri spurningu, veröum aö aö
kynna okkur Þaö besta, sem gert hefur
veriö í Þeim efnum. Viö veröum aö
skyggnast aftur í aldirnar og viröa fyrir
okkur sögu og Þróun arkitektúrs.
Segja má, aö arkitektúr ráöist fyrst og
fremst af tvennu, annars vegar af því efni,
sem er fyrir hendi, og hins vegar tækni og
menningarstigi þjóöa. Ég mun skipta
þessu yfirliti í tvennt, annars vegar
íbúöarhúsnæöi, sem oft er fremur látlaust
og (buröarlítiö, en tengist mjög mótun
bæja og hverfa. Hins vegar eru svo ýmsar
íburöarmeiri byggingar, sem mótast mjög
af ráöandi stíl eöa tísku í arkitektúr. Fyrr á
tímum sýndu þær oft vald eöa ríkidæmi.
Oft er erfitt aö draga mörkin milli þessara
tveggja flokka bygginga.
Egyptaland
Uppruna evrópsks arkitektúrs má rekja
til Grikklands hins forna, en griskan
arkitektúr má svo aö miklu leyti rekja til
Egyptalands og Vestur-Asíu. Meðal elstu
bygginga, sem varöveittar eru í heiminum,
eru pýramídarnir í Egyptalandi, sem eru
aö mestu byggöir úr höggnum steinblokk-
um. Frægastir þeirra eru pýramídarnir
miklu viö Gíse, Keops-, Kefrens- og
Mykerinuspýramídarnir, sem eru kenndir
viö egypska faraóa. Þeir eru a.m.k. frá því
um 2500—3000 f.Kr. Keopspýramídinn er
þeirra stærstur, grunnflötur hans er
ferningslaga, 233 metrar á kant, en hæö
pýramídans mun upprunalega hafa veriö
146 metrar, sem svarar hæö 50 hæöa
háhýsis. Hver hliðarflötur hans er
nákvæmlega jafnhliöa þríhyrningur.
Hliöar grunnsins snúa nákvæmlega í
austur—vestur og noröur—suöur, svo aö
ekki skeikar meira en 5 bogasekúndum,
og er þaö mesta nákvæmni í staösetningu
byggingar, fyrr og síöar. Stærstu stein-
blokkirnar, sem pýramídinn er byggöur
úr, vega um 54 tonn, en alls vegur grjótiö í
pýramídanum um 6 milljónir tonna. Ymsar
skýringar hafa veriö settar fram um það,
hvernig pýramídinn hafi veriö reistur, en
varla getur nokkur þeirra talist fullnægj-
andi. Hinir risastóru steinar, sem pýra-
mídinn er reistur úr, eru þaö nákvæmlega
höggnir, aö ekki kemst hnífsblaö á milli
þeirra. Engin merki sjást heldur eftir
verkfæri, sem gætu hafa verið notuö viö
aö lyfta steinunum. Þeir voru höggnir úr
klettum óravegu frá byggingarstaönum
'og fluttir í heilu lagi yfir sandinn, þar sem
þeir voru slípaöir til. Upprunalega mun
a.m.k. Keopspýramídinn hafa veriö
klæddur hvítum kalksteini og því renni-
sléttur á aö líta. Hann er nær heill í gegn,
og hafa t.d. aðeins fundist þrjú lítil
herbergi og örmjóir gangar á milii þeirra.
Um hinn raunverulega tilgang meö bygg-
ingu pýramídanna hefur veriö deilt, því
hefur oftast verið haldiö fram, aö þeir séu
eingöngu grafhýsi faraóanna, en ýmsir
telja þó, aö þeir hafi gegnt miklu víötæk-
ara trúarlegu hlutverki. Lögun þeirra hefur
einnig veriö mönnum ráögáta, en Egyptar
munu hafa taliö stæröfræöi til dulspeki,
og hin stæröfræöilega fullkomnun Keops-
pýramídans hefur aö líkindum haft trúar-
legt gildi. Pýramídarnir viröast ekki hafa
haft nein áhrif á síöari tíma arkitektúr, en
bygging þeirra lagöist smám saman
niður.
Sem dæmi um egypskan arkitektúr,
,sem haföi meiri áhrif á síöari tíma, má
nefna allmörg hof í Nílardalnum, og t
Karnak er heil þyrping af þeim. Mest
þeirra er hof Amuns, sem talið er hafa
veriö byggt á tímabilinu 2000—1800 f.Kr.
Þar sjáum viö vandlega höggnar stein-
súlur, sem bera uppi volduga steinbita. í
súlur og veggi er höggviö myndletur og
myndir. Tvær súlnaraöir í miðjunni eru
hærri en aðrar, um 42 metrar á hæö. Viö
þaö fæst inn Ijós uppi viö loftiö, tækni,
sem síöan hefur verið notuö allt til þessa
dags, aö lyfta þakinu aö hluta og fá
þannig háglugga. Þess má geta, aö
nýlega var sýnd hér kvikmynd aö nafni
Dauðinn á Ntl, þar sem alllangt atriöi var
tekið í hofunum t Karnak.
Eitt glæsilegasta dæmi um egypskan
arkitektúr er greftrunarhof Hatshepsut
drottningar í Deir el-Bahari í Nílardalnum,
sem reist var á tímabilinu frá 1500—1300
f.Kr. Þaö er aö mestu án skrauts, en
fegurð þess liggur í einfaldleikanum og
hinu fullkomna samspili þess viö umhverf-
iö. Örfáar sterkar láréttar línur viö rætur
hárra þverhníptra kletta brjóta hinn
lóörétta skala þeirra, og Ijós og skuggar
súlnaraöanna veröa næstum hluti af
klettinum. Þetta er gott dæmi um þaö, aö
ekki þarf skraut né íburö til aö skapa
góöan arkitektúr.
Hof Ramsesar II, sem er frá því um
1250 f.Kr., er einkum merkilegt vegna
þess, aö þaö er höggviö inn í klettinn, og
viö inngang þess eru fjórar, um 20 metra
háar styttur af Ramsesi II, einnig höggnar
í klettinn. Eftir þennan tíma viröist
egypskri byggingarlist fara hnignandi.
Hinu megin Miöjaröarhafsins, í Grikk-
landi, var hins vegar um þetta leyti lagöur
grunnur aö nýrri menningu, þar sem
arkitektúr átti eftir aö blómstra um
nokkurt skeiö. í næstu grein mun ég fjalla
um byggingarlist Grikkja.