Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Side 9
taksýn er hillu- og skápasamstæða, sem núerí húsgagnagerö dauöri í áföngum, enda hefur þaö tekist. Og nú, þegar íslensk húsgagnagerö geyspar senn golunni, er ekki úr vegi aö rifja upp þaö skamma skeiö, þegar hún lét eitthvaö aö sér kveöa. Á kreppu- og stríösárunum var ekki hægt að tala um húsgagnaiönaö í þeirri merkingu, sem það orö hefur nú. Almenningur keypti einfaldlega ekki húsgögn aö heitiö gæti og þeir sem þá voru aö byrja búskap, reyndu aö eignast tvíbreiöan ottóman til aö sofa á im Ujartarson. Búinn að berjast á i vígstöðvum í aldarfjórðung. og lítiö borö meö svo sem fjórum stólum. Þá var ríkjandi efnisskortur og höft og þaö litla, sem framleitt var til almennra nota, var gjarnan úr lélegu efni og oft smíöaö undir málningu. Á stríösárunum og raunar lengur komst í tísku aö skrautmála húsgögn og risu sérstök verkstæöi í því augnamiöi. Eins og þeir muna, sem nú eru um það bil miðaldra, þótti góö latína aö „viöar- mála“, — líkja til dæmis eftir eik eöa mahogny. Jafnframt þessu fengust húsgagna- smiöir viö smíöi vandaöra húsgagna, — en þaö var allt unnið eftir pöntun og svo til einvörðungu fyrir embættismenn og kannski kaupmenn. Emil Hjartarson minntist þess í spjalli við greinarhöfund að hafa einmitt á stríösárunum kynnst þesskonar húsgagnagerö, þegar hann var að læra. Þá komu sigldir embættis- menn með myndir uppá vasann af fínum útlendum mublum og aö sjálf- sögðu stóö þaö ekki vitund í hagleiks- mönnum þeirra daga aö smíöa slíka hluti, sem víða eru tii og í fullu gildi. 3 Líklega má telja, aö nútíma hús- gagnagerð meö áherslu á harðviö og stíl, hafi hafist noröur á Akureyri, þegar Valbjörk hljóp af stokkunum. Um tíma varö Valbjörk blómlegt fyrirtæki og þar að auki störfuöu tvö önnur fyrirtæki á Akureyri aö húsgagnagerö á tímabili. Nú er allt þetta fyrir bí og heyrir sögunni til. Gróskutíminn hófst um 1950 og náöi hámarki um og eftir 1960. Víðir var meö umfangsmikla framleiösiu á þeim tíma; Kristján Siggeirsson einnig og fleiri. Létti stíllinn, sem fór eins og eldur í sinu um og eftir 1955, geröi mönnum auð- velt um vik aö framleiöa á sæmilega hagstæöu veröi, en þaö reyndist erf- iöara síöar, þegar efnismeiri húsgögn komu aftur til skjalanna. í þessu sam- bandi er einnig vert aö minnast þess, að Emil Hjartarson er meðal þeirra, sem fóru aö láta tii sín taka í upphafi gullaldarinnar í húsgagnagerö okkar um 1955. Allt fór það af staö í smáum stíl sem vonlegt var; Emil minntist þess aö hafa byrjað sjálfstætt í skúr inni í Laugarnesi, — og þar meö varö tré- smiöjan Meiður til. Og eftir öll þessi ár standa stafirnir TM á stórhýsinu við Síöumúla fyrir þetta upphaflega heiti. Leiöin haföi legiö á mölina ofan úr Borgarfiröi, þar sem Emil var fæddur og uppalinn; nánar tiltekiö á Litla Fjalli í Borgarhreppi. Þaö var á stríðsárunum, aö Emil réöst til náms í húsgagnasmíði hjá Árna J. Árnasyni, sem stundaöi þá sérsmíöi eftir pöntun og þaö var góöur skóli. En síöan Emil byrjaði á eigin spýtur er hann hinsvegar búinn að hafa um 50 nemendur. Lengst af framleiddi hann húsgögn til sölu í öðrum verslunum, — svo og innréttingar. Áhugi íslenskra verslana á viöskiptum fór hinsvegar stórminnkandi eftir aö húsgögnin voru gefin frjáls. Emil stóö þá frammi fyrir því aö hætta eins og margir hafa gert, — eöa setja sjálfur upp verslun. Þaö skref var tekiö í nóvember 1975 og þá var hann búinn aö byggja 4000 fermetra stórhýsi undir iönaö og verslun viö Síöumúla. Þar starfa nú 60 — 70 manns viö smíöar og bólstrun og hefur sú starfsmannatala haldist nokkuö jöfn undanfarin fjögur ár. 4 Tal okkar Emils kom aö þeim punkti, hvort ekki væri hægt aö snúa þróuninni; Sjá nœstu síðu /jgj Séð yfir tvo stærstu vinnslusalina í TM-húsgögnum. fnnsetta myndin cr af forhlið hússins við Síðumúla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.