Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 13
Guðmundur Pétursson er frá Akureyri. Hann er rafmagnsverkfræðingur og stendur hér við eina spennistöðina, sem hann hefur unnið við að reisa í íran á vegum pýzks fyrirtækis. Myndirnar til vinstri: Nú sjást ekki myndir af keisaranum, en Khomeini er kominn í staðinn. í miðju: Lík fyrrverandi forsætisráðherra eftir aftöku, og neðst: Nú eru starfandi byltingarráð um allar tryssur og hafa pau mikil völd. A" fyrirtækiö, sem B.B.C. skiptir viö, hefur tekiö í sínar hendur ráðgjafa- og eftirlitsstörf, sem áöur voru á hendi amerísks verkfræöifyrirtækis, og ríkir nú mikil ringulreiö. Ekki bætir úr skák, aö stööugt er verið aö setja fyrrverandi ráðamenn af, og nýir taka viö, sem ekki hafa innsýn inn í verkefni. Þó verður aö segjast, aö ýmsar slíkar ráðstafanir eru þegar orönar og veröa vonandi til mikilla bóta, því tekist hefur aö losna við ýmsa „gjörspillta" embættis- menn. Einnig ríkir hér mikil óvissa um ýmis framtíðarverkefni, sem búiö var aö gera ráö fyrir og semja um, einkum við erlenda verktaka. Enginn veit enn, hvaöa ákvarðanir og stefnubreytingar hinir nýju valdhafar kunna aö taka, ef þeim endist tími til. Allt þetta hefur í för meö sér mikiö öngþveiti, óvissu og vandræöi á atvinnusviöinu. Fjöldi atvinnulausra eykst jafnt og þétt og er talið aö nú séu um 4,5 milljónir af um 12 milljónum vinnandi írana atvinnu- lausir. Erlendum fyrirtækjum fækkar stööugt í Teheran, og eykur þaö enn á atvinnuleysi hjá öllum stéttum. Viö hjá B.B.C. höfum oröið óþyrmilega varir viö þetta vandamál, og höfum staöiö í ströngu við þá 300—400 írani, sem áöur unnu hjá fyrirtækinu. Flestum var sagt upp meö eðlilegum hætti um s.l. áramót vegna verkloka, en aörir sendir heim vegna óeiröanna. Vegna mikilla vandræöa í atvinnumálum, hefur Khomeini fyrirskipaö að endurráða skuli alla þá er sagt var upp frá og meö 10. september af hvaöa orsök- um sem var, og greiða fullt kaup fyrir allan tímann fram til þessa dags. Þetta er auðvitaö mikiö áfall fyrir verktaka með takmarkað verkefni fyrir umsamiö verö, og óvíst er, hvort nokkur uppbót fæst hjá hinum íranska kaupanda. Hingaö til hefur því veriö hafnaö. Uröu miklar úti- stööur viö verkamenn og byltingar- ráösmenn út af þessu, en á endan- um urðum viö aö láta í minni pokann vegna beinna hótana (eignarnámi tækja, eyöileggingu eigna o.s.frv.) af hálfu verkamanna sem og byltingar- ráösins. Byltingarráösmenn sögöu einfald- lega, aö nú giltu ný sjónarmið og fyrirtækiö heföi hagnast nóg í tíö keisarans og því ekki til of mikils ætlast, aö þaö greiddi þetta núna á þessum erfiöu tímum, þ.e.a.s. allt upp í 6 mánaöa kaup meö öllu tilheyrandi fyrir hundruö verka- Franihald á bls 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.