Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Blaðsíða 13
heiðruöu tilmælum í bréfi af 28. apríl f.ár. Ekki er nú vitað hve langt er síðan grafskriftin í „svörtu römmunum“ hvarf úr Borgarkirkju. Þegar Matthías Þórö- arson kom þar 26. júlí 1909 voru þrjár grafskriftir hangandi á vegg í söngloft- inu. Segir hann elstu þeirra vera eftir Magnús Stephensen, en hefur ekki um þær fleiri orð. Ef til vill kann einhver þeirra að hafa veriö grafskriftin yfir Kjartan Ólafsson. En þegar sr. Björn Magnússon fluttist aö Borg — sumarið 1929 — var hún horfin. Her ligr halr Kjartan Hér liggur — lík andvana mjúku í — móðurskauti kappi fornaldar — Kjartan Ólafsson. Heiminn í — hann var fæddur öld tíundu — ofanverða. Mikill vexti — manna fríðastur, dáðrakkur — dyggðum unni. Fornar ípróttir — flestar nam, tók í Norvegi — trú rétta. Átti Hrefnu — Ásgeirsdóttur og við henni — arfa tvo. Hann með sérlegri — hugarprýöi dauðans skál — drekka náöi mitt í ungdóms — bezta blóma. Vopnum helbitrum — veginn meður frænda, vinar — og félaga. Elleftu aldar — öndverölega. Mannorð fagurt — mætur leifði óbornra alda — eftirkomendum og ævarandi — ódauölegt nafn. — O — Þessa minnig Þigg ástkæri son, Þú mín hjartans íðilfagra gleði. Sorgin þó að svelli döpru geöi, sinniö kætir pinnar lausnar von. — O — Svo minnist heitt — elskaðs fóstur sonar. Eykonan íslands. en í Landsveit var þetta víst öfugt. En allir fengu eitthvað, mest fékk Eyjólfur í Hvammi, enda var hann aö byggja stórt hús, sem enn stendur með prýöi, og Guðni í Skarði og Jón Jörundsson í Flagveltu, sem byggöi stórt hús á öörum staö og enga spýtu gat notaö úr gamla bænum. Nú eru jaröskjálftar mældir á einhverja mæla, ég heyri þaö nefnda kvaröa. Slík tæki voru ekki til 1896. En hvaö mundi sá skjálfti mælast nú, sem væri svo öflugur aö slíkir boldangsmenn sem Jón Jörunds- son og hans duglegu vinnumenn gátu ekki staöiö, þó þeir styddu sig hver viö annan? Hvaö mundi ske, ef svona skjálfti kæmi nú? Þyldi Þjórsárbrúin þetta, eða raforkuvirkjanirnar? Hvernig yröum viö stödd í hinni hafniausu Rangárvaliar- sýslu? Þaö sem einu sinni hefir gerst kemur fyrir aftur. Og jarðskjálftar hafa herjað Suðurlandsundirlendið frá ómunatíö. Ég man eftir jaröskjálftanum 6. maí, 1912. I hinni ágætu bók, Öldinni okkar, eru mjög ýktar frásagnir af þessu, m.a. sagt að margir bæir í Landsveit hafi fallið. Þetta er ekki rétt. Þaö hrundi enginn bær í Landsveit. Árni Árnason frá Látalæti, minnugur og greindur, er sammála mór um þetta. Ég var þá á Ðjalla 11 ára og þaö heföi ekki farið fram hjá mér, ef bærinn á Galtalæk heföi falliö, þar sem fólk fööur míns var. En í Næfurholti féll baöstofa og varö stórslys af. Við Rangæingar verðum að fá brú á Þjórsá hjá Sandhólaferju. Þar niðurfrá eru vægari jarðskjálftar, en öryggisleysi að treysta á eina brú Allt getur komið fyrir. Ég óttast, aó steinhúsin meö heilar hliðar úr gleri hrynji eins og spilaborgir og að stíflan við Sigöldu bresti. Ef þetta kæmi fyrir aö vetri til væri það skelfilegt. Á næstu tíu, tuttugu eða þrjátíu árum breytist ástandið, segir Dali Lama af mikilli hógværð og þolinmæði, en þá eiginleika hafa ekki ungir, landflótta landar hans til að bera. Núverandi ástand getur ekki haldizt lengi. Tuttugu ár eru liðin. Kúgun Kínverja á okkur hefur verið hörð, en að sama skapi hefur vilji okkar stælzt — og betur til. Ef Kínverjar færu öðruvísi að og beittu skynsemi og skilningi, mundi breytingin fljótt segja til sín. Tíminn vinnur með Tíbetum. Dalai Lama kveður sig vera hreykinn af ungum Tíbetum, sem margir hverjir hvetja til vopnaörar mótstööu, en bætir viö: — Ég áminni þá um að vera biðlynda og raunsæja. Þaö er ekki hægt að bera Tíbet saman við Palestínu. Hans heilagleiki eins og Dali Lama er titlaöur af 100 þúsund fylgjöndum í Indlandi og nágrannaríkjum talar djúpri röddu og hlær oft meðan samtalið fer fram. Hann er klæddur kastaníubrúnum kufli í safransgulum sokkum og ilskóm. En þannig klæðast ábótar Búddatrúar- manna. Flótti Kínverskar hersveitir byrjuöu að ráðast inn' Tíbet 1949. Tveim árum seinna var gerður samningur við þá, sem fól þaö í sér, að Dalai Lama, er þá var sextán ára, fengi að halda hásætinu sem andlegur leiötogi sjálfstæös landb- hluta. í reynd varö Dalai Lama fangi í höll sinni í Lhasa, sem er í 5 þúsund metra hæð, meðan Kínveriar markvisst kapp- kostuöu aö umskapa búddiska léns- skipulagið í veraldlegt, sósíalistiskt ríki. Áreksturinn náöi hámarki með upp- reisninni í Tíbet 1956, sem lauk með því aö hún var barin niður af kínverskum hersveitum, en Dalai Lama komst undan með naumindum á sögulegum flótta, eftir svimháum fjallstigum. Það var í marzmánuði 1959. Dalai Lama sagði við blaðamanninn að deila hans við Peking eins og stendur sé ekki fyrst og fremst um kommúniska hugmyndafræöi sem slíka, heldur um nauðsyn þess að varðveita menningar- og þjóöernisiegar erfðir. Tíbet er landfræðilega, menningar- lega og hvað þjóðkyn snertir Kína fjarri. Ef hinar sex milljónir Tíbeta væru í raun hamingjusamir og ánægöir, mund- um viö snúa heim og samþykkja þá stööu sem meiri hluti þeirra vill veita okkur, sagöi Dalai Lama, sem lengi hefur krafizt þjóðaratkvæöis í Tíbet undir alþjóðlegu eftirliti. Dalai Lama sagði að hann harmi ekki þá ákvöröun að flýja frá Tíbet. Á mörgu hefur gengið í Kína síðan, og hann er sannfæröari nú en nokkru sinni fyrr aö hann geröi rétt áriö 1959. Verulegum hluta fjár- sjóðanna var bjargað Verulegum hluta af gulli og öörum verömætum úr fjárhirzlu Tíbets var Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.