Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1979, Blaðsíða 12
CHRYSLER HORIZON vísar veginn til þess er koma skal Vegna sífelldra hækkana á eldsneyti, stefnir próun bílsins nú um stundir óðfluga til minni fyrirferöar, aukins léttleika og sparneytni. Á pessum síöustu tímum er sparneytni lykilorö í bílaiðnaðinum og sýnist skynsamleg stefna, — ekki einungis vegna pverrandi olíulinda, — en einníg sem átak í pá veru aö draga úr bruðli og sóun á náttúruauölindum jarðarinnar yfirleitt. Vitaskuld er ekki nokkur glóra í pví, aö einn vegfarandi sé meö allt aö tvö tonn af járni í kringum sig, hvert sem hann fer — og komi fyrir kattarnef 10—30 lítrum af pessum dýrmæta bensínvökva á degi hverjum. Uppgangur smábílsins er sigur skyn- seminnar og um leiö hefur smábíllinn verið próaöur svo, aö nú er innra rými í bíl eins og Chrysler Horizon hreint ekki minna en tíðkaðist í stóru amerísku drekunum, hér fyrr meir, par sem bæöi var lágt undir loft, takmarkað rými aftur í og jafnvel bagalega lítiö og illa hannað farangursrými. Ameríski bílaiðnaðurinn hefur verið furöu seinn á sér aö unga út athyglis- veröum smábílum og látiö Japönum og Evrópumönnum pað eftir. „The Big Car“ er ennpá partur af ameríska draumnum, en nú er pingiö búið aö setja bíla- iðnaðinum stólinn fyrir dyrnar og á 9. tugnum verður ekki leyfilegt aö fram- leiða bíla, sem eyöa meiru en 10 lítrum á hundraöi, — eöa svipaö og Japani eða Evrópubíll af millistærð. Þó alltaf sé viðsjárvert að slá ein- hverju slíku föstu, er freistandi niöur- staða, aö amerísk-evrópski smábíllinn Crysler/Símca Horizon, sé bezt heppnaöi ameríski smábíllinn. Margt ber til pess og nægir að benda á til að auka líkurnar á pessari niðurstööu, aö Horizon hefur verið kjörinn bíll ársins, bæöi vestan Atlantshafsins og austan. í Vesturheimi heitir hann raunar annað- hvort Dodge Omni eða Plymouth Hori- zon. Helzt tromp pessa bíls er sparneytni og alhlíða notagildi. Er fróölegt aö bera petta barn sinnar tíöar saman viö amerísku bílana eins og peir voru fyrir sléttum 20 árum, áriö 1959. Það ár náðu hámarki vængir, uggar, spjót og annað pessháttar glingur. Nú er allt slétt og fellt eins og framast má veröa, — en „rétt“ hannaður hlutur verður aldrei Ijótur, eöa svo hefur verið sagt. For- múlan er oröin vel pekkt í pessum stærðarflokki: Framhjóladrif, hurð á afturenda og hægt að flytja með sér miklu meiri farangur en nokkru sinni var hægt meö stóru drekunum. En Horizon hefur pað aftur á móti framyfir marga keppinauta sína, aö hann er fjögurra dyra, a.m.k. í Evrópu. Lengdin er ekki nema tæpir 4 metrar, en á móti pví kemur, að Horizon er tiltölulega breiður, eða 1,68 m. í akstri BILAR viröist hann einhvernveginn stærri en hann er og gæti breiddin átti sinn pátt í pví. Að framan eru aðskildir stólar, úrvalssæti og hæfilega mjúk á franska vísu og par að auki fáanleg með ullar- áklæði. Aftursætiö er sæmilega útfært, en fótarými er par mjög af skornum skammti, ef ökumaður og framsætisfar- pegi eiga að geta rétt pokkalega úr sér. Með pessari stærð lendir Horizon á milli gömlu gerðarinnar, Simca 1100 og hins nýlega Simca 13-1508. Heita má, aö hann sé nákvæmlega jafn stór og Honda Accord, sem selst hefur geipilega vel í Bandaríkjunum og má vera aö miö hafi verið tekið af pví. í akstri hefur tekizt að halda í sumt af pví sem einkennt hefur Simca 1100, — til dæmis fádæma stööugleika á vegi og algerlega pottpétt stýri. Því fylgir aö vísu sá vankantur, að Horizon er dálítið pungur í snúningum á lítilli ferð. En pað er meira en tilvinnandi. Þar viö bætist prýðileg fjöörun, sem tekur bæði pvottabretti og hclur á pann hátt, aö varla er hægt aö búast við meiru í 4 3. 4. 6. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12.13. 14. 13. 16. 12. 18. 19. metra löngum bíl með venjulegri fjöðr- un. Hægt er aö velja um prjár vélar- stærðir: Horizon Ls meö 55 hestafla vél, gerðin GL með 59 ha. og sá sem hér var reyndur: GLS með 1294cc, 69 hestafla vél. (Allt miðað við DIN). Þar að auki fæst gerðin Horizon SX með sjálfskipt- ingu og tölvubúnaði, sem m.a. sér um að halda bílnum á ákveðnum feröahraða, sé pess óskað. Þessi 69 hestafla vél er lífleg, en 1. gír er ekki geröur fyrir neinar spyrnur, en sé vélinni haldið í ríflegum snúningshraða, er prýðileg vinnsla í 2. og 3. gír og verulega sportlegt að halda honum í 80—100 km hraða í 3. gír á upp og niður malarvegi. Bendir allt til pess aö parna sé góður rallýbíll. Hann liggur svo vel, að lítiö parf að slá af í beygjum en með pesskonar akstri er hætt við að eyðslu- talan sem upp er gefin veröi allfjærri lagi. í bæklingum er talað um 7 lítra á 100 km og vera má að paö standist viö hagstæöustu skilyrði, par sem fyrst og fremst er ekiö með pað í huga að bíllinn eyði sem minnstu. Ekki var eyðslar. mæld nákvæmlega og skal pví ekki slegiö neinu föstu um hana. Hún er pó allavega fremur lítil. Chrysler Horizon er sérlega vel búinn bíll og öllu er par fyrir komiö af mun meiri smekkvísi en tíðkast í amerískum bílum. Fyrst er pá að geta um sjálft mælaborðið, sem er ríkulega búiö mælum og vel fyrir komið. Hér vantar aðeins snúningshraðamæli, til pess að bíllinn sé „með öllu“. Þar að auki eru viðvörunarljós og hægt að ganga úr skugga um ástand á hemlakerfi með pví aö ýta á takka. Hemlar teljast í meðallagi og gírskipting er tiitölulega lipur pegar pess er gætt, að gírkassinn er framí, sambyggður vélinni. Hægt er aö stilla hliðarspegil innan frá og hönnun og frágangur á handföngum og öðru, sem heyrir til hurðum, er í bezta lagi. Mergurinn málsins er sá, aö maður rekur ekki augun í neina augljósa galla og finnur pá ekki heldur í akstri. Horizon er líka langt í frá aö vera fátæklegur, pótt smár sé á ameríska vísu. Á Evrópu- mælikvarða lendir hann nánast í milli- flokki, p.e. minni en bílar eins og Volvo, Audi, Peugeot, Citroen og Benz, — en stærri en Fiat 127 og Fiat 128, Volkswag- en golf, og smærri japönsku bílarnir. Stæröin höfðar til margra nú á tímum, sem líta fremur á bíl sem brúkunarhlut en einskonar lystisnekkju á hjólum. Ekki fer milli mála, að Horizon er mun meira eftir evrópskum forskriftum í bílaiönaöi en hefðbundnum amerískum. Hann er pó framleiddur báðum megin Atlantshafsins. Gerðin, sem hingaö flytzt er frá Simca-verksmiðjunum í Frakklandi og ævinlega fjögurra dyra 20.21. 22.23.24.25.26. 27. eins og sagt er samkvæmt rótgróinni, íslenzkri málvenju og trúlegt er að haldist, pótt einn af spekingum okkar í meöferð móðurmálsins vilji fremur hafa pað „fjögurra hurða“. Allir bílar, sem kosta um og undir 4 milljónir, teljast ódýrir nú orðiö. Og veröið á Horizon er hagstætt: Ódýrasta gerðin kostar 3,7 milljónir, en GLS, sem hér um ræðir, kostar um 4,1 milljón. Þannig var veröið 20. febrúar og upp- lýsingarnar voru fengnar hjá Vökli h.f. sem hefur umboð fyrir Chrysler á ístandi. Heimilisfaðir og fyrirvinna Eftir Alfreð Böðvar ísaksson Einn er sá meölimur fjölskyldu minnar sem ég hef ekki enn nefnt. Satt aö segja, hefði ég helst kosið aö sleppa því alveg aö nefna hana, en hún knúði dyra á heimilinu um daginn, nýkomin frá kóngsins Kaupinhöfn, og þrúgaöi okkur, kvaldi og píndi í 10 daga. Og þar sem mér er umhugaö um, aö lesendur mínir fái sem gleggsta mynd af fjölskyldulífi mínu, konunnar og barnanna, kemst ég ekki undan því aö greina frá áöurnefndum gesti. Gesturinn er Tóta frænka. Tóta frænka býr í Kaupmannahöfn, en kemur einu sinni á ári upp til íslands til þess aö láta okkur vita hvaö hún hafi þaö gott og hvaö Danmörk sé mun betra land en ísland. Ennfremur notar hún tækifærið og gefur börnunum einhvers konar spil í því skyni aö þau fjarlægist foreldra sína. Það finnst mér ekki fallega gert af Tótu frænku. Já, og svona til að forðast allan misskilning: Tóta frænka er frænka konunnar. En Tóta frænka þrammaöi sumsé inn í friðsælt heimilislíf okkar með útbúnaö, farangur og pinkla sem nægt heföi mæörahjálpinni til aö hjálpa öllum mæör- um landsins og smáfuglunum í þokkabót. Og hún hóf upp skræka og hvella raust sína, sem er ekki beint neitt kliðmjúkt eyrnayndi. — Alfreð Böövar, hrópaöi hún. Þú hefur ekkert breyst! Alltaf sami geðillskupúkinn. Reyndu nú aö koma þér í gott skap! Tóta fraenka er komin í bæinn, Ha, ha! Áskorunin varð marklaus vegna staðhæfingarnnar sem á eftir fylgdi, og ég komst því ekki í gott skap, þó ég reyndi al öllum mætti. En Tóta frænka hugleiðir ekki slíka smámuni. Hún hélt áfram aö þjösnast á áöur friösælu heimilislífinu. — Ég verö bara í tíu daga, finnst ykkur þaö ekki gaman, ha, ha, hal Ég skal bara segja ykkur, aö ég var alveg dauöhrædd um aö bússinn frá flugvellinum fyki af veginum. Konan, sem sat viö hliðina á mér, sagði, aö nú fyki rútan áreiöanlega! Þetta er voöaveöur hér á íslandi. Það er miklu betra veður í gode, gamle Dan- mark! Ég skaut því aö, þaö hlyti aö vera leiðinlegt aö feröast meö svona óáreiöan- legu fólki eins og þessari konu í rútunni, en Tóta frænka tók ekki eftir sneiöinni. — Og vitiöi, hvaö ég kom meö handa ykkur, krakkar, hrópaöi hún upp yfir sig, sló saman höndunum og var eins og gamlar og leiðinlegar frænkur eru í barnabókunum. Gat nú skeö, hugsaði ég. Enn eitt spilið. Ég ákvaö meö sjálfum mér, aö nú skyldi henni ekki takast eins og undanfarin ár, aö teyma mig og konuna í eitthvert skrípaspiliö enn. Nei, nú er nóg komið, hugsaöi ég. Og Tóta frænka dró upp eitthvert tengingaspil, sem hún sagöi vera í tísku i Danmörku og leikið þar ytra allt frá samkomuhúsum í Kaupmannahöfn til lítilla bóndabæja utanviö Esbjerg á Jótlandi. Þetta skríperí færöi hún síðan börnunum og skaut því aö — eins og alltaf — aö ef til vill gætum viö öll fimm spilað þetta eftir matinn. Yfir matboröinu hugsaöi ég mér gott til glóöarinnar, aö geta hrópaö NEI framan í Tótu frænku og teningaspilið hennar. Aldrei skyldi ég taka þátt í þessu afsið- andi teningaspili! Ónei! Þegar fimm spil voru búin vildi ég fara aö hætta, en Tóta frænka tók þaö ekki í mál, og konan leit aö mér sýndist biöjandi 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.