Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Blaðsíða 11
Bœtt heilsa — betra líf Þættir um sjúkdóma, lækningar og fyrirbyggj andi aðgerðir eftir dr. Michael Halberstam OTITNN VIÐ MONGÓLÍTA Það er oröiö algengt nú á tímum aö konur fresti barneignum Þar til þær eru búnar aö mennta sig, eöa þar til þær eru búnar aö öðlast frama í starfi nema hvort tveggja sé. Þær eru svo e.t.v. komnar um hálffertugt eða eldri orðnar þegar þær vilja fara að eignast börn — en þá bregöur oft svo viö að það er um seinan. Þær þora ekki lengur aö eignast börn; þau gætu sem sé fæðzt fávitar, mongólítar. Líklega stendur mönnum meiri stuggur af mongólisma, „Downs syndrome" sem svo er nefndur í læknis- fræðum, en nokkurri annarri tegund andlegs vanþroska. Þessi tegund er og með þeim algengustu. Samt má nú orðið ganga úr skugga um mongólisma þegar í móöurlífi og eyða þá fóstrinu ef það reynist. Hér er um aö ræða prófun sem „amniocentesis" nefnist og er allnákvæm. Þaö er tekíð sýni af vökvan- um í legi konunnar og má ráöa af honum hvort fóstrið er mongólítí eða ekkí. Séu um monólisma að ræöa er fóstrinu eytt — svo fremri sem móðirin vill það. Ýmissa hluta vegna fæöist alltaf nokkuð af mongólítum. Slík börn eru strax auðþekkt. Þau hafa flest skásett augu (af því eru dregin heitin, mongólismi og mongólíti), varir og tunga ofurlítið framstæö, hendur, fætur og bolur eru stutt og stundum er aö finna ákveöna óvanalega skoru í lófum. En andlega eru pau strax og verða á eftir öörum; greindarvísitalan einhvers- staðar á bilinu frá 40 til 60 stiga (greindarvísitala flestra „eölilegra" er einhvers staðar á bilinu frá 90 til 110 stiga). Hér áður fyrr dóu mongólítar oft í æsku af völdum meðfæddra hjartagalla eöa þráföldu smiti í öndunarfærum. En á síðustu tímum hefur hjartaskurðlækn- ingum fleygt svo fram og fúkalyf auk Þess komin til sögunnar, að miklu færri mongólítar deyja nú í æsku og eru lífslíkur þeirra svipaðar lífslíkum annarra fram aö fertugu. Upp úr því minnka þær hins vegar óeðlilega hratt. Líkurnar til þess að kona ali mongólíta aukast æ meir meö aldri hennar. Sam- kvæmt nýlegum tölum bandarískum er eitt af hverjum 1500 börnum mæöra yngri en þrítugra monólíti, eitt af hverj- um 870 börnum mæöra á aldrinum 30—34, eitt af hverjum 280 börnum mæöra 35—39, eitt af hverjum 100 40—45 ára mæðra en eitt af hverjum 45 börnum mæðra sem orðnar eru 45 ára eða eldri. Enda þótt mönnum séu ekki Ijósar orsakir „Dowris syndrome" eða monólisma eru uppi um þær ýmsar kenningar og skiptar skoðanir. Ein er á þá leið í stórum dráttum, aö þar sem eggjabírgöir kvenna endurnýist ekki, séu þær sömu atlt frá fæðingu, séu eggin ávallt jafngömul konunni og einfaldlega komin úr blóma um 35—40 ára aldur. Auk þess séu þau þá búin að sæta meiri áhrifum ýmissa efna, geisl- unnar o.fl. en egg yngri kvenna og oröin lakari af þeim sökum, úr sér gengin. Það er almennt álit vísindamanna að það valdi engu til eða frá um mongólisma hvað foreldrar gera um meðgöngutímann (einkenni mongóiisma standa í sambandi við þaö að litningar parast óeðlilega, en það gerist á sama andartaki og egg frjóvg- ast). Ein kenning snýst hins vegar um kynlíf foreldranna fyrir getnað. Þar er sem sé gert ráö fyrir tenglum með mongólisma og því að kynmök veröa yfirleitt fátíðari eftir því sem líður á hjónabönd. Er hugsað sem svo að kona hafi samfarir við mann sinn annan hvern dag að minnsta kosti fær að jafnaði svo mikið af sæði að alltaf er nóg til aö frjóvga egg þegar þaö losnar. En því fátíðari sem samfarir séu, þeim mun seinna frjóvgist eggið. Það hefur komið í Ijós í rannsóknum á eggjum dýra, að þau fara að spíllast áður en þau veröa alveg ófrjó. Hefur mönnum því komið í hug, að eins sé um egg kvenna, — þau geti hrörnað áöur en sæðisfrumurnar ná að frjóvga þau. En hvað sem um þetta er ætti konum nú að vera nokkurn veginn óhætt að ráöast í barneignir þótt komn- ar séu yfir fertugt. Það eru langmestar líkur til pess að börnin fæöist alheil- brigð. Ef kona ímyndar sér einhverra hluta vegna aö hún kunni að eignast mongólíta og óttast þess vegna getnað er sjálfsagt að hún fari í skoðun og láti kanna líkurnar til þess aö hún fæði vanskapað barn. Ef til vill þarf þá að litningagreina bæði hjónin og ganga úr skugga um hvort nokkuö sé í arfstofn- um þeirra sem valdið gæti „Dowiís syndrome", mongólisma. Konur sem orðnar eru þungaðar eru skoöaðar öðruvísi og er það allt einfald- ara. Þá er nál stungið inn í kviðarholiö og móðurlífið og tekiö sýni af legvökv- anum. Þetta tekur stutta stund er sársaukalítið og þarf yfirleitt ekki einu sinni staðdeyfingu. Stefán Agúst PASKAR Auk mér trú, efi mitt þor. Eru vængjuð spor upp til himins brú ? Alfaöir gaf oss sinn einkason. Birtist borin von,. brann þá sólarkoss. Höfum við enn heilagan anda? Er langt æóri landa? Lifa hér menn? Lifa hér menn líða um andans höf, brestur von, veröur töf, vitkast heimur senn? Er fórnin að fæðast, sem frelsarinn glæddi? Úr benjum hans blæddi. Er barnstrú að glæðast? Víst leita lýöir langt yfir víðáttur. Ylþýöur áslattur ómar um síöir. GA UDEAMUSIGITUR Gaudeamus igitur juvenes dum sumus. Post jucundam juventutem, post molestam senectutem nos habebit humus. Strada, biskup í Bologna (1267). Kindleben í Halle (1871). Fögnum því sem fagna ber, frjálsi æskulýður. Eftir Ijúfa æskuteiti, elliböl á hinsta leiti gröf vor búin bíöur. Sigurður Skúlason Þýddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.