Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1979, Blaðsíða 11
EINN AF ÞEIM SEM SETJA SVIP Á BÆINN Hann gengur hnarreistur um bæinn, maöur nokkuö viö aldur og líkist aungvum nema sjálfum sér. Sítt háriö fellur silfurgrátt undan kúrekahatti í dag, ellegar blárri alpahúfu á morgun; skeggiö er einnig grátt og klofnar á hökunni eins og sá sem þaö ber, hafi löngum gengiö í vindinn. Augun eru tindrandi og hvöss. Þannig er Leó Árnason frá Vík- um á Skaga: Ljón Noröursins eins og hann kallar sig stundum. Hann gengur utan við alfaragötuna; bind- ur eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn — eins og Bjarni Thorarensen oröaöi það. Hann málar myndir eins og náttúrubörn- um er lagið og hann yrkir Ijóö, sem hann gefur vinum sínum. Einnig þau eru eftir uppskrift hans sjálfs og ekki alltaf auðskilin. Þar er Leó framúrstefnumaður og notar stundum tölustafi þar sem önnur skáld mundu nota orö. Leó gekk viö hjá Lesbókinni á dögunum; var aö fara í Ameríku- siglingu meö flutningaskipi og bjóst viö að eiga góöa daga á sjónum. Hann haföi litið viö hjá þeim í Karnabæ og þeir höfðli gallaö hann upp glæsilega og hjá Barna- og fjölskylduljósmyndum hafði hann setiö fyrir í Ijósgráum rykfrakka meö grófprjónaðan, síöan trefil yfrum axlirnar og burgðiö undir beltiö, — meö bláleitan silkiháls- klút, göngustaf og hanzka. Þótti maöurinn all garpslegur og vel búinn til Ameríkuferöar. Slíkir menn, sem setja svip á bæinn eru nú ekki margir og sumir segja, aö þeim fari fækkandi. Menn minnast Kjarvals í því sambandi og Vil- hjálms frá Skáholti, sem seldi blóm viö Útvegsbankann á góðviöris- dögum oq leit út eins og Einar Benediktsson. / Leó Amason frá Víkum LÍFSSVAR Hvert er takmark þitt rhaöur á nútíma göngu Þú stígur fram fæti án þess aö ráöa Sþorinu staö Þú tekur hönd aö hlut og missir af taki allt er þér kunnlaust þú ert sem barn á óráöa göngu Byggðj hús sitt á Bergi Baldur, það var hans Ijóð, reisti Baldur á Bergi býli sem lengi stóð; byggði hús sitt á Bergi Baldur á feðraslóð: reisti Baldur á Bergi býli, sem stóðst hvert flóð. í blámóðu fjalla var búið um hann, sem enginn nema dauðinn fann. Kaldur vindur skóinn kreppir, klakatreyju dauðinn hneppir. í skjólin flest er fokið, ferli manns er lokið. Hún andar hljótt hin djúpa nótt, huliðs-blæju breiðir brattar dagsins leiðir. Öskar Magnússon frö Tungunesi KEPPNILÖK Lox hefur dómnefndin látið frá sér á prent, að lárviðarsveigurinn verði nú engum bundinn, þvíatómleirinn ogálíka bókaramennt var allur metinn og veginn — ug léttvægur fundinn —. En þeir sem ennþá sitja við Bodn og Són, þeim sannleik fagna er dómurinn hefur boðaö. að enn eru þó til menn, sem meta ekki flón til meira verðs en leirinn sem þau hafa hnoðað. Endurprentaö vegna prentvillna. © Jön Oddgeir Jönsson SEGIR FÁTT AF EINUM Fyrir mörgum árum varð mað- ur óti í Biáfjöllum og íannst aldrei. þrátt fyrir mikla leit. Þöroddur Guömundsson BALDUR Á BERGI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.