Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 9
. þeirra segir sögu um þann merkilega og oft torskilda þersónuleika, sem Kjarval var. Fyrst þannig fór aö ekki var hægt að varöveita vinnustofuna, eru myndir Rafns Hafnfjörð ómetan- leg heimild, sem tvímælalaust þarf að varðveita og sýnist liggja í augum uppi, að það sé gert á Kjarvals- stöðum. En fyrir utan myndirnar úr vinnustofu Kjarvals, sýnir Rafn 230 myndir af ýmsum stööum á landinu; nærmyndir og víöáttur, en umfram allt: Náttúruna í allri sinni dýrð á ýmsum árstímum og í ýmisskonar birtu. Allar eru myndirnar stækkaöar úti í Sviss viö fullkomnustu aöstæö- ur, en Rafn fór þangaö sjálfur og vann með sérfræðingum á þessu sviði. En hvers vegna myndaöi Rafn ekki Jóhannes Kjarval við vinnu; hvers vegna er hann ekki einhvers- staöar meö á þessum myndum? Aö vísu var þaö alltaf ætlunin, en atvikin höguöu því þannig til aö af því gat ekki orðið. „Ég minntist ekki á þaö viö Kjarval sjálfan", sagöi Rafn, „enda kom ég ekki oft á vinnustofuna í Sigtúni. En ég þekkti vel Svein Kjarvai, son Jóhannesar, og talaöi stundum um það við hann, aö ég heföi áhuga á aö mynda Kjarval að verki í vinnustofu sinni. Svo gerist það loksins, aö Sveinn hringir og segir: „Nú er karl faðir minn tilbúinn til þess að taka á móti þér“. Eg lét ekki segja mér það tvisvar, en hljóp frá prentvélinni í skyndi og móttökunni gleymi ég aldrei. Sveinn fór ihn á undan til þess að kanna andrúmsloftið, sem gat verið óútreiknanlegt, en kemur síðan út í bíl og býður mér að ganga inn úr útidyrunum, sem voru á jarðhæðinni. Lengra náöi heimildin ekki. Þaðan lá hár stigi upp í vinnustofuna og uppi á pallinum stóð Kjarval, stór og mikill

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.