Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Page 4
Bjarki Jóhannesson arkitekt og verkfræðingur skrifar um arkitektúr og umhverfi Steinbiti brotnar undan eigin byngd, bannig að hann rifnar aö neðan. okkar hafi verið í Egyptalandi, og í síðustu grein var fjallaö lítils háttar um egypskan arkitektúr. E.t.v. má segja, að Grikkland hið forna hafi verið fyrsta menningarríki Evrópu, og grískan arkitektúr má rekja til a.m.k. um 1600 t.Kr., og þá er talið, að höll Mínosar konungs á Krít hafi verið reist. Grískur arkitektúr lifði biómaskeiö sitt, þegar gríska stórveldið stóð sem hæst, á tímabilinu frá 600—400 f. Kr., en frá þeim tíma eru heistu byggingar Grikkja, sem varðveist hafa. Að vísu eru til enn eldri byggingar, svo sem hin svo nefnda fjárhirsla Atreusar í Mykeneu frá því um 1300 f. Kr., býkúpulaga hverfing hlaðin úr steini. Þvermál 'hvelfingarinnar er u.þ.b. 15 metrar, og er ekki vitað til að stærri hvelfing hafi verið byggð fyrr en um 1000 árum síðar. Helstu byggingar Grikkja voru reistar úr höggnum steini, og eins og hjá Egyþtum voru það geysi voldugar steinsúlur, sem báru uppi þunga steinbita, en þeir báru síðan uppi þakið, sem var úr tré. Veggir voru hlaðnir úr steini. Burðarlegir eigin- leikar steins gera það að verkum, að hann hentar ekki vel í bita. Ólíkt flestum öörum byggingarefnum þolir steinn ekki mikiö tog. Viö þekkjum vel, aö ef við leggjum eldspýtu milli tveggja fingra og þrýstum ofan á miðjuna, þá brotnar hún þannig, að hún rifnar að neðan, en þrýstist saman að ofan. Eftir því sem eldspýtan er lengri, er auðveldara að brjóta hana. Þaö sama Frá höll Mínosar konungs í Knossos á Krít, en hún hefur verið endurbyggð að hluta. GULLSNIÐIÐ kemurfyrstfyrir hjð Forn-Grikkjum Upphaf og próun arkitektúrs I síöustu grein minni gat ég um nauðsyn þess aö þekkja sögu og þróun umhverfis- mála og arkitektúrs, ef viö viljum láta gott af okkur leiða í þeim efnum. Viö skulum vera þess minnug, að við erum ekki að finna upp neitt nýtt í þeim efnum, og við getum lært margt af því, sem gert hefur verið fyrr á öldum. Okkur er mikill vandi á höndum, því aldrei fyrr höfum við haft jafn stórvirk tæki til að spilla umhverfi okkar meö. Arkitektúr fyrri alda hefur oröið til að aöra tækni og þjóöfélagsaöstæður en við búum við í dag, en þó að við búum við örar tækniframfarir, þá verður umhverfi okkar alltaf að vera mannlegt, og í þeim efnum getum við lært mest af fyrri öldum. En snúum okkur þá aftur að sögu og þróun arkitektúrs. Grikkland hiö forna Oft er talað um, að vagga menningar Hof Artemis í Efesus. Framhliðin myndar gullið snið. gerist meö steinbita, hann rifnar aö neöan undan eigin þungd, ef hann er of langur, vegna hins litla togþols steinsins. Steinn þolir hins vegar mjög mikinn þrýsting og hentar því einkar vel í súlur og veggi. Þetta geröi þaö aö verkum, aö grískar byggingar einkenndust af þéttum súlna- rööum með stuttum og þykkum bitum á milli. Súlurnar voru hringlaga eins og hjá Egyptum, en skreyttar með nokkuö öðr- um hætti. Þær skiptust í þrjá flokka eftir lögun sinni, jónískar, dórískar og kórin- tískar súlur. Þaö er e.t.v. ekki rétt að segja, aö Grikkir hafi fengið arkitektúr sinn frá Egyptum eingöngu, en óneitanlega er margt líkt með súlnahofum Grlkkja og Forn-Egypta. Menning þessara þjóöa og trúarbrögö voru þó aö ýmsu leyti ólík, og í því liggur e.t.v. aðal munurinn. Höggmyndalist stóð meö miklum blóma hjá Grikkjum, og meiri háttar byggingar Árirr"” r> ir»I Líkan af Akropólishæð til forna. Parþenon-hofið ber hæst, en lengst til vinstri er Erectheum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.