Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 10
flutti Jakobæus tvö konungs- verslunarhús frá Keflavík og hiö þriöja seinna úr Austurstræti. Standa þessi hús enn viö Hafnarstræti og hafa veriö sameinuö undir einu þaki. Gísli Símonarson kaupmaöur frá Malmey geröist seinna meöeigandi í verslun Jacobæusar, og þá reisti hann sér íbúöarhús sunnan viö verslunarhúsin austast og þó ekki nær læknum en þau náöu. Þetta hús var lengi kallaö Simon- senshús og taliö til Austurstrætis, en seinna eignaðist Hallgrímur Melsted bókavöröur þaö og eftir þaö gekk húsiö undir nafninu Melstedshús fram á þessa öld. Austan viö lóö Jakobæusar og noröan Lækjartorgs fékk Bjarni Sívert- sen riddari útmælda lóö 1795 meðfram Hafnarstræti. Austast á henni reisti hann verslunarhús, og vestast á lóöinni reisti hann vörugeymsluhús. Það er einkennilegt viö þessa lóö Bjarna, aö á dýptina er hún ekki nema helmingur á móts við lóð Jacobæusar, og verður því að álíta að hún hafi verið á mörkum Lækjartorgs að noröan en þó teygðist enn breiður rani úr því niður meö læknum fyrir austan lóö Bjarna. Þannig var fyrsta byggðin við Lækjar- torg. Torgið var þá sjálft enn iðgrænt tún, hluti af hinum gamla Austurvelli. Svo kom Ditlev gamli Thomsen til skjalanna. Hann keypti vöruskemmu Bjarna Sívertsen og hóf þar verslun. Næst fékk hann leyfi til þess aö reisa íbúöarhús sunnan við það að Lækjar- torgi. Sonur hans H. Th. A Thomsen fékk leyfi til að byggja ofan á íbúðar- húsið, og ekki létti hann fyr en þarna var risið næst stærsta hús í bænum. Seinna fékk hús þetta nafnið Thomsens Magazin. Upp úr fyrri heimsstyrjöldinni gekk þaö kaupum og sölum og kallaöist seinast Hekla. Nú hefir það verið rifið og eins er horfið verslunarhús Bjarna riddara, þar sem prestaskólinn var einu sinni. En á lóöum þessara húsa er nú aö rísa stórt hús, sem lokar Lækjartorgi aö noröan. Reykjavíkurbær fékk ekki byggingar- nefnd fyr en 1839. Fyrsta verk hennar var að leyfa C. Siemsen að reisa verslunarhús í Hafnarstræti alveg austur við læk. Stór blómagarður var lengi framan viö húsið, náöi hann upp aö Lækjartorgi og lokaði því þar að norðan. Garðurinn er horfinn fyrir löngu og húsið er nýlega horfiö, en þar versluðu Dráttarvélar seinast. Þess má geta hér, að fyrst í stað átti torgið ekkert nafn annað en „opna plássið", og hélzt svo þar til 1848 aö Rösenörn stiftamtmaður lét skíra þaö Lækjartorg. Á árunum 1905—1906 reis íslands- banki á horni Austurstrætis og Lækjar- torgs, en þar var syðri hluti þeirrar lóöar ,er Jaconæus haföi fengið. Þetta var danskur banki meö dönskum banka- stjóra. Húsið var hlaðiö úr höggnum steini og enda þótt þaö væri ekki hátt í loftinu, þótti þaö gjörbreyta svip miöbæjarins. Áriö 1930 var íslands- banki lagður niöur, en upp af honum reis Útvegsbanki íslands. Hann keypti Melstedshús og lét rífa þaö og hefir síöan reist stórhýsi á allri lóöinni og er þaö sem himinhár veggur meö Lækjar- torgi að vestan. Þar með lýkur byggingarsögu torgsins um sinn. — O — Lækjartorg hefir oft komið við sögu. Rosenörn stiftamtmaður fyrirskipaði 1839 að það skyldi vera markaöstorg og opinn markaður haldinn þar haust og vor. Var hugmynd hans sú, aö bændur fengi þar aöstööu til aö selja A lœkjartorgi 1895. Hór er torgiö én- ingarstaður ferfta- manna. A Lækjartorgi um 1930. Furðu fátt hefur breytzt framá vora daga, en Útvegsbankinn er pó oröinn fyrir- ferðarmeiri og hér vantar Morgun- blaöshúsiö fyrir enda Austurstrat- is. HL ¦¦'¦' " a ' JS * ¦t :_JH w • :r a — ¦ .» / 1 ' i! Stúdentar dansa á Lækjartorgi. Myndin er að öllum líkind- um tekin 1948. vörur sínar. En úr því varö ekki. Aftur á móti fengu lestamenn aö hafa þar bækistöö sína, hafa þar tjöld sín og búa upp á hesta sína. Tók þá að minka um gróður þar og seinast var þessi gras- völlur oröinn aö flagi, svo að mönnum feizt ráölegast aö þekja hann meö möl. Skömmu eftir aldamótin seinustu reis á miöju svæöinu lítiö hús er þá átti engan sinn líka í Reykjavík né á öllu landinu. Þaö var Söluturninn og stóö hann þar um mörg ár, en þá þótti honum þar i ofaukíö, svo aö hann komst á hálfgerð- an flækíng, en er nú aftur kominn á torgiö. Og þarna er fleira aö halda innreið sína. Hugmynd Rosenörn stift- amtmanns að hafa þarna markaö, hefir nú skotiö þar upp kollinum þótt í öörum stíl sé, en upphaflega var ráð fyrir gert. Áriö 1911 geröist sá stóratburöur, aö lækurinn var settur í holræsi og hefir enginn maður séö hann síðan. Minnir nú ekki annaö á hann en nöfnin Lækjargata og Lækjartorg. En um leiö og lækurinn hvarf, breytti Lækjartorg alveg um svip. Og þá var kominn tími til þess aö sýna þessu „opna plássi" viöeigandi sóma og ræktarsemi. Og þaö var gert meö miklum myndarbrag. Torgiö var allt flísalagt og undir því þaki er jarðhitakerfi sem heldur því heitu, svo aö þar getur varla fest snjó. Þetta er fyrsta „opiö svæöi" á íslandi, sem hitaö er meö heitu vatni úr iörum jaröar, svo aö þaö bræöir af sér snjó og klaka og er alltaf þurrt og þokkalegt. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.