Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 2
Tuttugu og fjögur ár eru liðin síðan Sjötíu og níu af stöðinni, fyrsta skáld- saga Indriöa G. Þorsteinssonar, kom út. Indriöi var þá blaöamaöur og haföi áöur sent frá sér eitt smásagnasafn en ekki fleiri bækur. Smásagnasafniö haföi vakiö svo almenna athygli aö fyrstu skáldsögunnar var beðið meö eftir- væntingu. Skáldsagnalestur var þá enn ein aðalskemmtun þjóðarinnar. Þeir höfundar, íslenskir og erlendir, sem hæst haföi borið áratugina á undan, voru skáldsagnahöfundar. Nóbelsverö- launa Laxness til handa haföi lengi veriö beöiö meö óþreyju og þau létu loks sjá sig þetta sama ár og Indriöi sendi frá sér fyrstu skáldsöguna. Þó sumir höfundar, sem stóðu á hátindi frægöar sinnar á þessum árum, væru umdeildir var formiö sjálft — skáld- söguformið — óumdeilt. Leikritun tald- ist enn til undantekninga. Og Ijóðlistin — atómskáldskapurinn — náöi ekki hálfa leið til hins almenna lesanda. Góöar skáldsögur flugu hins vegar inn á hvers manns gafl. Þrátt fyrir þaö var erfitt fyrir ungan höfund að hefja skáldsagnaritun um þessar mundir. Laxness og jafnaldrar hans höfðu gerst svo áleitnir og fyrir- feröarmiklir aö almenningur leit svo til — og þaö meö réttu, hygg ég — aö tilþrif þeirra drægju kjarkinn úr ungum höfundum. »Kiljansstælingar« höföu ööru hverju séö dagsins Ijós síöustu áratugina. Ungs höfundar, sem tækist aö kóma fram meö eitthvað nýtt, eitthvaö annaö an það sem veriö haföi undanfarin ár og áratugi, var því beöið með eftirvæntingu. Og hér var hann allt í einu kominn. Má segja aö Indriði uppfyllti óskir nánast allra lesendahópa og er slíkt sjaldgæft. Sjötíu og níu af stööinni var í fyrsta lagi vel skrifuö saga. Þeir, sem geröu strangar kröfur um bygging, mál og stíl, tóku henni af þeim sökum vel. Sagan var líka skemmtileg en sú krafa var þá jafnan gerö til skáldsögu. Hún var ennfremur ópólitísk á flokksiega vísu og styggöi engan aö því leyti en fjallaöi um samtímann á þann hátt aö unnt var aö skoöa hana sem innlegg í pólitíska baráttu ef menn endilega vildu. Þá eins og nú var deilt um dvöl bandarísks hers á Keflavíkurflugvelli. Var ekki komið hér skáldverk sem sýndi í réttu Ijósi þá spilling sem af henni leiddi? Þann skilning munu aö minnsta kosti róttækir gagnrýnendur hafa hyllst til aö leggja í Sjötíu og níu af stööinni. En þarna var líka á feröinni sögulegt, epískt, skáld- verk þar sem málefnin voru brotin til mergjar á hlutlægan hátt. Allir vissu aö þessi nýja skáldsaga flutti lífssannindi, að hún var í raun og veru »sönn«, aö atburðir eins og þeir, sem frá var greint, höföu oft gerst, voru aö gerast dags- daglega og áttu aö öllum líkindum eftir aö gerast enn um langa hríö. Þetta var með öörum orðum sögulegt samtíma- skáldverk. Nú skipar þessi saga lokaþáttinn í trílógíu þeirri, sem í endurprentun hefur hiotið heitið Tímar í lífi þjóöar. Á undan © fara Land og synir og Norðan við stríð. Ekki mynda þessar þrjár bækur sam- feltt skáldverk í þeim venjulega skilningi aö ein sé framhald af annarri og sömu persónurnar endurtaki sig i bók eftir bók. Stílfræöilegt samhengi þeirra er meira aö segja takmarkað. Þær voru skrifaöar meö nokkurra ára millibili og á þeim tíma breytti höfundurinn talsvert um aðferðir. Því hefði veriö út í hött aö reyna aö tengja þær saman sem skáld- verk enda hefur þess ekki verið freist- aö. Sé á hinn bóginn litið á þær í sögulegu samhengi mynda þær eina tímatalslega samfellu. Og þó svo aö hver um sig fjalli um afmarkað efni er hvert efni dæmigerð fyrir það tímabil sem um er fjallað hverju sinni. í stórum dráttum eru þarna tekin fyrir kreppuár- in, stríösárin og fyrstu árin eftir stríö. Land og synir, sem segir frá kreppu- árunum, stendur næst því að vera hreinræktuð epísk skáldsaga því þar er rás viöburðanna beinlínis útskýrö í Ijósi þess almenna ástands sem ríkti á þeim árum þegar sagan á aö gerast en þaö var einmitt þá sem verulegt los tekur að koma á unga fólkið í sveitunum og þúsund ára einhiiöa dreifbýlisbúsetu er aö Ijúka. Stórheimilið meö húsbónda og húsfreyju, börnum og gamalmennum, vinnufólki og heimafólki af ýmsu tagi er aö hverfa í skugga fortíöarinnar. Maður kemur ekki lengur í manns staö. Kröfu- pólitík og stéttabarátta, sem fram fer í þéttbýlinu á sama tíma, teygir aö því leyti anga sína til innstu afdala að synirnir og dæturnar gera eins konar verkafall, vilja ekki lengur strita af hugsjón eins og feður þeirra og mæður höföu gert (eöa aö minnsta kosti talið sér trú um aö þau væru aö gera) en vilja fá eitthvaö út úr lífinu, taka saman pjönkur sínar, hverfa úr sveitinni og flytjast í þéttbýlið. Vitanlega gerist slíkt hvorki án tilhlökkunar né saknaöar. Feöurnir og mæöurnar höföu stritaö í þeirri von að börnin tækju við. Nú stóðu þau uppi ein og framtíöarlaus. Og unga fólkiö sem fór — þaö haföi líka sína eftirþanka. Þaö haföi alist upp viö einhliöa störf sem því haföi jafnframt verið innrætt aö gæfa þess og framtíð gervöll mundi byggjast á. Yröi það kyrrt í sveitinni vissi það nákvæmlega aö hverju þaö gengi. Sveitalífið meö öllum sínum venjum og heföum — þaö eitt var áþreifanlegt, raunverulegt og ekta, allt annaö var loft og sjónhverfing. Allt annaö taldist til afbrigöa og undantekn- inga sem nokkurs konar stökkbreyting í tilverunni. Ekki bætti þaö úr skák aö sá, sem hvarf á braut, haföi gjaldnast aö nokkru sérstöku að hverfa. Blöðin skrifuöu áhyggjufull um »flóttann úr sveitunum« og reiknuöu út aö stækkaöi Reykjavík mikiö meir en' oröiö var mundi höfuöiö siiga þjóöarlíkamann. Sem boöaði þá endalok þessarar þjóö- ar! Hinn dæmigeröi bóndi leit á kaup- staðalíf sem óskapnaö og ætti hann einhverja fróma ósk afkomendum sín- um til handa kom fyrst upp í hugann aö þeir þyrftu aldrei aö veröa upp á aöra komnir en mættu um alla framtíö verða sjálfra sín. Munurinn á daglegu lífi sveitafólks og kaupstaöabúa var um þetta leyti svo mikill aö tala mátti um tvær þjóöir í sama landinu. Lífskjörin voru ekki svo mjög mismunandi en lífsstíllinn meö tvennu ólíku móti. Reyk- Siðferðiskugmyndir Ragnars leigubílstjóra eru af gamla skólanum. Hann gœtir sín ekki, þegar lauslœtisdrós treð- ur sér inn í líf hans i gervi ástmeyjar, þá bregst hann við eins og hver annar saklaus sveitapiltur. Þegar augu hans loks opnast œtlar hann að fíýja norður — heim. En hann veltir bilnum á leiðinni og kemst aldrei heim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.