Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1979, Page 5
var í lönó 1934. Með henni á myndinni er Þorsteinn ö. Stephensen í hlutverki Dags Vestan. sem norski málarinn Per Krogh og Jean Heiberg. Árið 1908 kom mamma til íslands meö pabba á skipi til Sauöárkróks og þau riöu um Skagafjörö. Hann vildi kynna fyrir henni landiö og fólkiö sitt. Mér var sagt aö henni hefði verið tekið ákaflega vel og sérstaklega var afi hrifinn af þessari fallegu brúneygu tengdadóttur sinni. Ég fæddist 1913 í Svíþjóö en foreldrar mínir bjuggu sinn búskap á Friðriksbergi í Kaupmanna- höfn. Þau höfðu nóg fyrir sig aö leggja í nokkur ár; hún var efnuð og honum haföi tæmst arfur. Þá var mikiö um dýröir í Kaupmannahöfn og vinahópur- inn stór. Meöal vina þeirra voru margir listamenn, íslenzkir og danskir, málar- ar, rithöfundar og leikarar. T.d. mætti nefna í þeim hópi málarana Lundstöm og Svane, skáldin Otto Gelsted og Emil Bönnelykke, Kaare Klint arkitekt, Johannes V. Jensen, Axel Salto og Poul Henningsen og norska skáldiö Hermann Wildenvey. Af íslendingunum eru mér margir minnisstæöir, t.d. Siguröur Guö- mundsson síöar skólameistari, en þeir pabbi voru skólabræöur og Muggur (Guöm. Thorsteinsson) var auövitaö tíður gestur. Þeir pabbi og Muggur voru eitt sumar saman aö mála á Lillehammer í Noregi. Sömuleiöis man ég eftir Jóhanni Sigurjónssyni og Gunnari Gunnarssyni, en viö vorum oft boöin að boröa til Gunnars og konu hans Franzisku á sunnudögum. Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Júlíana Sveinsdóttir og Valtýr Stefánsson og Kristín Jónsdóttir voru líka í kunningja- hópnum. Ég man eftir því aö Svein- björn Sveinbjörnsson tónskáld og skoska konan hans Nellie komu oft og þeir pabbi settust þá aö tafli, sögöu ekki orð allt kvöldiö en Nellie sat og prjónaöi. Ég var afar hænd aö Mugg enda var hann ákaflega barngóöur. Ég sat oft í fangi hans og hann bæöi söng og sagöi sögur. Því miður dó hann langt fyrir aldur fram. Þessi ár eru litrík í endurminning- unni, hvort sem ég man þau sjálf eöa mér hefur veriö sagt frá þeim. Sumum þessara listamanna, sem foreldrar mínir umgengust, þótti ekki síður en mörgum öörum gaman að gera sér glaðan dag og sumir fóru ef til vill stundum yfir strikiö. Ég man eftir sögu um Hermann Wildenvey sem stundum tók hraustlega til sín af „de váde varer“. Hann var kvæntur ákaflega laglegri konu aö mér fannst. Hún var Ijóshærö og grönn óg mjög hávaxin. Einhvern tíma kom hann að henni þar sem hún lá vákandi og súr í skapi en hann heldur illa haldinn eftir gleðskap sem hafði dregist á langinn, Hann haföi allt á hornum sér og varö á orði: „Og der ligger hun — meter efter meter“. Þessu var hent gaman aö. Ég man líka eftir Otto Gelsted sofandi í öllum fötunum í stofusófanum hjá okkur þegar ég vaknaöi aö morgni. Otto Gelsted var mikils metiö skáld í Danmörku. Hann þýddi Ijóð Jónasar Hallgrímssonar „Feröalok" og „í Öxna- dal“ eftir Jónas Hallgrímsson og þaö mun hafa verið Gunnar Gunnarsson sem kynnti honum efnið Árið 1920 hélt pabbi sína fyrstu málverkasýningu í Kaupmannahöfn og brenndi þá öll þau málverk sem hann haföi gert fyrir þann tíma svo ekki eru til nein eldri málverk en þau sem voru á þeirri sýningu. Foreldrar mínir höföu þá slitið samvistum og skildu 1921. Ég var hjá pabba á veturna en mömmu á sumrin. Seinna giftist hún lækni á Jótlandi. Alla tíö hélst þó góö vinátta milli þeirra: pabbi skrifaði henni alltaf og hún heimsótti hann oft þegar hann haföi vinnustofu í St. Kongensga- de í Kaupmannahöfn á heimsstyrjald- arárunum síöari. Ef ég ætti aö lýsa henni meö nokkrum oröum mundi ég segja, aö hún hafi alltaf veriö mjög sjálfri sér samkvæm, en hún átti erfitt meö aö laga sig aö breyttum aðstæö- um. Sjálf sagöi hún oft, aö hún væri eins og Ijóti andarunginn í ævintýri H.C. Andersens „som skulle kanöfles" af því hann var ööruvísi en hinir. Viö pabbi bjuggum á Friöriksbergi og ég gekk í kaþólskan skóla. Ég haföi ekki veriö skírö en minnist þess, aö okkur var eitt sinn sagt í skólanum, aö þeir sem væru ekki skírðir kæmust ekki til himna eftir dauöann. Þá var ég 9 ára. Ég flýtti mér heim og spuröi pabba hvort hann væri skírður, sem hann og auðvitaö var þar sem afi hans haföi veriö prófastur. „Ég vil fara þangaö sem þú ferð,“ sagði ég. Og þá var drifið í málinu. Ég var klædd í hvítan kjól og Valtýr Stefánsson og Kristín kona hans komu meö okkur í Holmens-kirkju þar sem skírnarathöfn- in fór fram en þar var þá íslenzkur prestur. Síöan fórum viö öll á Brönnum sem er þekktur veitingastaður viö Kongens Nytorv og fengum buff meö lauk og pönnukökur á eftir en þaö var minn uppáhalds-matur. Þaö var mín skírnarveisla og þar meö var mikil- vægu máli fyrir mig komiö í höfn." — 0 — Jón flutti til íslands áriö 1926. Fjárhagurinn var þröngur og varla hægt að lifa af málaralistinni. Þau Níní bjuggu fyrstu 3 árin hjá Guömundi Sveinbjörnssyni skrif- stofustjóra í Dóms- og kirkjumála- ráöuneytinu og konu hans Lovísu sem var hálf-systir Jóns og Níní heldur áfram: „Þau Guömundur og Lovísa bjuggu viö Túngötu 8 og heimili þeirra varö eins og okkar heimili. Þau áttu tvö börn á mínu reki, Ólöfu og Þórö sem uröu mér eins og systkini. Pabbi hafði vinnustofu upp á lofti í húsi „Völundar" viö Skúlagötu og á sumrin feröaöist hann um landið og Mynd af Nini tam birtiat (Morgunblaö- inu óriö 1935 í tilefni af tíakusýningu sem haldin var þá í Reykjavík ó vegum verslunarinnar „Gullfoss'1. Jón Stefónsson ásamt foreldrum sín- um, Stefáni Jónssyni, kaupmanni á Sauöárkróki og Ólöfu Hallgrímsdóttur. Telpan á myndinni er Lovísa Pálma- dóttir frænka Jóns og uppeldissystir. Heiðrekur Guðmundsson Litið um öxl Nú lækkar sólin á lofti og líöur á kvöld. Hver hæð er í skínandi skrúða, en skuggar í laut. Ég horfi til austuráttar, en örskamma stund. Man alla áningarstaði við ævinnar braut. Missir Ég þekki mann, sem missti fót. — En líöur eftir vonum vel, því vinir styöja hann. Ljóðin eru úr nýrrí Ijódabók Heióreks, eem heitir Skildagar og kemur úf hjá forlagi Helgafells um þeaear mundir. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.