Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 10
Meö opin augu... Framhald af bls. 9. og leit niöur til okkar. Eftir drykk- langa stund segir hann: „Bjóddu manninum upp — hann er svo fallega hæröur. Viö gengum upp; ég heilsaði og Kjarval muldraöi eitt- hvaö, sem ég náöi ekki alveg, en efnislega var þaö á þá leið, aö maöur eigi aö þekkja fólk af háralaginu. Ég var þá meö töluvert brúsandi hár og hrokkiö. Af einhverskonar lotningu eöa feimni bar ég aldrei upp erindið. Ég var alveg bergnuminn. Kjarval var þó ekki aö mála; hann var á rölti og söng og leyfði okkur aö skoða. Ég virti staðinn fyrir mér meö tilliti til þess aö taka myndir og var strax ákveðinn í aö koma aftur og þá meö myndavél. Kjarval var meö mynd á trönunum, — þaö var konumynd í svanslíki, áhrifamikiö málverk, sem ég man vel eftir og spuröi hann, hvaö myndin héti. „Giovanni", svaraöi hann. Og heimsókninni var lokiö. Ég beiö síðan eftir kalli; var of feiminn til aö fara bara meö mynda- vélina og láta slag standa. Tíminn leiö og svo spyrst þaö, aö Kjarval sé kominn á sjúkrahús. Sveinn hringdi þá í mig og sagðist ekki búast viö föður sínum aftur á vinnustofuna. En honum fannst rétt aö mynda vinnu- stofuna eins og Kjarval haföi skilið viö hana. Ég fór þá aö vörmu spori og tók margar filmur, bæöi í lit og svart-hvítar. Og ég notaðist ein- göngu viö þaö dagsljós, sem fyrir var. Allt var þá meö kunnuglegum ummerkjum og eins og ég haföi áöur séö: Skrælnaðir blómvendir, sem einhverjir ókunnir aödáendur og vinir höföu sent listamanninum og hann lét síöan standa. Og þar var uppþornuö súkkulaöiterta, búin aö vera þar einhvern óratíma án þess aö hann heföi nokkru sinni snert við henni, en minnisstæðast var þó aö sjá léreft, sem Kjarval hafði sett á blindramma, — stillt því upp á trönur, þar sem litirnir hans lágu og málað á þaö meö daufum brúnum lit autt málaraspjald eöa palettu. Undir því stóö: Jóh. S. Kjarval. Þaö var eins og hann heföi vandað undir- skriftina meira en hann var vanur. Þannig var viðskilnaöur hans, líkt og hann vildi segja: Þá er þessu verki lokið, hér setjum viö punktinn og ég þakka fyrir mig. Þetta var 1969. Síöan eru liöin tíu ár og fannst mér því tími til kominn aö koma þeim fyrir almenningssjón- ir.“ Rafn Hafnfjörö fer í leiðangra á hverju sumri og raunar á öllum árstíöum. „Ströndin heillar mig alltaf mest“, segir hann, en á sýningunni eru líka myndir frá Hveravöllum og Sprengisandi. Stundum myndar hann sama staö á sumri og aftur á vetri og samanburðurinn veröur oft eftirminnilegur. Eitt eftirlætis mynd- efni Rafns er hafrót við strönd eöa aöeins alda, sem brotnar viö sand. „Mér finnst, aö Ijósmyndin nái betur en aðrar aðferðir listrænnar tján- ingar, þessari hreyfingu, sem verður viö sjávarströnd. Svisslendingarnir spuröu líka margoft, hvort allar þessar myndir gætu veriö frá íslandi, svo ólíkar sem þær voru,“ segir Rafn. Rafn Hafnfjörö er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Ungur fór hann að stunda myndlistarsýningar inni í Reykjavík. Gjarnan heföi hann þá viljað komast í myndlistarnám í Handíöaskólanum, en aöstæöur hans komu í veg fyrir þaö. Aftur á móti eignaðist hann um fermingu venjulega kassamyndavél og minnist þess, aö í för meö íþróttafólki til Vestmannaeyja, heillaöist hann meira af klettunum þar og myndaði þá meira en íþróttakappana. Síðan er hann búinn aö eiga og nota æöi margar myndavélar, en kominn niöur á þaö núna aö nota einvörð- ungu Hasselblad 6x6 og 35 mm Canon AE1. Hann er lærður off- setprentari og var meðal brautryöj- enda í offsetprentun litmynda í prentsmiöjunni Litbrá, sem hann á og rekur enn þann dag í dag. Myndir Rafns Hafnfjörö prýöa bækur og bæklinga, sem út eru gefin meö þaö fyrir augum að auglýsa hina óvenjulegu náttúru íslands. Og í nýjasta hefti Canon Chronicle er falleg og áhrifamikil mynd eftir Rafn í opnu: Skammdegi á Hellisheiöi, dauf, rauöleit skíma á fjöllum, en blár skammdegisskugginn fallin á landiö og rofinn aðeins af bílljósum á svörtum veginum. En fyrir utan sýninguna á Kjarvalsstööum núna, er þaö mesta sem hann hefur ráöizt í, þegar hann var fenginn til aö skreyta meö Ijósmyndum íslands- deild Heimssýningarinnar í Montreal 1967. Þá tók Rafn nærmyndir af ýmisskonar útflúri íslenzkrar náttúru; stækkaöi og vann á svo sérkenni- legan hátt, aö mörgum þótti sem myndirnar væru abstrakt skreyt- ingar. Þaö vakir kannski ekki fyrst og fremst fyrir Rafni aö sýna meö Ijósmyndalegri nákvæmni, hvernig einhver staöur lítur út, — heldur aö fá listrænt og skáldskaparlegt inn- tak. „Nú orðið les ég varla aörar bækur en Ijóöabækur", segir hann, „ og oft hef ég í huga ákveðnar Ijóölínur, þar sem ég stend og munda myndavélina. Eg hef alltaf veriö mjög handgenginn Ijóöum". En þaö er athyglisvert, aö Rafn er meö samheiti á sýningunni; þaö sama og er yfirskrift þessarar grein- ar. „Meö opin augu“. í því felst ákveðin ábending til okkar allra, sem höfum kannski ekki alltaf augun opin svo sem vert væri og horfum án þess aö sjá. „Ég lít á sýninguna sem framlag til þess aö opna augu fólks fyrir fegurö landsins og margbreyti- leika; til þess aö hvetja uppalendur og aöra til aö koma auga á, hvert tjáningartæki myndavélin getur ver- iö“. Gísli. Gísli Þór Gunnarsson Bm Brei sí þvi N T r maáAfrá Trúbrot/ Brot aff því besta. Steinar h/f Fyrsta platan sem ég eignaðist um ævina var „Lifun" Trúbrots. Á hverjum degi í hálft ár sat ég sem límdur viö plötuspilarann og hlust- aði bergnuminn á sömu lögin aftur og aftur. Ég var fullkomlega sann- færður um að þetta væri hápunkt- ur allrar listrænnar sköpunar. Að vísu var ég aðeins þrettán ára þegar þetta var, svo ég haföi ekki mikinn samanburö. Síöastliðiö vor sýndi Steinar Berg það lofsverða framtak aö gefa út tveggja platna albúm með úrvali úr verkum Trúbrots. Óperan „Lifun" er þar birt í heild sinni auk samansafns af lögum af þrem öðrum plötum hljómsveitarinnar. Þaö voru liðin sjö ár síðan óperan „Lifun“ hreif mig sem mest, þegar ég setti hana á fóninn á nýjan leik, nú fyrir skömmu. Ég var spenntur að vita hvort „Lifun" væri eins góð og mig minnti. Viti menn! Operan hitti beint í mark enda skildi ég nú enska texta plötunnar mun betur en áður. „Lifun“ lýsir lífi einstaklings frá fæðingu til dauöa. Trúin á lífið gengur eins og rauður þráður í gegnum verkið. Sá sem hlustar á plötuna kynnist fyrst hamingju- sömu barni sem er umvafið for- eldrakærleik. Þegar foreldrarnir neyöa barn sitt til aö fara í skóla þá rofna tengsl þess viö foreldrana og barniö fyllist vanmáttarkennd og einmanaleika. Það birtir þó yfir þegar einstaklingurinn uppgötvar kynferöisaðdráttarafl sitt og hann tekur aö glíma við lífiö sjálft. Grámolla hversdagslífsins blasir við manninum eftir að skóla lýkur og hann tekur aö stunda fast starf. Honum finnst hann vera án sam- bands við annað fólk og hann spyr sjálfan sig hvort lífið sé honum raunverulega einhvers viröi. Svarið kemur ekki fyrr en einstaklingurinn er orðinn gamall. Þá er hann hættur aö vonast eftir nokkru af lífinu og svo undarlega vill til aö þá tekur hann að njóta lífsins. Minn- ingar um góöa daga meö konu sér Þ*-.. H eint&vaiMarliólo við hlið og barnahóp verma hann í ellinni og gera seinustu ævidagana bærilega. Megininntak óperunnar viröist vera áminning til fólks um aö láta ekki hraöa og samkeppni nútím- ans glepja sig, heldur gefa sér tóm til aö leita einhvers dýpri skilnings á tilgangi lífsins. Úrval laga af þrem öðrum plöt- um hljómsveitarinnar er á hinni plötu albúmsins og eru flest lögin létt og skemmtileg. Saga Trúbrots eftir Ómar Valdi- marsson fylgir meö albúminu og er hún mjög skemmtileg aflestrar. Auk þess eru allir textar prentaðir á bakhliö plötuumslagsins og er umslagiö smekklega unniö. Heimavarnarliðið — Eitt verð ég að segja þér Miðnefnd S.H.A./ Karnabær „Ég er of meðvitaður um ófull- komleika mannskepnunnar til að láta misgjörðir hennar ergja mig. Mitt mótmeöal er að kljást við ranglætiö hvar sem ég kem auga á þaö, ekki að særa ranglætarann, alveg eins og ég myndi ekki kæra mig um að vera minntur á ranglæt- iö sem ég held stööugt áfram aö fremja. Hatið syndina en ekki syndar- ann.“ Mahatma Gandhi. Þessi tilvitnun var höfð eftir meistara Gandhi sem barðist sig- ursælli baráttu gegn yfirráðum Breta yfir Indlandi. Ástæöan fyrir því að ég kem meö þessa tilvitnun hér, er sú aö mér finnst hún eiga vel við baráttu- aðferðir „Heimavarnarliðsins" gegn herstöð Nató á Miðnesheiði. Höfundar efnis á plötunni hafa það að leiöarljósi að gagnrýna hlutiægt, í staö þess aö beita fyrir sig smásálarlegu persónuníði. Ég hiröi ekki um að telja upp nöfnin á öllum hinum áheyrilegu listamönnum sem láta Ijós sitt skína á plötunni. Einn maður á þó öðrum mönnum hrós skiliö fyrir hvaö vel hefur til tekist meö þessa hljóm- plötu. Hann er Siguröur Rúnar „fiðla“ sem hefur útsett öll lögin auk þess sem hann hefur samiö fallegasta lag plötunnar viö hið gullfallega kvæöi „Fylgd" eftir Guömund Böðvarsson. í kvæöinu talar Guömundur til sonar síns og brýnir fyrir honum aö selja aldrei landiö sitt fyrir erlent gull. Guö- mundur getur örugglega legiö ró- legur í gröf sinni, því sonurinn hefur bersýnilega meðtekið boðskap hans. Lag Böövars Guö- mundssonar á plötunni sannar það svo aö ekki veröur um villst, því þar eru stuðningsmenn hersins dregnir sundur og saman á háði. Jafn skemmtilegar plötur og þessi hafa ótvírætt áróöursgildi. Án þess aö ég ætlaði mér þaö fyrirfram var ég farinn að raula fyrir munni mér „ísland úr Nató og herinn á brott." Nú bíöa menn bara spenntir eftir mótleik Varöbergs. Hvenær skyldu þeir gefa út sína plötu?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.