Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Blaðsíða 2
Jóhann Hjálmarsson ræðir við Jón úr Vör síðari hluti Kunnugir vita að þú hefur lengi átt við sjúkleika að stríöa. Þjáning og þrautir eru orð sem koma í hugann Þegar Ijóðin í síðustu bókum Þínum eru lesin. Má ætla aö veikindin hafi öðru fremur sett mark á Þessi Ijóö Þín? Þessu á ég öröugt með að svara. Veikindi og veðurfar er umræöuefni sem ég reyni aö foröast. Sjálfum finnst mér öll veður góö því persónulega bagar þaö mig sjalndast hvernig veöriö Enn efast er. En ég reyni aö setja mig í spor þeirra sem eiga allt sitt undir sól og regni. Veikindi mín eru þess eölis — húösjúk- dómur og liðagikt — aö þau drepa víst engan, en eru þrálát eins og húsleki, enda hef ég verið haldinn af þessum sjúkdómum í allríkum mæli í 30 ár, — og ættu því lengi aö hafa sett mark sitt á mína Ijóöagerð, ef sú er eða væri raunin; um þaö þori ég ekkert aö segja. Ekki þarf mikla karlmennsku til þess aö sætta sig viö þessi veikindi, þola þau, þreyja þorrann og góuna uns slotar í bili. En áratuga sjúkdómsböl fer í taugarnar og hlýtur aö slíta þreki manns ásamt ööru andstreymi og verður þungbærara eftir því sem árin líða. Sjálfsaumkun er mannlegur veik- leiki. Kannski örlar stundum á honum hjá mér sem öörum. En þrautir heröa líka, gera menn jafnvel þegar best lætur aö heimspekingum, skilningsríkari á þaö sem aðrir eiga viö aö stríöa en ella heföi oröiö — og auövelda mönnum loks aö gera mun á verðmætum og hégóma. En sjúkdómar eru harður skóli og dýr. Það gengur sami lykill aö lífi mínu og Ijóöum. Þjáning er stórt orö. Og satt að segja finnst mér þaö of sterkt þegar ég á sjálfur hlut aö máli. Merking þess fer eftir þvf hvernig þolanda tekst aö lifa í sambýli viö sársauka sinn eöa kvöl. Veikindi mín hafa veriö tímafrek og orkusóandi, og þó fremur líkamlega en andlega tel ég. Meðal þeirra sagna er Vilmundur Jónsson sagöi stundum var ein af þjóökunnum lækni — nokkru eldri en hann var. Meðal sjúklinga hans var kona sem alla ævi haföi veriö undirlögö af sjúkdómum. Og þegar hann var til hennar sóttur hellti hún jafnan yfir lækninn veikindasögum sínum. Ein- hverju sinni svaraöi hann allhöstuglega: Hver andskotinn segir aö yöur eigi aö líöa vel? Lengri er sagan ekki. Ég hef aldrei séö hana á prenti. Hún má því gjarna koma hér. í Altarisberginu kemurðu enn til móts viö uppruna pinn fyrir vestan. Það er skáld Þorpsins sem yrkir Þessi Ijóð, aö vísu eldra og reyndara en fyrr, en engu að síður er tónninn líkur. Líklega er nú þorpiö í öllum bókum mínum. Áöur en sú síöasta var fullmót- © ég um flest uö haföi ég valiö henni heiti sem er sótt til örnefnis vestra. Þar eö biblíuefni og þorpsmyndir áttu aö setja svip sinn á bókina fannst mér vel viö hæfi að kalla hana Altarisbergiö. Mig minnir aö af þessum vestan- kvæöum séu aöeins Brunnurinn og Gamla kisan eldri en bókarheitiö. Tilviljun réöi því aö ég kom til Patreks- fjaröar skömmu fyrir jólin 1977 og var þar nokkra daga. Þess naut bókin sem ég var þá meö í smíðum. Trúarleg efni hafa jafnan verið áberandi í Ijóðum Þínum, ekki síst í síöustu bókunum. í Altarisberginu er Ijóöaflokkur sem nefnist Lærisvein- arnir, ortur 1977—78. Birtast Þar við- horf þín til trúar eða er Þér fyrst og fremst í mun að samfólagsskoðanir Jón úr Vör í Kaupmannahöfn 1939. Hús Jóns úr Vör: Kársnesbraut 82 í Kópavogi. Jón var einn af frumbygKjum Kópavogs og hefur húið þar síðan 1947. Jón úr Vör og Bryndís Kristjánsdóttir kona hans á heimili þeirra. í baksýn er málverk af Jóni eftir Magnús Á. Árna- son. Ljósm.: Christer Eriksson. Þínar speglist í peim orðum sem pú leggur lærisveinunum í munn? Ég held aö ég sé fyrst og fremst aö reyna aö skilja þessa menn — læri- sveina nýs meistara — varpa Ijósi á líf þeirra og kenningar til þess aö aörir sjái þá eins og ég sé þá. Ég játast ekki undir allt sem þeir segja, en stundum — kannski óvart eða hálfvegis meövitaö — hef ég slegist í hópinn og er farinn aö predika eins og þeir, ekki ætíö hiö sama og þeir, enda frá öörum tíma, en ég skýt kannski inn góðlátlegri spurningu, þyk- ist jafnvel eiga svör. Þaö kemur fram í þessum Ijóöaflokki aö höfundur aöhyllist mannúöarkenn- ingar kristindómsins, en ekki allar kreddur kirkjunnar. Trúmál eru flestum viökvæm. Það ber að hafa í huga þegar um þau er fjallað, þess minntist ég ætíö er ég felldi saman lærisveinakvæöin mín. Líturðu á sjálfan þig sem eins konar predikara? Predikun er mér ekki ástríöa, hvorki í trúarefnum eða pólitík þótt bæöi þessi sviö séu mér nokkuð hugleikin. En þaö er mér kvöð sem ég þykist skyldugur aö gegna aö sýna réttan lit, tala um þaö hvar ég stend sé ég um það spuröur og jafnvel aö eigin frumkvæöi. En þessi kvöð er mér nokkurs konar snuö sem ég sting upp í rellusama réttlætiskennd. Hún er rækt meö hálfum huga. Ég geng aldrei eftir því aö þeir sem ég vitna fyrir— svo ég noti trúarleg orö — fylgi mínu eftirdæmi. Þaö á aö vera þeirra samviskumál. Samviskan hefur ætíö veriö mikil höfuðskepna í mínu lífi. Viltu tjá Þig nánar um samband trúar og stjórnmála? Jafnaöarstefnan í stjórnmálum er upprunin úr sama jarðvegi og kristin- dómurinn í trúmálum, bæöi afneita valdi aflsmunar og auös. Auömýkt, réttlæti og jafnrétti eru höfuðboðorö þeirra. í þessum anda er ég uppfræddur og uppalinn. Foreldrar mínir voru trúaö fólk. Báðar ömmur mínar voru orölagö- ar trú- og fyrirbænakonur. Á heimili fósturforeldra minna ríkti meiri trúarleg gagnrýni, en móðir fóstru minnar setti og sinn svip á það meö trúartrausti sínu. Fóstri minn var hvarvetna boöberi jafnaöar og réttlætis. Enginn maöur hefur mótaö mig sem hann. Faðir minn var líka áhugasamur félagsmálamaöur, tillögugóöur þar, en ekki ræðumaður. En fóstri minn geröi miklar kröfur til trúaöra. Sýn mér trú þína af verkunum var hanns uppáhalds ritningargrein. Ég er enginn trúmaöur eftir því sem kallaö er og hef aldrei veriö. Ég er ekki heldur svo skarpgáfaöur aö ég geti ráöiö allar helstu gátur tilverunnar, hvorki meö vitsmunarökum né á tilfinn- ingalegan hátt. Þaö geta enda fáir. En ég hef alla stund frá því ég var ungur drengur velt vöngum yfir erfiöum spurn- ingum trúar og samfélagsmála, spurt minn hug og bækur sem ég hef lesiö um líf okkar og dauða. Þessa gætir aö sjálfsögöu í Ijóöum mínum. Enn efast ég um flest. Mig minnir aö síöasta bók mín endi á umtali um veika von. Kvöldganga er sá hluti Altarisbergs- ins sem mér virðist í senn túlka hugmyndafræðileg vonbrigði þín og persónuleg særindi, eínmanaleik manns og skálds í samfélaginu. Okkur ber svo hratt frá þeim tíma sem liöinn er eöa er aö líöa aö viö þekkjum oft ekki fyrri viðhorf okkar sjálfra, hvaö þá aö viö getum gert nýja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.