Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu \f/?ÍN OÚ A íeníut, D/R f.c ■ y ’t ftRl i»tM Ht J. Í«(U1 \rt : ‘e o F u fí- £ N N i í* 'a W- M E m W: - R £ A A írnrun F L L e A F 1 0 \(<K- K fí A N K A R Mxír SlflH L i HÁR U L L fUL- INCV U £? »7ÁU- AP itLT, ví> 'A fí A K. H fóVA K A L L A VAXA 12. / o A ff tí HUomi úrÍMR 'o M l ■'ÓKh L A HR - f /*£> e,fa no RÁfAH s T X u F W Æ L 1 N N UuD R s) H Vr'.k 5 T A F HÆfiiR A V L A Ð A R /«PIC N £ i t A L o F A N U Þ0 -’JU K e l o CL Ve ex- ffi<i i A L l e. D«nd«S! K'/ND ÓL A u F A r*. o F T )r<a- N u ■ai r- 1 >01.** / eir ’KO< 5 A fí << A K * B u 'A 5 e r A hf A P A itc i r f o f>- S L- PflUS M A s • o a fí A £) SAKI fc. u L L u M A P A CL A U £> Wi) 1 A M L '0 i> A RL mu- A rt A P N Uuv X 5 IfivR fí. / O r d fí / 0 1 hí N ptcf. R A G. A s. r w j|^p Um l^en i- l'fiq HVATl ST£RT- U IZ. Ýtn?- ip. m /J a r M M ^ ^ ■■ MC-UU AR 1 p'tT’ RflMCI r ~ araba vtW/ * HEfi- MENA) ki?or- AR ýPoTr- /\ R PmiM- vMÐRI K 7- A FT- U R Jh áftt- CÍ.O P- 1 /s w Sv /Ai SKATr- U|? \N SToWxlC- ; m m PTART a R KAW HHkíP- LEGCk Tl L Hohfi k koífl / im TKUFL- á.'U.Tu £-/N ~ K tf AJfJf J iTAFin SEFR mKlvi- UR KvÆÐ- 1 s FUC.L- 1M AJ LTÚ F- A R Díajh /Ðýr?. HÓFS HiMm > •f'R. Athuc/? Ú.RC »N - U N UM \<v£n - N l°l FN 5 KV- ETT- A N t ■ H R C. lghfiit \I / M H C F upp A F Æfífi Úfí LACI 1 £>N SkAÐI KEHR ui?a |Co(?N5 6ANH r Ki/oí. D » 5 JÓ- MHÐ- o* R Sa.ni- H L.J. SLEIT Hí/T-ði- lect MA’lm UfL IStElPAÍ 1/ryMJ- 5KADI þVTup HE)V\- 1 L 1 'fótftí TdNM EMOIHC, LOFT- rea- U N D ✓ HL’lf- IR Það er alltof erffitt Framhald af hls. 13 Þaö var líka eitt af markmiðunum sem Melchior einsetti sér aö fram- fylgja í upphafi: aö vera hópur, sem ynni saman, skapaði saman, og kæmi saman til aö syngja og spila. Þetta mistókst aö verulegu leyti á fyrri breiöskífunni okkar, Silfur- græna ilmvatninu. Hún var öll unnin í stúdíói, meö þeirri tækni, sem völ var á. Viö vorum meira svona „al- vöru“-tónlistarmenn, unnum hver í sínu horni aö lagasmíðum, útsetn- ingum og Ijóöagerö og mættum svo í stúdíóið, æföum og tókum upp. Umræðan var lítil og gagnrýnin sem hver fékk á sitt verk var af skornum skammti. Þau vinnubrögö sem viö iðkum núna eru öllu frjórri. Þaö fer ekkert frá okkur nema viö séum sammála í meginatriðum. Þaö finnst okkur bæöi skemmtilegra og betra. Þaö er líka áreiöanlega vænlegra til árangurs. Núna teljum við okkur vera orðna meira Melchior. Viö vinnum líka Ijóöin sjálfir aö miklu leyti, meö fjóröa manni, Hall- grími Helgasyni. Hann er okkar lyriska stoö og stytta, ef svo má aö orði komast. Ljóöin fjalla aö veru- legu leyti um ungar manneskjur, börn. Þetta er samt engin barnaárs- plata, það var alger tilviljun, aö aögeröir Melchiors og Sameinuöu þjóðanna skyldi bera upp á sama ári. Aldrei þessu vant voru engin samráð milli þessara tveggja aðila. Viö reynum, hvaö sem öllu líöur, aö skoöa málin frá okkar eigin sjónarhól. Það er alltof erfitt aö gera sér upp skoðanir til þess eins aö reyna aö rembast viö aö vera „intellektueH", „sócíal", eða hvaö maöur nú á að segja.“ Herjólfur hefur í bili lokiö ætlunar- verki sínu og er lagstur að bryggju í Vestmannaeyjum. Viö Melchior göngum saman niöur landganginn og heilsum hinni vestmannaeysku grund af innilegri gleöi. Trúlegast eigum viö þaö sameiginlegt, aö kunna best við okkur í landi. Um leið og við kveöjumst, meö frómum óskum um endurfundi síðar á ævinni, lítum viö varlega upp í himinn eins og gamalreyndir sjóarar: „Skyldi hann veröa jafngóður í sjóinn á morgun?" Þaö er nefnilega fariö aö minnka í sjóveikipilluglösunum okkar. Eignahyggjan og leit- in að hamingjunni Framhald af bls. 6 eignaryfirráðum hans fólst einnig krafa um að veita einnig öörum tækifæri. Carnegie maBlti ekki með beinum gjöfum til fólks. Óverðskuldaðar sending- ar yrðu engum að gagni til lengdar. En í anda kenninga sinna jós hann af gnægt- um sínum til fræöslumála, einkum bóka- safna. Aðrir auökýfingar fóru að ráði hans. Geröir þeirra báru ekki eingöngu eöa aðallega merki um ofgnægtir, slæma samvisku eöa ótta við almenningsálitið. Þeir breyttu í samræmi við kenningar eignahyggjunnar. Allir skyldu eiga að minnsta kosti fræöilegan möguleika á því aö auögast. Aö detta ekki í ensku gryfjuna En hvað þá um arf Sá sem erfir eignir hefur náö óveröskulduöu forskoti. Bandaríkin uröu lýðveldi en ekki kon- ungsríki til þess að ríkisleiötogaembættiö gæti gengió á milli. Þá virtist rangt aö beita ekki sömu reglu um einkaeignir. Ef eignarrétturinn taldist til náttúruréttinda, hlaut eigandanum að vera frjálst að ráöstafa eigninni eins og honum best sýndist. Allt annaö væri hreinasta eignar- nám. Lausn Jeffersons á málinu, aö hluta til aö minnsta kosti, var aö afnema lög sem setur skoröur viö því aö eignir dreiföust aö eigandanum látnum. í staö þess aö arfur gengi til elsta sonar, skyldi eigand- inn hvattur til að skipta búrinu milli barnanna. Á þennan hátt vonaðist Jeffer- son til aö komiö yröi í veg fyrir, aö stórjaröir mynduöust að evrópsku sniði. Þessi vandi hélt áfram að valda Banda- ríkjamönnum heilabrotum. Þaö var ekki fyrr en í lok 19. aldar, þegar ríkisskattar voru ekki lengur álitnir óbærileg skeröing á persónufrelsinu, aö máliö leystist aö nokkru leyti með erföaskatti og stig- hækkandi tekjuskatti. Allt fram aö því beittu menn fyrir sig séramerískri hugarleikfimi, sem gekk út á þaö, aö máliö leystist aö sjálfu sér. Spakir menn hugguöu okkur meö þessu í þrjár kynslóðir. Ralph Waldo Emerson segir í grein sinni um auðæfi, aö hlutverk lýöræöisstofnana í Bandaríkjunum sé aö „skipta eignum í smærri hluta á nokkrum árurn." Ef þá, sem erfa mikinn auö, skortir hinn sanna eignaranda, missa þeir eignirnar í hendurnar á framagjarnari og veröugri borgara. Þessi framþróun geng- ur sjálfkrafa fyrir sig. Ýmsir siöbótar- menn, þar á meöal Emerson sjálfur, hörmuöu þennan hverfulleika um leiö og þeir prísuöu hann. Engu aö síöur bættist hverfulleikinn viö hófsemdina, mennt- unina, starfsskiptin, baráttuna gegn einokun og góögeröastarfsemina til tryggingar heilbrigörar eignahyggju. Frá vöggu til grafar Vafalaust er, aö þessi fullvissa bilaöi stórum eftir borgarastyrjöldina. Endur- skoöun og athugun hefur höggvið stór skörö í bjargfasta trú manna á síöustu hundraö árum. Ýmsir umbótamenn hafa komiö með þá skýringu, aö gamla hugmyndafræöin hafi átt heima í óiönvæddu þjóöfélagi, þegar auðlegö fólst einkum í jaröeignum. í iönvæddu borgarþjóðfélagi hæfi hún ekki lengur, í landi þar sem jarönæöi var að mestu uppurið þegar fyrir aldamót. í staöinn fyrir lágmarks-stjórnsýslu og hámarkseinstaklingshyggju hafi komið sífelldar og vaxandi stjórnbætur (stig- hækkandi skattar, New Deal á kreppuár- unum og Stórsamfélagiö upp úr 1960). Slíkar og þvílíkar breytingar (sem frjáls- hyggjumenn fögnuöu og íhaldsmenn formæltu) hafa þýtt aukin ríkisafskipti í formi skatta, svæöatakmarkana, reglna um kaup og kjör, eftirlitsnefndlr og tryggingakerfi. Líf borgarans er nú lög- bundið frá vöggu til grafar, segja sumir. Róttækir þjóöfélagsgagnrýnendur benda gjarnan á, áö eignahyggjan hafi reyndar aldrei staðið traustum fótum og þó hafi fyrst tekiö steininn úr meö auðfélagsþróun seinni tíma — oftar en ekki í bræðralagi viö ríkisvaldið. Upp á síökastiö hefur oröiö til þaö sem sumir kalla „annars konar“ menningu eöa „gagnmenningu“ og milljónir Bandaríkja- manna eru sagöar aöhyllast. Þetta mætti skoöa sem merki um aö mikill hlutl ungmenna og menntafólks væri óánægö- ur meö ástand mála. Margir af þekktustu rithöfundum hér í landi eru utangarös- menn sem skrifa af hrifningarlausri kald- hæöni. Þetta fólk er ekki uppnumið af eignahugmyndum. Gagnmenningin held- ur ööru á lofti — lífi indíána í ættsveitum, samlífi og séreignarleysi. Hafa Bandaríkjamenn þar meö slitiö bönd viö fortíö sína? Er eignahyggjan úrelt eða henni úthýst? Langt í frá. Mörgum Ameríkumanni eru Ijósar þver- stæöurnar í gömlu hugmyndafræöinni. Þeir gera sér Ijóst, að sjálfsfylling er jafnan í hælunum á sjálfselsku, og aö sá sem hyllist aö einkaeign getur fallið í gryfju eiginhagsmunakapphlaups. En Jefferson og samtíöarmenn hans vissu þetta líka. Bandaríkjamenn í dag hafa hugboö um þaö, aö frelsi og eign voru óaöskiljanleg fyrirbrigöi í öndverðu. Þeir dást enn að einkaframtakinu. Þeir leggja enn mikið upp úr því, aö almenningur hafi greiðan aögang aö menntun, stjórnmála- störfum og efnahagsli'fi. Gagnrýni á velferöarríkinu Reynsla síöustu ára bendir raunar til þess, aö hugmyndir af þessu tagi hafi fengiö nýjan byr undir vængi. Á þessum áratug hefur trú frjálslyndra á sterku forsetavaldi stórum misst áhrifamátt. sinn. Vissulega má um þaö deila, hvort það er framkvæmanlegt eöa æskilegt aö leitast viö aö dreifa pólitísku valdi í Bandaríkjunum. Þaö sem er hins vegar áberandi er vaxandi vantrú á ríkisforsjá,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.