Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1979, Qupperneq 8
Létt sóíasett, sem er í senn þægilegt og frumlegt í útliti. Utskurðurinn á grindum og fótum gefur hugmynd um handverk. Verslunin heitir einfaldlega TM-hús- gögn; er stór og glæsileg og sker sig í fljótu bragöi ekki úr öðrum ámóta verslunum. Aö einu leyti er hún þó einstæð á þessum síöustu tímum lækk- andi tolla og vaxandi samkeppni frá erlendum framleiöendum: Hver stóll og hvert borö, hvert sófasett, borðstofu- húsgögnin, veggskáparnir, hjónarúmin og aðrir smærri hlutir, — þaö er allt framleitt hér á staðnum. Framkvæmdastjóri og eigandi fyrir- tækisins, Emil Hjartarson, er sjóaður oröinn í þessari grein, en auk þess sauöþrár að eigin sögn og ekkert nema slík þrjózka, sem er í ætt viö sauökind- ina og komin í bland viö suma íslend- inga í gegnum tíðina, getur haldiö þessu á floti. Hér berst „síöasti Mohíkaninn" viö að gera þaö ómögulega: Aö keppa viö erlenda sérhæfingu, sem býr viö full- komnustu tækni og lægra orkuverö en viö gerum, þrátt fyrir vatnsafliö. Þar halda menn sér á floti í samkeppninni meö því að reisa verksmiöju til þess aö framleiða kannski einn einasta stól, eða í mesta lagi eitt sófasett. En Emil Hjartarson storkar þróuninni meö því aö framleiöa flest sjálfur, sem í fljótu bragöi er hægt aö sjá aö fólk þurfi til heimilisbrúks. Og þaö er sannarlega enginn afdalabragur á mublunum þeim. Sameiginlegt einkenni er sterklegur svipur og ágætur frágangur. Allt er þetta hannað á verkstæöi Emils og má þar ekki á milli sjá aö sögn hans sjálfs, hvers þáttur er þar veigamestur. Árang- ur næst ekki nema til komi gott samstarf þeirra, sem vinna aö fram- leiðsunni; jafnt þeirra sem koma meö fyrstu hugmynd og hinna, sem þróa þær í verklegri framkvæmd, þar til úr verður vel geröur hlutur, sem gleöur augaö og er góöur til síns brúks. Verkstæðið er raunar handan viö búðarvegginn og ekki neitar höfuöpaur- inn því, að stundum sé tekiö miö af útlendum hlutum, sem sannaö hafa ágæti sitt. Lenti hann af þeim sökum í deilu viö Norömenn og hefur þaö veriö tíundað, meöal annars í Morgunblaöinu á sínum tíma. í framhaldi af þeirri deilu vaknar sú spurning; Hvenær stelur maöur stól, — hvar enda áhrif og hvar byrjar stæling eöa þaö sem kallað er iönaöarstuldur? Stóllinn Emils og sá norski eru fljótt á litiö harla líkir. Þrátt fyrir þaö eru einingarnar allar frábrugönar og Emil hefur boöið hverjum þeim kassa af koníaki, sem geti fundiö þó ekki væri nema tvær einingar eins. 2 Þróunin í íslenskri húsgagnagerð hefur veriö hálf átakanleg upp á síö- kastið. Sú var tíöin ekki alls fyrir löngu aö landsmenn bjuggu aö sínu eins og Veglegasta sófasettið hans Emils — kennt við Picasso. Traustlegt yfirbragð og þægindi í fyrirrúmi. 11 tízku. Allt er þetta framleitt á staðnum. tíökaöist aö segja hér fyrrmeir og var taliö til búmennsku. Fyrir níu árum var hins vegar ákveðið aö fella niöur tolla af innfluttum húsgögnum í nokkrum þrep- um og lýkur því um næstu áramót. Þá veröa erlend húsgögn ótolluð meö öllu og fer þá aö gerast þröngt fyrir durum hjá þeim „búandköllum“, sem enn hafa ekki lagt niöur þann ósiö aö framleiða tslensk húsgögn. Þeir hafa lagt upp laupana hver af öörum og snúið sér í staöinn aö innflutningi á húsgögnum. Úrvaliö er slíkt, aö útilokað er fyrir innlenda húsgagnasmíöi aö keppa viö þaö. Hægt er að velja um borðstofu- húsgögn frá Belgíu, Danmörku eöa Englandi, finnsk leöursófasett, norskar bændamublur svokallaöar, belgísk rókókóborö, ítölsk framúrstefnuhús- gögn og þýsk sófasett. Hver ætlar sér aö keppa viö annað eins úrval hér; hver hlutur er afkvæmi sérhæfingar, þar sem ýtrustu tækni er beitt. Það á ekki aö vera hægt og má sennilega ekki vera hægt. Markmiöið sýnist vera að ganga af innlendri Streitist á móti straumm Emil Hjartarson reynir að standa meðan stætt er á tímum versnandi aðstöðu og sífellt vax- andi innflutnings á hús- gögnum, sem erfitt er að keppa við. Hann rekur stóra og glæsilega hús- gagnaverzlun og fram- leiðir hvern einasta hlut sjálfur, sem par er seld- ur. Emil i þessun

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.