Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 12
Það er alltof erfitt að gera sér skoðanir •f Jakob S. Jónsson á orö viö MELCHIOR um nýja plötu og fleira Þaö hlýtur ávallt aö teljast til meiri háttar viöburöa í tónlistarlífi einnar þjóöar, þegar hljómsveit, sem hefur þaö meöal annars aö markmiöi aö spila og syngja ööruvísi tónlist en þá sem telst til „tískunnar" hverju sinni, lætur frá sér fara hljómplötu. Viö íslendingar búum svo vel aö „eiga“ slíka hljómsveit. Hún er skipuö þremur ungum tónlistarmönnum, sem nefna sig Melchior. Nafniö hljómar ekki ókunnuglega, því Melchior hefur gefiö út tvær hljóm- plötur þegar: eina litla 45 snúninga plötu sem nú er ófáanleg með öllu, og fyrir um ári kom fyrsta breiðskífa þeirra á markaöinn: Silfurgrænt ilm- vatn. Og nú er væntanleg hvaö úr hverju önnur breiðskífa meö Melch- ior, og á sú aö bera nafnið... (hljómsveitarmeölimir tjáöu mér aö nafnið væri afar, afar mikiö leynd- armál enn um sinn. Því miður). Af þessu tilefni fannst mér tilhlýði- legt aö sækja hljómsveitina Melchior heim. Af því gat þó ekki oröiö, „en þér er velkomiö aö koma meö okkur til Vestmannaeyja og spjalla viö okkur þar", sagöi einn Melchior- mannanna, þegar heimsóknarbeiön- in var borin undir hann. Gott og vel, ég fékk mér sjóveiki- pillur og brá mér um borö í Herjólf ásamt Melchior, þeim Hróðmari Sig- urbjörnssyni.Karl Roth Karlssyni og Hilmari Oddssyni. Þeir voru aö fara aö horfa á knattspyrnuleikinn milli Vals og ÍBV, sem átti aö fara fram í Eyjum þá um helgina. „Við erum miklir knattspyrnuunn- endur, og höldum ávallt meö Val, hvernig sem viðrar og vætir“, sögöu þeir, og voru sigurvissir fyrir hönd sinna manna. (Leikurinn endaöi reyndar með sigri ÍBV, og Vest- mannaeyingar voru í sigurvímu og sjöunda himni í langan tíma eftir leikinn, en þaö er sorgarsaga sem ekki veröur rakin hér). En um borö í Herjólfi voru málefni hljómplötuútgáfunnar á íslandi krufin til mergjar. „Ástandiö er ekki gott", segja Melchior-félagarnir. „Eins og fólk hefur áreiöanlega komist aö raun um, hefur hljomplötuútgeröin á íslandi dregist stórlega saman, og nú eru þaö ekki nema þeir alhöröustu, sem gefa út plötur. Þetta er orðinn svo mikill áhættubissniss, og þaö eru því helst ekki gefnar út aðrar plötur en þær, sem nær öruggt er aö seljist í einhverjum mæli. Þá er líka yfirleitt leitaö á hin hefðbundnu miö rokk- og diskótónlistar, en minna gert af því aö koma einhvers konar ööruvísi músík á framfæri. Þaö er dálítið merkilegt, aö sá neytendahópur, sem slík tegund tónlistar er stíluö á, skuli alltaf hafa aura fyrir slíkum plötum. Meðan þjóöarskútan er að farast og helst ekki á floti nema meö útlendum ausum (les: erlendum lánum), geta unglingarnir alltaf keypt sér nýja diskóplötu. Þaö finnst okkur dálítiö merkilegt. En það er kannski varla nema von aö unglingarnir leggi áherslu á aö veröa sér fremur úti um tískutónlist- ina hverju sinni en aö fiska í óvissuvötnunum. Slík tónlist er lang- mest auglýst. Þaö er varla svo gaulað popp inn á plötu aö þaö sé ekki viötal viö alla sem á henni standa: söngvarann, gítarleikarann,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.