Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 4
; " Einstein var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var eðlisfræðingurinn Mileva Maric og yfirgaf hún eiginmann sinn eftir 11 ára hjónaband. Seinni kona Einsteins, Elsa, sem sést hér á myndinni með honum, kunni ekkert í eðlisfræði, en hún skildi aftur á móti manneskjuna Aibert Einstein. Um miðjan marz voru hundrað ár liöin frá fæðingu Alberts Einstein. Einstein fæddist í Ulm í Suðurþýzka- landi, stundaöi nám í Zurich í Sviss, starfaði síðan lengi í Sviss og Þýzka- landi en á miöjum aldri fluttist hann til Princeton í Bandaríkjunum og bjó þar og starfaöi til dauöadags. Hann lézt áriö 1955. Það hefur veriö sagt um Einstein aö hann væri frumlegastur hugsuöur á þessari öld. Og það er m.a. þess vegna sem erfiðara viröist aö rita um hann en flesta hugsuöi aöra. Þaö er sérstakt um Einstein, aö nafn hans er kunnugt um allar „siömenntaöar" jaröir, og ekki síður en nöfn Galíleós og Newtons, en samt sem áöur er í rauninni næsta lítiö um hann vitaö. Ber þar sérstaklega eitt til. Einstein var mestallur í verkum sínum, eins og hann sagöi oft sjálfur, og verk hans eru framandi öllum almenningi, ámóta skiljanleg og lyfseð- ill á sanskrít (eöa móóurmáli manns ef því er aö skipta), svo notuö sé samlík- ing semeinhvern tíma var höfö um þetta. Þaö er svo sem engin furöa; afstæöiskenningar Einsteins, sú al- menna og sú sértæka, eru óskiljanleg- ar mörgum vísindamönnum. Þaö finnst mér mikill skaöi og meiri en segja mætti um margar aörar vísindakenningar sem eru að vefjast fyrir mönnum. Þaö er nefnilega sér- stakt um kenningar Einsteins, aö þær eru ekki einungis „réttar" heldur eru þær jafnframt listaverk. Einstein kapp- kostaði alltaf aö samræma fegurð og sannleika. Þetta sjónarmiö var mjög ríkt í honum og hafa geymzt mörg tilsvör sem lúta að því: „Hún er svo falleg að guö heföi ekki getaö hafnað henni," sagöi hann einhvern tíma um hugmynd og um aöra, sem honum þótti „ljót“: „Þetta er synd viö heilagan anda!“ Einstein olii geysilegu uppnámi í eðlisvísindunum, þegar hann birti kenningar sínar, og má jafna því viö sprengingu. Undirstööur kenningakerf- isins í eölisfræöum voru aö vísu teknar aö veikjast og bila, en varla hefur nokkurn mann óraö fyrir því aö þaö mundi falla meö þvílíku braki og brestum. Þaö eru jafnvel ekki öll kurl komin til grafar þótt liöin sé meira en hálf öld; afleiöingar afstæðiskenning- anna í eðlisvísindunum eru enn aö koma fram. Þess gætti snemma, aö Einstein skar sig úr hópi félaga sinna í fræöun- © um, átti ekki samleiö meö þeim. Engan mun aö vísu hafa grunað aö hann ætti eftir aö reynast slíkur „vandræöamaö- ur“ sem síöar kom á daginn, enda hélt hann sig utan alfaraleiöa og vissu menn lítið hvaö hann var að gera. Þaö er til þess tekið að honum gekk heldur illa í skóla. Honum hundleiddist námiö. Samt útskrifaðist hann eölis- fræöingur frá Verkfræðiskólanum í Zurich áriö 1900, en var þá búinn að fá langt til nóg af vísindunum, að sögn. Eins og algengt er um stúdenta vissi hann ekki hvaö hann ætti helzt aö taka sér fyrir hendur aö námi loknu. En 1902 bauðst honum fast starf — á einkaleyfaskrifstofunni í Bern, og tók hann því. Þar var hann a.m.k. á föstu kaupi, og starfiö ekki svo lýjandi aö menn gætu ekki sinnt áhugamálum sínum meöfram. Enda fann Einstein sér tíma til aö stunda eölisfræðin á skrifstofunni, haföi útreikninga sína í einni skrifborðsskúffunni. Var aöstaö- an til vísindaiökana öll á þessa lund; t.a.m. haföi hann enga vísindamenn að ræöa við hugmyndir sínar og skiptast á skoöunum viö, vinir hans og kunningj- ar höföu yfirleitt ekki skilning á þeim. Gekk þetta svona árum saman, aö Einstein var einn aö bauka í horni sínu, sambandslaus viö vísindaheiminn um- hverfis. Áriö 1908 heimsótti þýzki eölisfræöingurinn Rudolf Ladenburg hann á einkaleyfaskrifstofuna og sagöi Einstein honum þá aö nú væru rétt fimm ár liöin frá því hann hitti síöast eölisfræðing. . . Þó haföi hann á þessum fimm árum birt sértæku afstæöiskenninguna, rit- gerö þar sem settar voru fram hug- myndir um skammta-eðlisfræöi, og enn aöra þar sem haldið var fram jafngildi efnis og orku og sett fram sú fræga jafna E = mc! (E = orka, m = efni og c = hraði Ijóssins, þ.e. 186 þúsund mílur á klukkustund). í sértæku afstæðiskenningunni tók Einstein til meöferöar rúm og tíma og „gekk þannig frá þeim aö þau uröu ekki söm síöan". Menn höföu taliö þaö víst fram aö þessu aö rúm og tími væru fastákveöin. Hverjum manni meö heil- brigöa skynsemi þótti augljóst og ekki umhugsunarefni aö hlutir hefðu ákveöna stærö og tíminn liði jafnt og þétt. Nú leyfði Einstein sér aö efa þaö aö heilbrigö skynsemi væri óbrigðul og meöal annars í þessu efni. Hann hélt því fram aö einungis eitt í heiminum væri fastákveöið og óbreytanlegt, þaö væri hraöi Ijóssins. Vegalengdir og tími væru hins vegar breytingum undirorpin og færu eftir aðstæðum. Hvort tveggja væri afstætt. Þaö er ekki aö undra þótt þetta hljómaði framandlega þegar þaö var sett fram, því mönnum veitist ennþá erfitt að ímynda sér þaö eins og áöur sagöi. Þaö stafar af því fyrst og fremst hve reynsla manna er takmörkuö. Þeir hljóta aö miöa allt viö sjálfa sig og þær aöstæður sem þeir eiga aö venjast, og þeirra aöstæöur eru heldur fátæklegar, og lélegur mælikvarði, miöaö viö margt sem gengur á í alheiminum. Ef því yrði við komið að setja mann í staö múons (öreind í atómi) í „þeytivindu" (accelerator) og þeyta honum meö níu tíundu Ijóshraöans mundi honum skilj- ast þaö fljótlega aö tíminn breytist þegar komiö er á slíkan ofurhraða, hann líöur ekki jafnhratt viö allar aöstæöur. Múon lifir aöeins tvær örsekúndur (microseconds) hreyfingar- laust en 30 sinnum lengur nálægt Ijóshraða. í annarri ritgeröinni sem nefnd var hér aö framan, þ.e. þeirri í miöiö, hreyfði Einstein svo þeirri hugmynd fyrstur manna, að Ijós væri „bútaö niöur“ í skammta orkuagna, sem síöar voru nefndir photon. Þetta var bylting- arkennd hugmynd og átti enda eftir að valda miklu. En um skammtakenning- una og þátt Einsteins í henni er þaö annars aö segja, aö hann felldi sig aldrei fyllilega viö hana — fannst hún ekki nógu listræn... Þaö var ekki fyrr en á þriöja áratugn- um. aö kom á daginn aö skammta- kenningunni varö ekki beitt um hátta- lag atóma nema meö tölfræðilegum aöferöum. Þaö var ekki hægt aö nota hin klassísku hugtök orsök og afleiö- ingu um skammtafyrirbæri, þau uröu ekki skýrö nema meö líkindaaöferðum. Einstein var ekki frá því aö þessar hugmyndir væru einhvers nýtar, en honum var ómögulegt aö trúa því aö lausn væri í þeim fólgin. Hann taldi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.