Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 11
Hvernig er hœgt að gleyma veðrinu? Nokkur orð í tilefni greinar Bjarka Jöhannessonar Calwer Passage, geysistór yfirbyggöur kjarni í Stuttgart í Vestur-Þýzkalandi: 19. aldar hugmyndin um borg undir gleri hefur veriö dregin fram í dagsljósiö og bykir geta stuölaö að Því aö gera borgir manneskju- legri. The Mall, Toronto í Kanada: Yfirbyggt verzlana, bjónustu-, veitingahúsa og skemmtistaöasvæöi, sem byggt er upp eins og gata og er á stærð viö Austurstræti. hafa þaö aö ganga í skólann, þótt fulloröna fólkið treysti sér ekki milli húsa nema á bílum. Lág og miklu samtengdari byggö mundi án efa draga úr verstu veður- farsáhrifunum, en dugar líklega því miöur ekki til þess aö nokkru sinni myndist iöandi utanhússmannlíf hér, líkt og sjá má í heitari löndum. i áöurnefndri grein segir Bjarki ennfrem- ur: „Sjálfur hef ég búiö erlendis í nýlegu hverfi, þar sem tekiö hefur verið fullt tillit til þeirra, sem heima sitja, og veit þess vegna, aö hægt er aö gæöa íbúöahverfin lífi“. Þetta er alveg rétt hjá Bjarka, — og flestir vita víst fullvel, aö þetta er næsta auðvelt suöur í Evrópulöndum, þar sem veröur alvöru sumar. í fyrsta lagi er töluveröur munur á því hvort hitinn er 10 eða 20 stig. í annan staö eru erlend hverfi af þessu tagi venju- lega ríkulegum gróöri vafin og þar hreyfir naumast vind á okkar mæli- kvaröa. í þriöja lagi eru þar veitingahús meö verðlagi sem gefa venjulegu fólki kleift að nota sér þjónustu þeirra og ölstofur eöa bjórkrár, sem venjulega eru hinn eölilegi samkomustaöur fólks í íbúöahverfum. Uppá síökastið hefur færst í vöxt, einkum í Bandaríkjunum, að byggöir séu geysistórir verzlana- Nýr miðbæjarkjarni í enskum smábæ: Torg, sem er iðandi af lífi og veröur „leiksviö lífsins" eins og Lewis Mumford segir í bók sinni, „The City in History". Menn dreymir um aö hægt sé aö skapa hliöstæöur pess hór, en vegna veöráttunnar er bað dæmt til aö mistakast. fólkiö skuli ekki sitja fyrir utan blokkirnar sínar aö boröa ís í blíöunni. Bæöi viö Álfheimablokkirnar og allar aðrar blokkir hvar sem er, myndast haröir vindstrengir og flestir flýta sér sem mest þeir mega aö koma sér inní bíl, þegar leið þeirra liggur út úr dyrunum. Sízt af öllu ætti þaö aö vera undrunarefni, aö ekki sé iöandi og fagurt mannlíf á lóöum og torgum og gatnamótum, þegar hitastigiö er lang- tímum saman niöri viö núlliö meö bítandi noröan garra líkt og veriö hefur ríkjandi á þessu vori. Stundum eru skólabörn eina fólkiö, sem sést á ferli gangandi, vegna þess aö þau láta sig Veruleikinn hjá okkur birtist eins oft í láréttri rigningu, kulda og rokbarningi og parf eng- an að undra pótt götulíf veröi meö eilítió öðrum brag en gerist sunn- ar í álfunni. UMHVERFI Bjarki Jóhannesson arkitekt og verkfræöingur hefur ritaö nokkrar greinar hér í Lesbók um vanda skipu- lags og nútíma arkitektúrs. Hann er einn þeirra, sem eiga bágt með aö sætta sig viö Síberíubraginn á nýju íbúöahverfunum okkar og greinar hans bera einatt meö sér einlægan umbóta- vilja. Prófverkefni hans var nýtt skipu- lag fyrir Reykjavík og þar geröi hann ráö fyrir lágri byggö eins og tveggja hæöa húsa á flugvallarsvæðinu og var sú lausn birt hér í blaðinu. Eins og fleiri sem fjalla um um- hverfismál og skipulag hefur Bjarki velt því fyrir sér, hvers vegna ekki hefur tekizt aö forma borgarbyggö, sem jafnan væri iöandi af mannlífi og hægt er aö finna dæmi um á óteljandi stööum erlendis. Hann víkur aö þessu í síðustu grein sinni: „Hreyfanlegi hópur- inn — og hinir“, sem birtist í Lesbók 2. júní. Ég kem að því hér vegna þess aö mér þykir gæta hjá Bjarka samskonar skilningsleysis á veöurfarslegri sér- stööu íslands og svo oft hefur oröiö vart meðal kollega hans. Ef arkitektar og skipuleggjendur heföu þennan skilning í ríkum mæli, liti byggðin í Reykjavík og víðar í fyrsta lagi allt ööruvísi út. Þá hefðu aldrei veriö byggð hús meö flötum þökum til eilífrar hrellingar og einhverskonar Kaliforníu- stíll í gluggum heföi þá heldur ekki veriö fluttur inn, en þaö er dálítiö annaö mál og veröur ekki frekar fariö út í þá sálma. Ástæöan fyrir þessu skrifi er spurningin um „iöandi mannlíf1' á götum og torgum, sem ævinlega er skemmtileg sjón og gefur hugmynd um eitthvaö, sem nefnt hefur veriö „lifandi borg". Manni kemur í hug Strikið í Kaupmannahöfn á góöviörisdegi aö sumariagi, Spænsku tröppurnar í Róm, útiveitingahúsin í París eöa jafnvel sumir nýju miöbjæarkjarnarnir, sem Bretinn hefur veriö aö byggja uppá síökastið. Ekkert sambærilegt er til hjá okkur og fagmenn á þessu sviöi eins og Bjarki Jóhannesson undrast það mjög. Hann sagöi í áðurnefndri grein: „Segjum svo aö viö byggjum t.d. í blokk viö Álfheimana, sem er ósköp venjulegur staöur. Þegar viö förum út, komum viö út á bílastæöi og aöeins meö því aö fara hringinn í kringum húsiö, komumst viö út á lóð. Þar er ekkert nema gras, ekkert aö gera, engin sæti, ekkert fólk, ekki einu sinni börn, því leiktæki eru í mesta lagi einmanaleg róla eöa sandkassi. Með því aö fara út á götu komumst við út í búð, og þar hittum við e.t.v. einhvern, sem viö þekkjum, og síðan förum viö aftur heim. En hvar er þá allt fólkiö?" Já, hvar skyldi fólkið vera? Hvers vegna ætli þaö komi sér ekki upp bekkjum og borðum úti á lóðinni, þar sem þaö gæti setiö undir fallegum sólhlífum. Og hvers vegna ætli þaö sé heldur ekki aö spásséra þarna um Álfheimana og annarsstaöar? Þeir dagar koma æöi oft, aö jafnvel í hjarta Reykjavíkur, sjálfu Austurstræti, eru sárafáir gangandi á ferð; þeir viröast ævinlega vera aö flýta sér, halda aö sér yfirhöfninni um leiö og þeir setja hausinn í veöriö. Veðriö já, — ætli þaö eigi annars einhvern þátt í þessu; þátt sem arki- tektar og skipuleggjarar hafa kannski ekki tekið eftir og undrast mjög aö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.