Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Blaðsíða 6
Eignahyggjan og leitin að hamingjunni Framhald af hls. 5 fúslega undir þetta, allt frá byltingarárun- um og fram á þessa öld. Menn álitu einfaldlega, aö almannahag væri best borgiö og byggi reyndar í einstaklingun- um. Einstaklingseign og einstaklingsfrelsi voru tvær greinar á sama meiöi. Sömu tækifæri fyrir alla Þannig litu meginatriöi eignahyggjunn- ar út. A þeim árum þegar allt var í deiglunni í Ameríku, var þaö litið hýru auga aö einstaklingar söfnuöu eignum, ef vissum skilyrðum var fullnægt. Þar voru efst á blaði jafn aögangur aö stjórnunar- störfum, jafn kosningaréttur og jafnir möguleikar til aö koma undir sig fótunum efnahagslega. Sem allra flestir ættu aö eignast eitthvað, og af því hagnaöist aftur samfélagiö. Af þessu leiðir, aö í ræðu og riti var lögö feiknaáhersla á gildi menntunar. Þegar menntafrömuðir eins og Horace Mann skrifuðu um nauösyn almennrar skólafræöslu, er þeim mikið niöri fyrir. „Menntun skapar jafnræði meöal manna framar ööru sem manninum hefur hug- kvæmst", sagöi Mann áriö 1849, „hún er gangráður í samfélagsvélinni. .. Hún eyö- ir ekki einasta öfund fátæklingsins í garð hins ríka; hún eyöir fátæktinni." Auk þess aö opna leið til mennta átti einnig aö opna leið til stjórnunaráhrifa meö jöfnum kosningarétti og jafnrétti til embættisstarfa. Stofnendur Bandaríkj- anna vildu sjá til þess aö embættismenn og löggjafar yröu ekki eilífir augnakarlar. Séö skyldi fyrir því, aö reglulega væri skipt um á æöstu stöðum. Þaö var í réttum anda Jeffersons þegar Andrew Jackson forseti beindi skeytum sínum á einokunarstarfsemi upp úr 1830. Sam- keppni var uppbyggjandi, raunar lífs- nauösyn. Þegar einokun ógnaöi sam- keppninni, var bráö hætta á ferðum. Einokunarhringir af ýmsum gráöum risu upp síöar. Shermans-lögunum frá 1890 var ætlaö aö stemma stigu viö þeim, þótt máttlaus væru. Enginn maöur, ekki einu sinni mestu auökýfingar, tóku upp hansk- ann fyrir einokunarstarfsemi sem slíka. Þaö er lýsandi, aö Bandaríkin eru eina kapítalíska ríkiö nú á dögum, sem stingur forstjórum inn fyrir brot á óvenjuströng- um lögum gegn einokun. Að jafna ríkidæminu Menntun, starfskipti, barátta gegn einokun — viö þessar forsendur eigna- hyggjunnar má bæta nokkrum skammti af hófsemd. Jefferson vonaöi, að Banda- ríkin yröu um langan aldur smábænda- land, og um stund virtist sú von rætast. En sagnfræðingar hafa sýnt fram á, aö jafnvel fyrir borgarastyrjöldina (þræla- stríöiö) 1861—65 voru til örsnauðir menn meöal hinna snauöu og aðrir forríkir í hópi ríkra. Allar götur síöan þá hefur fátæktin „uppgötvast" á þrjátíu ára fresti eða svo og allir veriö jafnhissa í hvert skipti. Þrátt fyrir þetta hefur alltaf veriö til nóg af sögum um menn sem „byrjuðu smátt" (og enduöu stórt) til aö halda lífi í goösögunni um stéttlaust þjóöfélag — og nóg af skemmtisögum um káboja og athafnamenn til aö sýna fram á, aö duglegir menn þurfti ekki aö binda sig á klafa en geta lifaö óbrotnu flekklausu lifi. Jafnvel áöur en stórauöæfi fóru aö safnast fyrir var góögerðarstarfsemi oröinn góöur og gildur þáttur í eigna- hyggjunni. Auðkýfingurinn Andrew Carnegie lagöi hornsteininn aö góö- geröahugsjóninni í Fagnaöarboðskap auösins (1889). Auöur er umbun fyrir dugnaö og framtak," sagöi Carnegie. Eigandinn heföi óskiptan umráöarétt yfir honum. En næsta skref hins sanna eignamanns væri að „velta" auönum. f Framhald á bls. 14. HVERSVEGNA ALLUR ÞESSI HÁ VAÐI? Mikid erum vid flest, sem farin erum að reskjast, orðin þreytt á síbyljunni, sem hvarvetna mætir manni. í seinni tíð mun það aöallega vera poppmúsikin svo- kölluð, sem alstaðar bylur, þessi dómsdags glymjandi, sem raunar getur varla talist músik, heldur er einhverskonar iðnaðarfram- leiösla, með taktföstum undir- gangi, stundum eins og gamal- kunnir skellir í olíumótor, stund- um líkt og prjónavél, sem stendur ofurlítið á sér. Það er illskárra. Hér er ekki átt viö hávaðann í sumum bíóum, eða í danshúsum. Á þessa staði er hver og einn sjálfráður hvort hann kemur. Það er hávað- inn, sem ómögulegt er að verjast, sem ég á við. Hávaðinn, sem Útvarpið stendur fyrir og er á flestum vinnustöðum iönaðar og iöju, í mörgum verzlunum, og jafnvel útifyrir verzlunum. Út yfir tekur þó þegar fólk hefur leitað sér hvíldar og ánægju úti í friðsælli náttúru, uppi í sveit, eða jafnvel inni á öræfum, þá er allt í einu þessi glymjandi kominn þar í öllu sínu veldi. Það er ekki að furða þó að ýmsir leiöi hugann að því, hvaö hér sé eiginlega að gerast, hverju allur þessi hávaði þjóni. Líklega hittir Nóbelsverðlauna- hafinn Konrad Lorenz hér, sem oftar, naglann á höfuðið, en hann segir í bók sinni „Dauðasyndir mannkyns“: „Ein versta afleiðing hraðans eða óttans, sem hefur getið af sér hraðann, er hin augljósa vangeta nútímamannsins til þess að vera einn með sjálfum sér. Hann forð- asf af kostgæfni öll tækifæri til þess að ganga á vit sjálfs sín, eins og hann óttist að við íhugun verði brugðið upp fyrir honum hræði- legri sjálfsmynd, svipaðri þeirri, sem Oscar Wilde talar um í sinni sígildu skóldsögu „The Picture of Dorian Gray“. Hin sívaxandí sókn í hávaöa, sem er beinlínis þver- sagnakennd ef litið er á tauga- veiklun nútímamannsins, á sér aðeins eina skýringu. Það er eitthvað, sem verður að yfir- gnæfa. Á göngu okkar úti í skógi heyrðum viö hjónin glamur í útvarpi, sem nálgaðist óðfluga. Þetta kom ckkur á óvart. Á að giska 16 ára unglingur kom aleinn á hjóli sínu, en hafði útvarp á bögglaberanum. Konan mín sagöi: „Hann er líklegast hræddur við aö heyra í fugli“. En ég held að hann hafi einungis óttast að mæta sjálfum sér eitt andartak. Hvers vegna tekur margur gáfu- og menntamaðurinn hinar heimsku- legu sjónvarpsauglýsingar fram yfir eigin félagsskap? Áreiðanlega vegna þess að þær hjálpa honum til þess að komast hjá að hugsa.“ Útvarpið okkar sendir út í 17 tíma á sólarhring og samkvæmt dagskrárkynningu 8. ágúst s.l., til dæmis að taka, voru 16 liðir einhverskonar músik, mest dæg- urlög allskonar, og stóðu þessir „hljómleikar“ í sem næst 10 klukkutíma. Fyrir utan þá þætti, sem kynntir eru sem músik, eru svo ætíð aörir, sem auglýstir eru undir allskonar nöfnum, svo sem t.d. „Gleðistund“, „Púkk“, „Ein- ingar“, „Blandaö efni“, „Epla- mauk“, „Áfangar“, „Hlöðuball“, „Eitthvað fyrir alla“ og sjálfsagt fjölmargt annað, því að þessi nöfn eru úr kvölddagskránni einní saman. En uppistaðan í þessum þáttum mun yfirleitt vera ein- hverskonar músik. Varla mun því of í lagt að músikin taki ekki minna en 12 klukkutíma daglega. Þessi ofboðslegi músik-flutn- ingur er hrein fjarstæða, enda búinn að hafa áhrif á fólk, að ef boðið er upp á alvörumúsik í heimahúsum, setja flestir upp samskonar svip og sagan segir að hundarnir á Hvítárvöllum hafi gert, þegar borinn var fyrir þá lax. Hvernig halda menn að færi fyrir íslensku brageyra, ef útvarpað væri allskyns Ijóðalestri, að sjálf- sögðu aðallega leirburði, svo sem 10—12 klukkutíma á dag, ár út og ár inn, áratug eftir áratug? Þegar stofnað var til útvarps hér, árið 1930, var mikið rætt um væntanlegt hlutverk þess. Fyrsti útvarpsstjórinn, Jónas Þorbergs- son, sagði eitthvað á þá leió, ef ég man rétt, að Útvarpió ætti aö vera hvorttveggja í senn, einskonar háskóli þjóðarinnar og þjóðar- leikhús, leikhús sem væri „Ei blot til Lyst“ heldur fyrst og fremst menningarstofnun. Þessari dálítið háttstemdu stefnuskrá, var lengi furðu vel framfylgt, enda datt þá víst eng- um í hug að leita til fólksins á götunni um val efnis, heldur virtist sem stjórnendur legðu metnað sinn í að standa undir þeim fyrirheitum, sem í upphafi voru gefin. Mér þykir hafa slaknaö óþarf- lega mikið á efndum þessara fyrirheita, þar sem nú er því líkast að stjórnendur Útvarps telji sig hafa umsjón með einhverskonar skemmtiklúbbi, þar sem ímynd- aðar, eða raunverulegar kröfur íólksins á götunni segja að mestu fyrir um það, hvað flutt er. Öll alvara er svo að segja útlæg, og ef örlar á einhverju þess háttar, er það oftast speöað upp og slitið sundur af allskonar músikfargani, enda oft á þessu óskaplegur ómenningarbragur. Að sjálfsögðu koma fyrir vel undirbúnir og vandaðir dagskrárþættir, bæði músik og mælt mál, en þeir eru of fáir. „Mér leiðast skemmtanir“, sagði Hannes þjóðskjalavöröur í minningabók sinni. Hann er ekki einn um það. Væri goögá að orða, að aftur yröu teknir upp þeir hættir hjá Útvarpinu að reyna, heldur en hitt, að ýta undir menningarlegan smekk okkar hlustenda. Það hef- ur ekki reynst farsællega undan- farin ár, að sækja fyrirmæli í efnahagsmálum út á götu. Svo sem vænta mátti ætlar það að reynast engu gæfulegar í því efni, sem hér er rætt um. Virðist ekki út í bláinn að staðhæfa, að hér hafi enn ásannast hið fornkveðna, aö því ver gefist heimskra ráð, sem þau komi fleiri saman. Fjárhagur Útvarps er sagöur mjög þröngur, sem ekki er að furöa, þar sem afnotagjaldið er nú aðeins um helmingur þess, sem var á fyrsta áratug stofnunarinnar, miöað við raungildi. Er fráleitt að stinga upp á, að fjárskortinum verði heldur mætt meö styttingu dagskrár en útþynningu efnis, eins og gert hefur veriö undanfar- ið? Auk þess hagræna, mundi stytting dagskrár, um svo sem helming, áreiðanlega verka heilsusamlega á okkur öll, og það jafnvel svo, að einhverjum tækist aö finna sjálfa sig aftur. p g Björn Steffensen. Upplýst hefur veriö í hlustenda- könnun, að enginn hlýði á klass- iska tónlist í útvarpi, og einnig hefur komið fram í fjölmiðlum að 5000 nemendur séu í tónlistarskól- um landsins. Spurningin er: Var ekkert þessa fólks spurt í könnun- inni, eða eru allir 5000 nemendurn- ir verðandi popplistamenn? Til- hlökkunarefni þaðl B.S.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.