Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 6
dýrlingur æsk- unnar uppúr 1950 er jafnvel dáður enn — næstum aldarfjórðungi eftir dauða sinn. Þann 30. september 1955, síöari hluta dags, ók silfurlitaöur Porche Spyder 550 með ofsahraöa eftir þjóðvegi nr. 41 frá Los Angeles í áttina til Salinas. Undir stýri sat ungur maöur, sem ætlaöi aö taka þátt í aksturskeþpni í þeirri borg í Kaliforníu. Vegurinn var fáfarinn og afskekktur og því tilvalinn til aö reyna aksturshæfni bílsins. Ungi maðurinn steig bensíngjöfina í botn og hraðamælir þessa þýzka bíls sýndi 180 km á klst. Klukkuna vantaöi fimm mínútur í 6 og þaö var þegar farið aö skyggja. Á gatnamótum þjóövega nr. 41 og 466 ók hann á stóra bifreiö af Plymouth-Limousine tegund. Porsche-bíllinn leit út eins og harmónika eftir áreksturinn, ungi maöurinn dó á leiöinni til sjúkrahússins og slíkt múgæöi uþþhófst, aö vart hefur annaö eins þekkst. James Dean var dáinn og meö honum var gengiö eitt mesta átrúnaöargoð, sem upþi hefur veriö. í raun voru þaö aöeins fáir, sem vildu trúa þessu. Um þaö bera vitni þær milljónir bréfa, sem í vikur, mánuði, já, jafnvel ár bárust til kvik- myndafélagsins „Warner Brothers". Fiestöll voru þau árituö til þessa „Messiasar" og flest höföu þau sama efni aö geyma: „Jimmy, ég veit aö þú ert ekki dáinn. Þú felur þig bara, af því aö andlit þitt afskræmdist í slysinu. Mig skiptir þaö engu. Geföu þig fram, ég elska þig.“ Aðrir, sem höföu látiö sér skiljast, aö hann var dáinn, vildu endilega eignast eitthvaö til minningar um hann: hárlokk, flík úr eigu hans eöa eitthvaö, sem honum haföi veriö viökomandi. Þaö gekk jafnvel svo langt, aö ungar stúlkur rifust um aö fá snepil af veggfóör- inu í herberginu hans, og „Warner Brothers“ uröu aö hafa fjóra ritara í fullu starfi, aöeins til aö taka á móti þessum bréfum og svara þeim. „James-Dean-klúbbar" skutu upp koll- inum eins og gorkúlur hvar sem var. Og braskarar og fjáraflamenn notfærðu sér dauöa James Dean út í yztu æsar. Plötur voru geröar eftir upptökum, sem til voru á segulböndum meö þessari gerfihetju. Ljóö og lög voru gerö um hann, hvert ööru væmnara. Hátindi ósómans náöi þó amerískur bísnismaöur. Hann keypti hræ- ið af Porsche-bílnum í bílakirkjugaröi og .kom honum fyrir til sýnis í íþróttahöll. Þeir sem vildu skemmta sér viö að horfa á brakiö, sem James Dean haföi slasast til ólífis í, urðu að borga 25 cent. En þeir, sem vildu veröa þeirrar sælu aðnjótandi aö fá aö setjast í ökumannssætiö, flekkaö blóöi Jimmys, máttu út með hálfan dollar. Samtals voru seldir rúmlega 750.000 aögöngumiðar aö þessum stórfengleik. Þessu hélt áfram unz borgaryfirvöld í Los Ilirðulaus var Jimmy. „Brando íátæka íólksins'*. eins og hann var stundum kallaður í gríni, ekki aðeins í kvikmyndum. heldur einn- ig í daglegu lífi. Ilann klæddist oftast leðurjakka, gallabuxum og leðurstígvél- um. Einvera var þyrnir í augum Ameríkana — þangað til James Dean kom. Hann gerði hinn einmana mann vinsælan. Angeles létu loka sýningunni. En „líkræn- inginn“ var ekki af baki dottinn: Nú seldi hann flakið af bílnum aftur og fékk góða fúlgu fyrir. Svo mikið haföi James Dean sjálfur ekki þénaö alla sína æfi. Áöur en hann dó, haföi hann aðeins leikið í þremur kvikmyndum: „Hinum megin við Eden," „Af því, aö þeir vita ekki hvað þeir gera“, og „Risinn”. Af þessum þrem haföi hann aöeins séö „Hinu megin viö Eden", því hinar tvær höföu enn ekki verið sýndar. En Jimmy vissi þegar, eftir þær móttökur, sem „Eden" fékk, hvaöa vald hann haföi öölast hjá ungu kynslóöinni. Því eftir þessa einu mynd var hann oröinn aö dýrlingi hjá lítt hugsandi unglingum sjötta áratugsins. Fram aö þeim tíma höföu þeir haft lítiö tækifæri til aö tjá sig og þroskast. Rock'roll-ið var ungt og haföi ekki enn borist til eyrna allra. En þaö sem uppi stóö, var Jimmy. Þessa öriagahetju, sem fann til, hugsaði og breytti nákvæmlega eins og þeir, gat maður tekiö sér til fyrirmyndar. Jimmy var lausnaroröiö. Lausn, eftir langan tíma í fjötrum, sem enginn þoröi aö brjóta af sér. Þaö var því skiljanlegt, aö þessi ungi uppreisnarseggur varö eldri kynslóöinni aö ásteitingarsteini. Hann setti úr skorð- um þá mynd, sem faöir hans haföi reynt aö innprenta honum af hinni bjartsýnu, heilsteyptu Ameríku. Jimmy áleit þessa mynd falska og haföi óbeit á föður sínum fyrir aö reyna aö halda þessari blekkingu aö honum. Ekkert tímabil líktist sjötta áratugnum eins mikiö og þaö, sem viö nú lifum á. Og ef til vill er þaö einhver úrræöaleysiskennd, sem veldur því, aö James Dean er aftur oröinn svo vinsæll. Ungdómurinn líöur fyrir atvinnuleysi og athafnaleysi, er hræddur við aö vera bara ákveðið númer eöa tala í þjóöfélaginu og finnur nú til athafnalöngunar, fremur en oft áöur. Sá, sem nú reynir aö brjótast úr þessum viöjum, má gera ráö fyrir aö veröa settur til hliöar um langan tíma. Andsþyrna er ekki þoluö. Öðru vísi var þaö á sjötta áratugnum, þegar upp- reisnarmenn eins og Mick Jagger og Rudi Dutschke gáfu æskunni þá tiifinningu, aö hún hefði einhverja fótfestu, því nú á hún engin átrúnaöargoö, sem hún getur haldið dauðahaldi í. Sem sagt: menn elska James Dean, eins og á árunum eftir 1950. Eina manneskjan sem Jimmy sjálfur elskaði um ævina, var móöir hans. Strax í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.