Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Blaðsíða 2
Konan f garðinum úr mannheimi Frá sýningu Einars Hákonar- sonar sem nú stendur yffir á Kjarvals- stöðum Einar Hákonar- son við aitt verka sinna á Kjarvals- stöðum Einar Hákonarson er meðal þeirra myndlistarmanna okkar, sem hvað mest láta til sín taka um þessar mundir, enda maður á bezta aldri og fyllir ekki þann flokk, sem sífellt bíður eftir „inspírasjóninni“ án þess að nokkuð gerist. Einar hefur raunar haft fleiri járn í eldinum; hann hefur verið að byggja íbúðarhús og vinnu- stofu og hann hefur um liðlega eins árs skeið verið skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þetta er lýsandi fyrir aöstöðu margra íslenzkra lista manna, sem vinna fullan vinnu- dag og bæta síðan við öðrum vinnudegi í nafni listarinnar. Allt frá því Einar kom heim frá námi, hafa myndir hans verið mjög undir merki nútíma- listar. Ahrifin virtust í upphafi ættuð frá brezkri nútímalist, en þaö hefur breytzt. Fólkiö í myndum hans var lítið meira en abstrakt form; Einar hafði mjög ákveðna forskrift eða formúlu, sem hann vék ekki frá og skyldleikinn viö nútíma ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.