Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 5
Jefferson
„Sú stjórn er bezt, sem stjórn-
ar minnst“.
fæöingarfylki Jeffersons, nokkrum vikum
fyrr en Sjálfstæöisyfirlýsingin:
Allir menn eru aö upplagi jafnfrjálsir
og sjálfstæöir og eru fæddir til vissra
réttinda, sem þeir geta ekki tekiö af
niöjum sínum meö nokkrum stjórn-
unarsáttmála í ríkisskipulagi; þaö er
aö njóta lífs og frelsis og aö geta
eignast og varöveitt eignir og leitaö
hamingju og öryggis.
Þessi fimm orö — líf, frelsi, eign,
hamingja og öryggi — koma fyrir aftur
og aftur í rökræöum um anttúruréttinn.
í stjórnarskránum, sem amerísku fylkin
tóku sér á byltingarárunum, eru þessi
fimm orö ofarlega á blaöi. í flestum þeirra
er eignarrétturinn ófrávíkjanlegur réttur
kominn frá Guöi eöa Náttúrunni nema
hvorttveggja sé. Og eitt hugtakiö leiöir af
öðru að vissu leyti. Þetta eru ennfremur
einstaklingsréttindi, þ.e. réttur á einstakl-
ingsöryggi, persónufrelsi og einkaeign.
Þannig má ætla, aö flestir Bandaríkja-
menn á tímum Jeffersons hafi haft
staðfasta trú á eignahyggjunni og þar
meö einkaeigninni, þó aö hún nái einnig
yfir fleiri þætti. Tom Paine, sá róttæki
maöur, kominn frá Englandi, sem kynnti
undir byltingarbál í Ameríku meö skrifum
sínum, hann vildi heldur ekki róta viö
eignarréttinum. „Ég hiröi ekki meir um
George Washington
Peningasöfnun var lágkúruleg,
en jaröabrask var engin
skömm og George Washing-
ton, sem var amerískur heið-
arleiki holdi klæddur, hafði
slíka iðju að dægradvöl.
Forsetavaldiö
„Á þessum áratug hefur trú
Frjálslyndra á sterku forseta-
valdi stórum misst áhrifamátt
sinn ... áberandi er vaxandi
vantrú á ríkisforsjá, félags-
hyggju eða hvað sem kalla má
ákveöna hreyfingu á okkar
öld“.
auö en hver annar", sagöi Paine, „en ég
sé þó ágæti auðsins, því að hann getur
komiö góöu til leiöar."
Hvaö átt er viö meö eign
í huga Jeffersons og landa hans haföi
orðiö eign (property) ýmiss konar
merkingu, en allajafna hlutlausa ellegar
þá jákvæöa. Þaö gat gefið til kynna
trygga og virta þjóðfélagsskipan, og þá
tengt oröinu propriety (velsæmi). í
pessum skilningi tilheyrði eignin „góö-
um og gegnum“ borgurum, sem stóö
undir eign sinni. Oröiö var einnig notaö
í víöari merkingu sem tákn fyrir
náttúrurétt manna. Þaö var Þannig
skemmtileg breidd í þv(: Það gaf til
kynna, aö tryggur einkaeignarróttur
væri hornsteinn í siömenntuöu samfél-
agi, en þaö var einnig tákn um siögæði
og persónugildi manna — undirstrikaði
einstaklingseinkenni þeirra.
Hver maöur, sagöi James Madison
(sem tók viö af Jefferson á forsetastóli)
á „rétt á sinni eign“ og „rétturinn er
hans eign.“ Forfeöur vorir, sem stofn-
uöu Bandaríkin, álitu hvern mann færan
um aö láta gott af sér leiöa og afla
veraldargæöa, vegna þess aö hann
haföi olbogarými til hugar og handa;
engin ríkisstjórn var svo mikil fyrir sér
aö hún þrengdi kost hans, enginn
óþokkalýður fékk aö leika lausum hala
og ræna hann og rupla, enginn erföaaö-
all haföi forrétt á gnægtalandi því, sem
lá aö fótum hans.
Þegar hér var komiö sögu, vor nokkur
óvissa í lofti um þaö, hversu mikil
ágirnd rýmdist ( eigninni. Þaö virtist
eölilegt, aö saman færi sjálfstæöi þjóö-
ar og einstaklings og eignarhald og
aukning á eigin jarönæöi. Sjálfseignin
ein skapaöi sanna sjálfsvitund. Einka-
eignin var í órjúfanlegum tengslum viö
persónuleikann. Manngildiö var virt út frá
eigum manns; prófraunin var sú, hvort
hann átti sjálfan sig.
Svertingjar og indíánar
Það sem setti kenninguna úr skorðum
var auövitaö sú staöreynd, aö þrælahald
viögekkst í suöurríkjunum. Þrælahald var
tímaskekkjan í viðleitni Ameríkumanna til
aö koma á eignalýöræöi. Hér höfum við
aöeins tekiö til meöferöar hugmynda-
fræöi, sem var ríkjandi hjá hvítum karl-
mönnum í Ameríku. Þar voru konur
einnig um langt skeiö utan garös. Annar
stór hópur stóö einnig utan viö þennan
Indíánar
Ef einhverjir máttu kallast
upphaflegir eigendur landsins,
þá voru það Indíánar. Meö
hvaöa rétti var hægt að svipta
þá eignarréttinum?
rétt — amerískir indíánar. Ef einhverjir
máttu kallast upphaflegir eigendur lands-
ins, þá voru þaö indíánarnir. Meö hvaöa
rétti var hægt aö svipta þá eignarréttin-
um?
Helsta réttlætingin var sú kenning
Lockes, aö sá fengi rótt á jarönæði, sem
bætti hana. En aö almannaáliti hreyföi
indíáninn ekki hönd til jaröarbóta, þar
sem leiö hans lá um. Hvíti bóndinn jók
hins vegar almannaauð meö því aö sjá
öðrum fyrir fæði. Indíánarnir voru veiöi-
menn, sem þurftu mikið landsvæöi til aö
draga fram lífiö og framleiddu ekkert
aukreitis handa öörum. Veiðimannsstigið
kom á undan bændabúskapnum í
þróunarsögunni og átti því enga framtíð
fyrir sér. Þessa röksemd mátti sjá hvaö
eftir annað allt fram undir 1890.
1881 var harkalega stungiö á þjóöar-
kauni í bók Helen Hunt Jackson
Smánaröld (A Century of Dishonor), sem
vakti samvisku margra um ilia meöferö á
indíánum. Frjálslyndi þingmaöurinn Carl
Schurz brá viö meö því aö skrifa, aö eina
leiöin til aö foröa indíánum frá útrýmingu
væri aö „siömennta" þá. Þeim þarf „aö
kenna aö vinna aröbæra og hugþekka
vinnu"; Þaö þarf aö uppfræöa þá; þörf er
á, aö kenna þeim „einstaklingsafstööu til
eignarhalds" — meö öörum oröum:
ættarjöröum í sameign ætti aö skipta upp
tii einstakra indíána. Þetta álit varö
ríkjandi stjórnarstefna í langan tíma, og
af því má sjá, hversu hugmyndirnar um
eigendalýðræöi voru grónar jafnt hjá
umbótasinnum sem íhaldsmönnum (
Bandaríkjunum.
Eitt frávik var til enn frá þeirri tilhneig-
ingu aö meta manninn út frá eignum hans
og þaö af öörum toga spunnið. Þó að
eignasöfnun væri viröingarvert atferli, var
ekki hægt aö segja þaö sama um
peningasöfnun. í ritgerö sinni, Amerískur
lýöræðissinni frá 1838, gefur James
Fenimore Cooper tóninn:
Enginn maöur skyldi nokkru sinni líta
á peninga sem annaö og meira en
tæki, því að sá sem heldur aö tilgang-
urinn í tilverunni sé aö safna auöi
hefur gefiö sig á vald aumustu,
smánarlegustu og lágkúrulegustu
hvötum lífsins.
Jaröabrask var engin skömm —
George Washington, sem var amerískur
heiöarleiki holdi klæddur, haföi slíka iöju
aö dægradvöl. Fjármálabrask þótti hins
vegar tortryggilegt athæfi um langan
aldur; og langt fram á þessa öld hafði
almenningur ímugust á bönkum og
bankastarfsemi (og er ekki laust viö þaö
enn í dag). Fjármálaviðskipti stóöust ekki
prófun Lockes — aö til eignar skal unnið.
Meö erfiði sínu skapar maðurinn auö úr
jöröu, eins og Locke sagöi, og þannig
helgar hann sér landiö.
Að halda ríkisvald-
inu á mottunni
Á tímum Jeffersons viöurkenndu
Bandaríkjamenn vissulega, aö til væri
eitthvaö sem héti almannaheill eöa
félagsviöhorf. Samkvæmt stjórnarskrán-
um takmarkaðist vald hins opinbera viö
eftirlit meö eignaryfirráðum (eöa ööru).
Ríkinu var skorinn mjög þröngur stakkur
og margir varnaglar slegnir. Sjálfstæöis-
yfirlýsingin var á sinn hátt yfirlýsing gegn
stjórnvöldum, ekki yfirlýsing um stjórn-
leysi, heldur gegn hugmyndum um aö
ríkisvaldið væri rétti aöilinn til aö efla
almannahag.
Gott dæmi um þaö, hvaöa áhrif þessi
afstaöa haföi á almenna stjórnmála-
stefnu, eru deilurnar um þaö, hvaö gera
skyldi geysimikil landflæmi, sem voru í
„eigu" fylkisstjórna og alríkisins. Rökræö-
urnar í þinginu fjölluöu ávallt um þaö,
meö hvaöa hætti ætti að selja ríkis-
jarðirnar, ekki hvort þær skyldu seldar.
Um þaö var aldrei ágreiningur, aö æski-
legt væri aö færa jarðir hins opinbera í
einstaklingshendur. Menn trúöu því statt
og stöðugt, aö viö þaö losnuöu öfl úr
læöingi og jaröirnar kæmu aö fullum
notum öllum til hagsbóta. Samkvæmt
„sjálfsábúöarlögunum" fékk hver sem
hafa vildi 160 ekrur (64 hekara) óbyggðs
lands á nafnveröi, ef sá hinn sami settist
þar aö, ræktaöi landiö og bætti í fimm ár.
Járnbrautarfélögum var einnig úthlutaö
stórum svæöum úr landi ríkisins, þó að
þau væru einkafyrirtæki rekin í ábata-
skyni, á þeim forsendum aö járnbrauta-
lögin vestur á bóginn efldi landnám og
viöskipti og stuölaöi aö almannaheill.
Lítiö á þessa álitsgerö:
Mesta framtak, sem ríkisvaldiö hefur
sýnt, er aö standa ekki í vegi fyrir
framtakssemi. Ríkisvaldið er ekki
útvöröur frelsisins í þessu landi.
Ríkisvaldiö nam ekki land í vestrinu.
Ríkisvaldiö er enginn fræöari. Banda-
ríska þjóöin hefur sjálf til aö bera
þann kraft sem kom góöu til leiðar; en
meiru heföi hún áorkað, ef ríkisvaldiö
heföi ekki stundum þvælst fyrir.
Þetta hljómar eins og nöldur í fjármála-
manni, sem er nýbúinn aö sjá skatt-
skrána. Þessi óánægjurödd er þó af
nokkuð öörum toga. Hún er úr grein
Henry David Thoreau um Mótpróa
pegnanna frá 1849. Reyndar heföu
margar kynslóöir Bandaríkjamanna tekiö
Framhald á bls. 6
©