Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 8
Kenningar Einsteins um sköpun og eðli alheims slepfiur framhjá, ekki einu sinni Ijós. Viröast þessar svörtu holur vera eins konar „geimryksugur", þær svelgja og eyöa öllu sem berst inn á aðdráttarsviö þeirra, jafnt efni sem orku. Alls er óvíst hvaö verður um efni og orku sem þær hremma, en sú tilgáta hefur verið sett fram að það komi „hinum megin“ út úr holunum og sé þá komið í annan alheim. Nú er þetta allt saman ósannaö og svartar holur reyndar alveg ósýni- legar. Hins vegar telja vísindamenn sig hafa reynt tilvist þeirra meö óbeinum hætti. Þannig er að stjarna sem sogast inn í svarta holu ætti að senda frá sér röntgengeisla ákveðinnar gerða/ rétt áður en hún hverfur aö fullu. Telja nokkrir rannsóknarhópar sig hafa mælt slíka geislun nærri ósýnilegum stjörnum. Það dugir að vísu ekki til sönnunar, en holurnar falla aö kenn- ingu Einsteins og eðlisfræðingar eru yfirleitt sammála um þaö aö þær séu til, hvað svo sem er um op í hinum enda þeirra og aöra alheima. Þyngdarbylgjur Samkvæmt almennu afstæðiskenn- ingunni „hrindir hlutur, sem nálgast annan hlut með sívexandi hraöa fyrir áhrif þyngdaraflsins", af staö þyngdar- bylgjum; til dæmis aö nefna upphefst slíkur öldugangur í hvert sinn sem eitthvað fellur til jarðar. Mjög er erfitt að greina þessar bylgjur vegna þess hve örsmáar þær eru — en vera kann aö þær séu samt fundnar. Undanfarin fimm ár hefur rannsóknarhópur stjörnufræöinga við Massachusetts— háskóla fylgzt að staöaldri með svo- kölluðu tvístirni í miklum radíókíki. Þessi stjarna sem hér um ræðir er „púlsar", þ.e. stjarna sem snýst og sendir frá sér útvarpsbylgjur jafnreglu- lega og klukka, og með henni ósýnileg- ur fylgihnöttur. Samkvæmt almennu afstæöi ættu hnettir þessir að tapa orku jafnt og þétt, þótt hægt færi, og orkan að berast burt með þyngdar- bylgjum. Af þeim sökum ættu hnettirn- ir að nálgast hvor annan smám saman. Og samkvæmt mælingum virðist þetta einmitt vera að gerast, stjörnurnar færast nær hvor annarri — og ná- kvæmlega jafnhratt og sagt er fyrir í almennu afstæðiskenningunni... Heildar- sviðið Menn hafa trúlega verið að brjóta heilann um það alla tíö á hverju veröldin byggðist, úr hverju hún væri SVARTAR HOLUR í GEIMNUM gerð. Gríski heimspekingurinn Thales taldi vatn vera undirstööu alls, samtíð- armaður hans- Pýþagóras gerði sér aftur á móti í hugarlund aö heimurinn byggðist á talnalist Og menn hafa veriö aö leita að frumpörtum heimsins allar götur síðan. Nú orðiö beinist athygli manna í þessu sambandi þó ekki aðallega að efninu heldur aö fjórum öflum — þ.e. þyngdaraflinu, rafsegul- aflinu og tvenns konar kjarnorku sem kalla mætti minni og meiri, „weak nuclear interaction" og „strong nuclear interaction". Trúa margir vísindamenn því að þessi öfl byggist öll á sama grundvallarlögmálinu og vonast til þess að þeim takist að koma saman kenningu um „heildarsviö" sem svo er kallað, þ.e. sameiginlegt svið þessara fjögurra náttúruafla. Ævintýralegt verkefni Sú þraut verður þó varla leyst í bráðina. Einstein glímdi við hana í ein þrjátíu ár en hafði ekki erindi sem erfiöi. Hann trúði því samt staöfastlega til síöustu stundar að heildarsviðið væri til og leyndardómurinn mundi Ijúkast upp fyrir mönnum fyrr eöa síöar. En margir aörir vísindamenn voru vantrúaðir á þetta svið og eru enn þótt það eigi sér líka marga málsvara eins og fyrr sagði. Leitin að þessu sameiginlega sviöi er óhemju flókið og umfangsmikiö fyrir- tæki, e.t.v. þaö ævintýralegasta sem vísindamenn eru að fást viö um þessar mundir. Til þess aö gefa mönnum ofurlítið hugboð um eöli málsins má líkja verkefni þessu við það að mönn- um væri uppálagt að finna sameigin- legar reglur um knattspyrnu, hokkí, tennis, hornabolta og skák. Leikvellirn- ir eru allir mismunandi, samsetning liöanna, og áhöldin. Þó eiga leikirnir allir ýmislegt sameiginlegt, þeir eru t.a.m. allir samkeppnisleikir... Sameiginlegt sviö tveggja afla Þaö er ekki fljótséð hvað þau fjögur öfl sem hér um ræðir geta átt sameig- inlegt. Kjarnorkan meiri, sem heldur saman atómkjörnum, knýr stjörnur himinsins og á henni byggist líka vetnissprengjan. Þessi orka er þús- und-trilljón-trilljón-trilljón sinnum meiri en þyngdarafliö. Samt verkar þessi gífurlegi kraftur ekki nema milli agna sem eru svo nærri hver annarri að nemur aðeins trilljónasta hluta úr tommu. Kjarnorkan minni er hins vegar ekki nema svo sem hundraðþúsund- asti hluti hinnar meiri. Hennar gætir að nokkru í geisluninni frá kjarnorkuúr- gangi, svo og aö nokkru leyti í orku stjarna. Hin öflin tvö eru heldur kunn- uglegri. Rafsegulafliö er t.d. að verki þegar kviknar á Ijósaperu og þegar segull dregur til sín nagla. Rafsegulafl- iö er aö styrk á milli kjarnorku minni og meiri. Loks er svo þyngdarafliö. Þaö er minnst þessara fjögurra afla en hins vegar verkar það um ótakmarkaða vegu. Það er frábrugöið hinum þrem í því aö þaö verkar á öll form efnis, og það dregur en ýtir ekki. Á árunum 1967 og '68 settu tveir vísindamenn, Steven Ewinberg við ÞANNIG VERÐUR SVÖRT HOLA TIL Geislun í“hm í kjarna Meft tím” Massi stjöínunfíar er fall- stiörnu brvsta á móti Meo Ilmanu,m orennir |nn 8aman 8V0 aft rum_ stjornu Þrysta a móti kjammn 8ig ut og 8tJarn_ . okkert Þyngdaraflinu. an tekur aft (alla 8aman> h™» " ,Jrd.-“ inn að miðju. óhomiuioat Blá risastjarn 30 sinnum stœrri en sólin, sveimar kringum svarta holu. Gas frá stjörnunni berst stöö- ugt út í geiminn. Hún er meira en milljón sinnum stasrri en svarta holan — en aó- eins brisvar sinnum .þyngri. Þyngdarafliðj Brot úr stjörnum sogast inn í svörtu holuna fyr-> ir aödróttarafl t hennar og tortím-, l Bæöi Ijós og efni hverfur meó öllu niður í svörtu holuna ef þaö kemur of nærri henni. . éhemjulegt. | /k Gas frá stjörn- unni sogast inn í holuna. Um leiö i hitnar baö um_ milljarö^£T7fjTl , ^ Sumt af heitu gasinu frá stjörnunni dregst aö svörtu holunni fyrir aödráttarafl hennar, sameinast sveipnum um holuna og eykur honum afí. ÚTGANGUR Menn eru aö ímynda sér aö útgangur sé úr svörtum holum og stjarna sem sogast inn í holu komi út aftur í „öörum heimi“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.