Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Page 4
„OGHVAÐAN ER MAÐURINN? spuröu þeirá bæjunum, þegar viö riöum í hlað“ Nini Jónsdóttir Andersen. NINI ANDERSEN, dóttir Jóns Stefánssonar málara, segir frá barnæsku sinni á Friðriks- bergi í Kaupmannahöfn og ferðalagi með föður sínum á hestum norður í land, þar sem málarinn var að afla sér fanga. — Eftir Huldu Valtýsdóttur. © Nini Andersen, dóttir Jóns Stefánssonar listmálara dvaldist hér um tíma í sumar hjá hálfsystur sinni Bryndísi Jónsdóttur til að hitta ættingja og vini. Hún og eiginmaður hennar Norman Andersen verkfræðingur hafa verið búsett í Bandaríkjunum síðastliðin 40 ár en hafa þó komiö nokkrum sinnum til íslands. Níní er dóttir Jóns og fyrri konu hans Elsie. Hún er fædd í Svíþjóð og ólst upp í Danmörku en fluttist með föður sínum til íslands árið 1926 og dvaldist hjá honum að mestu næstu 10 árin eða þar til hún giftist. Hún var beðin að rifja upp svolítiö brot af æskuminningum og hvað helzt hefði á hennar daga drifið. Jón Stefánsson listmálara þarf varla ad kynna lesendum svo þekktur sem hann er öllu listelsk- andi fólki hér á landi. Hann er tvímælalaust meöal þeirra sem fremst standa í flokki íslenzkra málara og ef til vill sá þeirra sem hefur unniö sér hvaó mestan oröstír á erlendri grund enda var hann langdvölum í Danmörku eins og margir íslenzkir listamenn á fyrri hluta 20. aldarinnar. Jón Stefánsson var ákaflega ástsæll meöal vina sinna og mikils metinn, ekki aðeins sem lista- maður heldur einnig fyrir afburða gáfur og alla þá mannkosti sem prýöa mega hinn leitandi lista- mann. Hér á ekki aö fjölyröa um list Jóns Stefánssonar en þó er freist- andi að vitna í bók, sem listfræð- ingurinn Poul Uttenreitar skrifaöi um Jón og kom út 1936. Þar segir frá því þegar Jón sneri frá verkfræóináminu sem hann hann hafði stundað um hríð í Kaupmannahöfn og sótti um inn- göngu í málaraskóla Zartmanns, sem gott orð fór af. Þaö var árið 1905. „Þér veröiö aö lofa mér því aö stunda námið af kappi,“ sagði Zartmann þegar Jón kom í skólann til viðtals. Jón svaraði því til aö hann skyldi gera eins vel og hann gæti, en þá brást Zartmann illur viö og sagði byrstur: „Þaö getur hvaða fífl sem er — þér veröió að gera meira en þér getið — annars er tilgangslaust aö vera aö þessu.“ Og Poui Uttenreiter hefur þaö efftir Jóni aö þessi orð hafi greipt sig svo í huga hans aö hann hafi æ síöan haft þau að leiðarljósi í þjónustu sinni viö listagyðjuna. Jón Stefánsson fæddist árið 1881 og er því skammt aö bíða þess að 100 ár séu liðin frá fæöingu hans. Það er því tímabært aö huga að því hvort ekki sé fært að halda hér veglega sýningu á verkum hans í tilefni þess og er þeim tilmælum hér með beint til viöeigandi aöila. „Foreldrar mínir kynntust í París, þegar pabbi var þar viö nám í skóla Matisse. Hann stundaöi þar nám þau fjögur ár sem sá skóli starfaöi. Móöir mín var þá ung ekkja, aðeins 21 árs, haföi veriö gift miklu eldri manni. Sjálf var hún af efnuðu fólki, ættuð frá Danzig sem þá tilheyröi Póllandi. Hún var viö frönskunám og bjó á heimavist- arskóla í París. Þau giftu sig áriö 1906. Samtíma pabba á skóla Matisse voru margir skandinavískir málarar sem síöar uröu frægir í heimalandi sínu, svo Þessa mynd sendi Muggur Nini frá Lillehammer ( Noregi þar sem hann dvaldist um hríð. Hann er þarna skrýddur norskum þjóöbúningi ásamt norskri „jentu“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.