Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 12
Unglingur á breiðstræti HANN stendur hugsi á stéttinni úti fyrir gistihúsinu, litli maðurinn okkar, kom: inn þangaö alla leiö lengst úr norðri. Á þessari stétt hefur hann nú boöiö lífinu góöan dag í heilan mánuö. Hann fluttist hingaö eftir aö gistihúsiö, sem hann haföi áður hafst viö í, varö gjaldþrota. Kynvillingarnir, sem höföu áöur rekiö þaö, aumkuðust þá yfir þennan geöþekka, draumlynda, íslenská svein úr djúpum dali og bentu honum bréflega á þetta ódýra gistihús hér viö breiöstrætiö. Saklausi ferðalangurinn okkar hefur óneitanlega lent í fagurri borg. Honum finnst hún eiginlega vera bæöi stór og smá. Honum er sagt aö íbúafjöldi hennar sé viölíka mikill og íslendingar margfaldaöir meö tveim. En allt þaö, sem ferðamaöurinn þarfnast, er þarna saman komið á örlitlu svæöi: gistihús, veitingastaöir, margar tegundir versl- ana, skemmtistaöir, söfn, skrautlegir lystigaröar, sjávarströnd. Og yfir allt þetta hellir júlísólin svo til lóöréttum geislum sínum. Strætiö, sem sveinninn af noröur- hjara veraldarinnar hefur lent í, er orðið heimur hans í hnotskurn. Þaö er nákvæmlega 107 skref hans á lengd, frá austri til vesturs. Hann hefur mælt þaö eins og sannkallaður landnáms- maöur, aö vísu ekki á spannar kvaröa, en meö sínum stuttu skrefum. Til aö kóróna þetta landnám hins norræna afkomanda víkinganna er rétt aö geta þess aö strætiö er heitiö eftir frægum helgum dómi sem að vísu er staðsettur í götu spölkorn þaöan. Engu aö síður er þaö fyrir bragðið eins konar helgibraut, via sacra , í meövitund aökomumannsins. Og fólkið, sem starfar þarna, er allt einkar geöfellt. Það er brosmilt, kurteist og aölaðandi í dagsins önn. Honum virðist þaö í engu vilja vamm sitt vita. í þessu 107 stuttskrefa stræti eru rekin hvorki meira né minna en 23 fyrirtæki. 20 þeirra eru á neöstu hæð, öll í 5 hæöa húsum sem rísa eins og bergveggir og byrgja sýn til suðurs og noröurs, en 2 gistihúsanna 3ja eru á 5 hæöum. Hin fyrirtækin eru: 4 veitinga- staöir, 2 töskubúöir, 1 flugfélagsskrif- stofa, 1 loðskinnavöruverslun, 1 skóbúö, 2 hárgreiðslustofur, 1 nektar- myndasala(sexashop), 1 skartgripa- búö, 1 vefnaöarvöruverslun, 2 útvarps- og sjónvarpsverslanir, 1 forngripa- verslun, 1 nærfatabúö, 1 Ijósmynda- vörubúð, 1 bílageymsla og bensínsala. Ungi maðurinn okkar hefur margtal- iö þessi fyrirtæki og undrast fjölda þeirra og margbreytni við jafn örstutta götu. Annað, sem vekur furðu hans, er hve þröngt er um sum þessara fyrir- tækja. Aldrei hefur hann séö aöra eins gernýtingu húsnæðis. Á einum veit- ingastaönum, þar sem selt er út um dyr og glugga og op, eru þrengslin ótrúleg. Afgreiöslufólkiö kemst þar varla fyrir. Samt selur þaö feiknin öll af mat og drykkjum frá því eldsnemma morguns og þar til allri umferö lýkur misseint aö nóttu. í hinni brosmildu tilveru breiö- strætisins, þar sem allir viröast vilja öllum vel í einingu andans og bandi friðarins, liggur viö aö okkar maöur sé orðinn kunnugur starfsfólkinu hjá flest- um fyrrnefndra fyrirtækja, þrátt fyrir nauma kunnáttu hans í tungumálinu sem þarna heyrist og eitt viröist mönnum munntamt. Sjálfur hefur hann orðið aö bjargast viö kennslubókar- lærdóminn aö heiman auk vasaoröa- bókarinnar þó aö hvort tveggja reynd- ist bagalega haldlítiö þegar í nauöirnar rak. Austur af strætinu blasa viö tré eins fegursta skrautgarös álfunnar sem geröur var fyrir nokkrum áratugum af frábærri þekkingu og verksviti án dýrkeyptrar, erlendrar lántöku. í þessum lystigarði situr pilturinn aö norðan löngum og hugsar sitt ráö, allur á valdi kyrröar, feguröar og framtíðar- drauma. En í vesturátt eru gatnamót. Þar mætir strætið hans fjórum öörum götum sem liggja hver í sína átt eins og geislar út frá elsta bletti þessa borgar- kjarna. Þarna á gangstéttunum er viss reimleiki á flestum tímum dags, en þaö fyrirbrigði haföi ekki enn opinberast okkar manni þegar hér var komiö sögu. DAGARNIR líöa í algleymingi draum- óramannsins. Svo er þaö einn morgun á mínútunni 10 að pilturinn stendur í anddyri gistihússins þar sem bréfa- kassi þess er festur á vegginn frammi viö dyr. Hann hfyrir fótatak og sér hvar forstöðukonan kemur og opnar kass- ann. Hún andvarpar og segir: „Rétt einu sinni hefur pósturinn bjánast viö aö láta hér bréf til mæögn- anna í töskubúðinni. Hann ætti þó orðiö aö þekkja póstkassann þeirra frá kassanum okkar!" íslendingurinn skilur hrafl af af þessu og gagnvermdur greiövikni sveita- mannsins um aldir segir hann á bjög- uöu máli: „Ég skal taka bréfið til mæögnanna. Ég á erindi viö þær. Mig vantar bóka- tösku." Hótelstýran fær honum bréfiö, áhugalaus um afdrif þess, og nú hefst hálftíma biö. Á töskubúöardyrunum stendur skrifaö aö búöin veröi opnuö eftir 12 mínútur og pilturinn tekur sér þar biöstööu meö bréfiö í hendinni. Von bráöar birtist þarna roskin kona sem líka á erindi í töskubúöina. Hún bíöur 20 mínútur, en þegar mæögurn- ar sjást ekki enn, tekur hún aö ókyrrast og kveöst verða aö hraöa sér á fund sem sé aö hefjast. Segir nú ekki af íslendingnum fyrr en liönar eru 40 mínútur. Þá gefst hann einnig upp viö aö bíöa og leggur bréfiö til tösku- búöarinnar ofan á bréfakassa gisti- hússins í þeirri góöu trú aö réttur viðtakandi þess muni koma þar auga á það. Um hádegisbil kemur hann aftur af venjulegri morgungöngu og lítur þá inn í töskubúöina til aö kaupa sér bóka- töskuna. Honum er vinsamlega tekiö. Hann segir mæögunum frá bréfinu sem hann haföi staðið með í höndun- um löngu eftir aö þær ætluðu aö vera búnar aö opna búöina sína. Sú yngri skýst þá inn í anddyri gistihússins og ætlar aö sækja bréfiö — en þá er þaö horfiö. Og nú gerast heldur en ekki tíöindi. Mæögurnar í töskubúöinni breytast í einu vetfangi úr brosandi dýröarverum í háværar nornir. „O — hún hefur stoliö því, bölvuö skrukkan, sem á þetta hús. Þaö er ekki fyrsta bréfiö til okkar sem hún hirðir!" hvæsir móðirin. Smásaga eftir Sigurð Skúlason magister Endurbirt vegna brenglunar Teikning: Jón Reykdal „Þetta er engin sómadrós; hún er siðlaus, þaö hef ég alltaf vitaö!" æpir dóttirin. „Hverju er svo sem viö aö búast af fyrrverandi götudrós í ööru eins laus- lætishverfi og hér?" segir móöirin. Og þannig rausa mæögurnar góöa stund, en íslendingurinn skilur því miöur lítiö af fullyröingum þeirra því aö oröavaliö hefur hvorki komið fyrir í kennslubók hans né vasaorðabók, hvaö þá heyrst á námskeiöinu heima. Eftir nokkurra mínútna raus færast umræöurnar þarna í búöinni af tilfinn- ingasviöinu inn á rannsóknarsviö. íslendingurinn, sem nagar sig í handar- bökin fyrir aö hafa ekki geymt bréfiö til mæögnanna í vasa st'num, er nú spurður í þaula um stærö umslagsins og hvernig rithöndin á því hafi litið út. Þessu er býsna torvelt aö svara fyrir draumlyndan hugsjónamann sem er önnum kafinn viö aö reisa kastala í blálofti hásumarsins miklu ofar jarö- neskum stigahúsum. En áöur en varir eru lagöar á borðið fyrir framan hann ekki færri en þrjár stæröir umslaga meö mismunandi rithöndum á nafni töskubúöarinnar. Og með fyllstu ein- beitingu sveimhugans tekst svo giftu- samlega til að unglingurinn fullyröir aö bréfiö í kassa gistihússins hafi veriö í umslagi af minnstu geröinni og meö nákvæmlega sömu utanáskrift. „Ágætt," segir dóttirin. „Þá er allt í stakasta lagi. Þetta hef ég sjálf skrifaö. Það er greinargerö fyrir seldri vöru til tollaranna sem þeir endursenda mér síöan. Fraukan, sem á þetta hús, hefur áöur stoliö sams konar bréfi frá okkur. Hún reynir aö gera okkur allt til miska sem hún getur. Nú vill hún losna viö okkur héöan úr húsinu til þess aö geta fengið hærri húsaleigu en viö borgum og hefur þess vegna sagt okkur upp húsnæöinu." Ræöur mæögnanna hafa smám saman færst í rólegra horf. Þær tala orðiö hægt og meö þagnarbilum milli oröanna eins og innbornir búöarmenn gera hér oft til skilningsauka þegar þeir eru aö selja útlendingum vöru. íslend- ingurinn spyr konurnar hvort þær vilji ekki gera fyrirspurn um bréfiö til forstööukonu gistihússins, en þær yppta öxlum í takt og segjast ekki kunna viö þaö. Dóttirin endurtekur þá aö hún viti hvaö lokaða umslagiö hafi haft að geyma og kveöst geta ráöiö fram úr vandanum meö því aö hringja til tollbúöarinnar. Þá tekur afkomandi séra Barna-Sveinbjarnar í Múla á sig rögg og segir: „Ég skal þá fara upp í skrifstofu og rannsaka máliö fyrir ykkur. Þaö kemur mér líka viö. Mér hafa oröiö á ófyrirgef- anleg glöp. Aldrei heföi ég haldiö aö neitt þvílíkt gæti átt sér staö í þessari paradís." Reiöin rennur á svipstundu af mæögunum og sama Ijúfmennskan Ijómar af ásjónum þeirra og pilturinn haföi áður átt aö venjast. Þær þakka vinsemd hans innilega og bjóöa honum drjúgan afslátt af bókatöskunni. En liðsemd hans stoðar ekki. Konan í gistihúsinu segist hafa fengiö honum bréfiö eins og hann hljóti aö muna. Þegar hann biður hana aö hringja upp á efstu hæö hússins, þar sem sú býr sem á alla þessa miklu húseign, fæst ekki annaö svar en þetta: „Ég hef ekki séö neitt bréf til þessarar bannsettrar töskubúöar!" Meö þessi svör trítlar okkar maður niöur stigann. SVO LÍÐA þrír dagar óskaplegra, íslenskra heilabrota. Loftkastalar þok- ast jafnt og þétt í átt til jaröar. Heima Kramhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.