Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 5
þetta vinnutilgátur. „Mér segir svo hugur aö sannleikurinn í málinu sé ófundinn enn," segir hann um þetta í bréfi til Max Born. Honum fannst tölfræöi ekki hæfa heimsmyndinni, skikkan skaparans var listaverk, töl- fræöi aftur á móti gróf. „töfrabrögð" og sagöi hann um þetta sem frægt er, aö guö kastaði ekki upp teningum um fyrirkomulagið í veröldinni. En þetta var nú löngu seinna eins og sagöi aö framan. Ariö 1905 voru kenningar Einsteins ekki einu sinni komnar til umræðu. Þaö vissu fáir af þeim og þeir fáu sem lesiö höföu ritgerðirnar þrjár sem hann birti þetta ár vissu ekki gjörla hvaö halda skyldi. Nú á dögum gæti maöur oröiö frægur samstundis af svona uppgötvunum. En Einstein var lengi aö komast á fram- færi. Hann sat á einkaleyfaskrifstofunni allt til 1909. Þá fyrst fóru kenningar hans aö spyrjast. Þetta ár hélt hann erindi á vísindaþingi og fékk upp úr því kennarastööu viö Zúrichháskóla. Varö frami hans nú skjótur og mikill. Hreppti hann fjögur eftirsótt embætti á fimm árum, í Zúrich, þá Prag, aftur í Zúrich og loks prófessorsstööu í Berlín og embætti forstööumanns Eölisfræöi- stofnunarinnar sem kennd var við Vilhjálm keisara. Var hann nú kominn hér um bil eins hátt og komizt varö í vísinda- heiminum þýzka. Hann var þó ekki allskostar ánægöur. Hann haföi aldrei kunnað aö meta Þjóöverja, ævinlega tortryggt þá. Hann haföi sagt upp þýzkum ríkisborgararétti þegar áriö 1896, aðeins 16 ára gamall. Aldrei lét hann af tortryggni sinni um Þjóöverja og hélt því fram til æviloka aö þeir væru yfirhöfuð við- sjálsgripir. Þetta kann aö hafa þótt jaöra viö bilun um og fyrir alda- mót en þaö breyttist þegar kom fram á þessa öld og þarf ekki aö rekja þaö hér. Þaö hefur veriö nokkuð djarflegt á þessum tíma aö veita Einstein forstöðu- mannsembættið viö Eðlisfræðistofnunina. Stofnunin hin virtasta af sínu tagi í öllu ríkinu en Einstein útlenzkur aö ætt— og Gyöingur í þokkabót. En af þessu sést, að orðstír Einsteins hefur veriö oröinn mikill þegar áriö 1913. Stöðuveitingin reynd- ist borga sig, því þaö var þarna aö Einstein lauk viö meistaraverk sitt, almennu afstæöiskenninguna. Þar tekst hann á viö þyngdarafliö, reynir aö skýra þaö. Hann komst eitt sinn þannig aö orði viö kollega sinn Philipp Frank, aö „ég hef enga þolinmæði með vísindamönn- um sem reyna aö stytta sér leiö og spara sér fyrirhöfn í leitinni aö lausn- um“. Þetta varö ekki heldur sagt um hann sjálfan. Hann var reiöubúinn aö verja árum og áratugum jafnvel til þess aö leysa vandamál sem upp kynnu aö koma, svo fremi sem þau væru þess virði. í almennu afstæöiskenningunni er þyngdaraflið skýrt meö snilldarlegum hætti, gerö er grein fyrir misræmi sem vitað var um í heimsmynd Newtons og gangi himintungla og sagt er fyrir ýmislegt sem ekki varö sannaö fyrr en seinna svo sem þaö aö Ijós „bognar" þegar þaö fer nærri massífum fyrir- bærum, t.a.m. sólinni. Menn höföu líka haft það fyrir satt sem Newton sagði, aö reikistjörnurnar héldust á brautum sínum fyrir sakir ákveöins afls sem verkaöi um rúmiö allt, en nú hélt Einstein því fram að rúmiö væri „bog- iö“ og reikistjörnurnar „rynnu" bara eftir boganum eins og járnbrautarlestir á bognum sporum. Einstein varö heimsfrægur í einu vetfangi áriö 1919, þegar spásögnin um sveigjanleik Ijóss í almennu af- stæöiskenningunni sannaðist í sól- myrkva. Var Einstein jafnaö viö New- ton, Galíleó og Aristóteles, blaöamenn tóku aö elta hann á röndum, leitaö var til hans í tíma og ótíma um svör viö sundurleitustu vandamálum og stuðn- ing við alls kyns baráttumál eins og fer fyrir flestum sem frægir veröa af einhverju tilefni og hélzt svo alla tíö síöan. En jafnframt má segja meö nokkrum sanni aö tekiö hafi aö halla undan fyrir Einstein og hann hafi aldrei oröiö samur vísindamaður upp frá því. Nokkuö er þaö aö á þeim hálfum fjóröa áratug sem hann liföi eftir aö almenna afstæöiskenningin sannaðist vann hann aldrei nein afrek í líkingu viö hana eða hinar fyrri uppgötvanir sínar. Þaö kann aö vera að áhugi hans á efnum óskyldum vísindum hafi dreift huga hans helzt til mikið; þaö má nefna zíonisma og al- heimsstjórn af fjöl- mörgum. Þaö kann líka aö hafa fariö svipað fyrir honum og Bertrand Russell eftir Principia Mathematica, aö hann hafi oftekiö sig á afstæðiskenningunni og ekki „náö sér“ eftir þaö. Sjálfur sagöi hann þaö um hæfileika sína aö „ég hef fátt til brunns aö bera nema óhemjulega þrjózku. Jú, ég er reyndar nokk- uö þefvís líka". Hann hélt líka áfram aö leita lausna og taldi sig vera á slóöinni, en hann fann aldrei það sem hann vildi fundið hafa. Hann vildi koma saman kenningu sem tæki bæöi til þyngdar- afls og rafsegulafls. Þaö tókst honum ekki, og öðrum hefur ekki gengiö betur. Þegar Einstein setti fram jöfnu sína um orkuna og efniö áriö 1905 varö ekki séð aö hún heföi nokkra þýöingu utan eölisfræöinnar sjálfrar. Hann gat ekki komið auga á þaö fremur en Rutherford, aö nokkurn tíma yrði hægt aö nýta kjarnorkuna. Það varö þó Ijóst, þegar kom fram undir 1940, að báðum haföi skjátlazt í því efni. Þaö var þegar mönnum tókst loks aö kljúfa atómiö. Eölisfræðingar sáu þeg- ar fram á vopn meiri og öflugri en áður höföu þekkzt og mætti jafnvel eyöa heilum löndum meö þeim. Fór nú aö fara um menn því vel var hugsantegt aö Þjóðverjar kæmu sér upp kjarn- orkuvopnum og þyrfti varla aö sökum aö spyrja ef þeir yröu á undan. Þaö var Einstoin var lítill tilhalds- maður í klæðaburði ok gekk ííjarnan með prjónakollu á eíri árum. Ilann dó 1955, cn enginn skildi sfðustu orð hans, því þau mælti hann á þýzku. Afaniíaskil í lífinu: Ameríkufarið leKKst að bryKKjuíNew York ok Einstein, sem hér er ásamt konu sinni. er alhúinn þess að byrja nýtt líf í nýju landi. í Bandarikjunum var honum tekið mcð fÖKnuði. BRÉF OR ÚT- LEGÐ Oxford, 7.4 1933. Til Max von Laue. K»ri Laue: Mér hefur borizt til eyrna aö nafn mitt standi enn í félagstali ýmissa samtaka heima og gæti bakað vinum mínum og kunningjum vandræöi. Því þætti mér gott ef þú vildir sjá svo um við tækifæri aö þaö yröi strikað út úr bókum þessara félaga.... Princeton, 27.1.1934. Til Max Planck. Heiöraöi starfsbróöir: Ég þakka vinsamlegt bréf yöar dagsett 15. þessa mánaöar. Mér skilst á því aö þér æskiö umsagnar minnar af því aö nú stendur til aö úthluta viöurkenningu þeirri. sem kennd er við yður, Planck-oröunni, og er mér Ijúft aö veröa við þessu. Þér gerið þaö að tillögu yöar aö þeim Born og Schröd- inger veröi veitt viöurkenningin í þetta sinn, og ég get tekiö heilshugar undir þaö. Lýsi ég mig hér meö fullkomlega samþykkan. Yöur sendi ég vinarkveðjur, þakka yöur frábært starf viö óvanalegar aöstæður og óska yður farnaöar. Princeton, 23.3.1934. Til Max von Laue. Kœri gamli félagi: Mjög fagna ég fréttum af þér. Ég hef alla tíð haldið því fram aö þú værir ekki aöeins klár í kollinum heldur kempa aö allri gerö og ég er þeirrar skoöunar enn! Karinski sé ég þig enn skýrar fyrir mér handan um hafið en úr nálægöinni áöur... ... En mér verður stundum hugsað til þess í seinni tíö aö þessi fámenni hópur okkar hér forðum, svo samheld- inn og samhuga sem hann var, hafi verið einstæöur og þaö eigi ekki fyrir mér aö liggja aö komast í annan eins félagsskap aftur... Princeton, 9.8.1946. Til Max von Laue. Kæri Laue: Mjög þykir mér vænt um þaö aö þú manst eftir mér enn þrátt fyrir aljt. Ég á þaö sannarlega ekki skiliö. Ég hef vanrækt vini mína og á skammir skildar fyrir svívirðilega pennaleti. Ég vil þó aö þú vitir aö mér er Ijóst aö þú hefur staöiö þig afburöa vel og aldrei haggast öll þessi ár þótt mjög hafi á þér mætt. Þú hefur aldrei látiö bilbug á þér finna, veriö vinum þínum og hugsjónum fullkomlega trúr. Slíkt er fáum gefiö. Þetta er metið mikils erlendis og er þaö sannarlega aö veröleikum; þiö hafiö átt erfiöara en orð fá lýst. Princeton, 14.12.1946. Til Arnold Sommerfeld. Kœri Sommerfeld: Það gladdi mig mjög aö fá bréfið frá yöur; þarna voruö þér Ijóslifandi kom- inn eftir öll þessi dimmu og döpru ár. Þaö heföi víst hvorugur okkar getaö rennt grun í það sem koma skyldi, enda hefur þaö yfirgengiö allt sem áöur þekktist. Ég legg hér meö bréfaskiptum mínum við Akademíu Bæjaralands. Þjóöverjar myrtu bræöur mína Gyö- inga í Evrópu svo milljónum skipti; hér eftir get ég hvorki né vil eiga nein samskipti viö Þjóðverja, jafnvei ekki stofnun á borð viö akademíuna þótt hún veröi aö teljast næsta meinlaus. Ööru máli gegnir um einstaka menn, þá er risu sem klettar úr hafinu, þá sem aldrei létu bilbug á sér finna þótt aö þeim væri kreppt en héldu fast viö trú sína og hugsjón. Þaö gladdi mig mjög er ég reyndi þaö að þér eruð einn af þeim. Princeton, 28.1 1949. Til Otto Hahn, forseta Max-Planck-félagsins. Kæri Hr. Hahn: Mér sárnar það aö veröa aö svara yður neitandi, einmitt yöur, einum fárra manna sem haldið hafa reisn sinni undanfarin ár. En ég á engra kosta völ. Glæpur Þjóðverja er svo viðurstyggi- legur aö ekki eru dæmi til annars eins í allri sögu svokallaðra siömenntaöra þjóöa. Og frammistaða þýzkra menntamanna, sem stéttar, var engu betri en skrílsins. Þaö örlar jafnvel ekki á iörun, vottar ekki fyrir vilja til þess aö bæta fyrir, þótt í litlu væri, hina hroðalegu glæpi sem búiö er að drýgja — aö svo miklu leyti sem yfirleitt er hægt aö bæta fyrir þá. Viö svo búiö get ég ekki fengiö mig tíl þess aö leggja nafn mitt viö nokkurn skapaöan hlut viðkomandi þýzka ríkinu, né í þýzku þjóðlífl. Þaö er einfaldlega af þrifnaö- arástæðum að ég neita. Hitt vil ég svo aö þér vitið aö þetta gildir ekki um okkar kynni: þau veröa vonandi alltaf jafnánægjuleg hér eftir sem hingaö til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.