Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Síða 3
Um Pál á Hjálmsstöðum, bónda, gleði- mann og skáld — einn þeirra, sem lyft hafa ferskeytlunni í æðra veldi. Páll á Hjálmsstööum þótti mjög vörpulegur maður á yngri árum eins og sést af myndinni. Hann er sá sem situr í stólunum og hefur þarna komið við hjá Ijósmyndara ásamt vini sínum, þegar þeir voru í kaupstaðarferð. hvílíkt erfiöi var lagt á börn og unglinga hér á landi þegar hann var aö alast upp. Faöir hans, Guðmund- ur Pálsson, bóndi á Hjálmsstöðum, var annálaöur kraftamaöur, ekki einhamur viö störf og all vinnuharður aö þeirrar tíöar siö, enda bjó hann við mikla ómegö, eignaðist 17 börn, 6 meö fyrri konu sinni og 11 meö hinni síöari. Þá var mikill barnadauöi altíður á íslandi, einkum af völdum barnaveikinnar illræmdu, og aöeins 7 af 17 börnum Guðmundar komust til fulloröins ára. Nútímafólk þarf sem betur fer ekki að horfast í augu viö þau ósköp. Páll hóf, eins og áöur var getiö, búskap á Hjálmsstööum áriö 1901. Nærri má geta hve annríkt hann hefur átt langt fram eftir búskaparár- um sínum meö hinn stóra barnahóp sinn. Páli sóttist búskapurinn vel. Hann bætti jörö sína jafnt og þétt og gerðist, þrátt fyrir ýmiss konar áföll, uppgangsbóndi. A hann hlóðust, eins og fyrr segir, margs konar trúnaöarstörf fyrir hreppsfélag Laug- dæla. Af því, sem hér hefur veriö til tínt, læðist sá grunur aö manni aö þessi skáldþóndi hafi einatt orðið aö sinna ástríöum sínum, bóklestri og yrkingum, á nóttum eftir langan vinnudag. Aö næturlagi ræddi hann einnig, eins og aö framan greinir, viö ýmis stórmenn andans og aflaöi sér þannig menntunar. Hann átti löngum lítt heiman gengt nema í brýnum erindum, ýmist fyrir sjálfan sig eöa aöra. Samt getur hann í Minninga- þáttum sínum fjögurra skemmtiferöa sem hann lét eftir sér aö fara og haföi mikla ánægju af. Skal nú lítillega vikiö að þeim. Fyrstu ferðina fór Páll, 51 árs gamall, í júlímánuöi áriö 1924 ásamt þrem vinum sínum, þeim Böövari Magnússyni, hreppstjóra á Laugar- vatni; Þorsteini Þórarinssyni, bónda á Drumboddsstöðum í Biskupstung- um, og Stefáni Diðrikssyni, kaupfé- lagsstjóra á Minniborg í Grímsnesi. Þeir fóru ríöandi alla leið til Hvera- valla. Þessi ferö haföi lengi veriö fyrir- huguö. Páll lýsir hugarástandi sínu morguninn, sem þeir lögöu af staö, á bls. 160—61 í Minningaþáttum og kemur naumast betur fram annars staöar hve ríkt skáldeöli bjó í honum. Hann segir: „Þegar við lögöum af staö var morgunninn eins og hann getur oröiö fegurstur í Laugardal, hlýr og mildur, reykir á stöku staö, vatnið spegilslétt meö svörtum silkimjúkum skuggum á víö og dreif, skógarhlíöarnar dökkgræn- ar teygjandi sig upp eftir fjöllunum og nakin auön efst, steingrá meö rauðbrúnum flekkjum. Ég held, aö ég hafi sjaldan á ævi minni veriö eins þrunginn af ólýsanlegum lífsfögnuöi og þegar ég reið inn veginn frá Hjálmsstööum viö hliö félaga minna. Ég fann, aö þeir voru og í slíku hugarástandi, og ég man hve yrkis- efnin flykktust aö mér, og allt varö eiginlega aö Ijóöi og næstum því lagi í huga mínum. Og þannig var öll feröin, en hún stóö í fimm sólarhringa. Eg sagöi Ungmennafélagi Laugdæla alla feröasöguna í Ijóöi. Þetta Ijóö skap- aðist aö nokkru leyti á sjálfu feröa- laginu, en ég setti þaö saman og gekk frá því viö orf og önnur störf mín dag eftir dag eftir heimkomuna. í því getur aö líta ekki aöeins feröasöguna sjálfa heldur og þær hræringar, sem áttu sér staö í hugskoti mínu þessa daga.“ (Minn- ingaþættir, bls. 160—61). Þessi frásögn veitir okkur sýn inn í kveöskaparsmiöju hins önnum kafna skáldbónda á Hjálmsstööum. Þegar hann hefur velt af sér reiðingi erfiöisvinnunnar, tekið hnakk sinn og hest og hleypt á burt undir loftsins þök eins og vinir hans, Stephan G. Stephansson og Einar Benediktsson, myndu sennilega hafa getaö fallist á aö oröa þaö, er hann undir eins oröinn Ijóðskáld af lífi og sál. En þessi sælutíð stóö ekki nema 5 daga og ferðakvæðinu, sem Páll getur um, varð hann aö ganga frá dögum saman önnum kafinn, m.a. viö orfið úti á teig. Kvæöiö varö hvorki meira né minna en 23 erindi og er prentað á bls. 161—65 í Minningaþáttum. í feröinni orti Páll 12 erinda kvæöi um Fjalla-Eyvind og kofa hans í Eyvindarveri. Bragarhátt- urinn er baksneidd braghenda. (Sjá Minningaþætti bls 165—66). Einnig orti hann þá þessi erindi um hina alkunnu hrossbeinahrúgu á Kili frá Reynistaöarbræörum: Hefur eina og hálfa öld hrauniö steinmeitlaða varöveitt beinin ber og köld blakka Reynistaöa. Líður tíö, en fjöllin fríð föstum bíða í skoröum. þar’s í hríðum hinzta stríö háöu lýóir foröum. (Minningaþættir, bls. 166—67). Þrjár seinni ferðirnar kallaöi Páll lúxusflakk og sagöi frá þeim í samnefndum kafla á bls. 175—80 í Minningaþáttum. Hinn 5. desember 1928 sigldi Páll meö „Selfossi" til Skotlands og Englands í boöi vinar síns, Ásgeirs Jónassonar skipstjóra, og kom heim aftur á aöfangadag jóla. Haföi hann gaman af þeirri ferö og orti þá nokkrar vísur. Næsta lúxusflakk Páls var þátt- taka hans í för 170 sunnlenskra bænda til Norðurlands áriö 1938. Var sú för farin í 13 bifreiðum. Nutu bændurnir aö vonum frábærrar gestrisni norölenskra stéttarbræöra sinna í bjartnættinu um Jónsmessu- leytið. Síöustu skemmtiferö sína fór Páll aö eigin sögn fyrirvaralaust og af skyndingu í flugvél úr Reykjavík yfir Suöurlandsundirlendiö til Horna- fjaröar, nokkuö inn yfir hálendiö og aftur til Reykjavíkur. Eftir þá ferö kvaöst Páll hafa þekkt landið sitt betur en áöur. PÁLL segir á bls. 232 í síðasta kafla Minningaþátta: „Ég hef alla tíö verið glaösinna. Þó aö einstaka sinnum hafi syrt í álinn, þá hef ég hvorki byrgt minn harm né stöövaö sókn mína til bjargar mér og mínum. Ég erföi frá fööur mínum lífsþorsta og óslökkvandi þrá eftir gleöinni. Ég var lengi fram eftir árum barn í hugsun, gladdist skjótlega og naut vel þess, sem mér barst af yl og fegurð." Þannig fórust Páli Guðmunds- syni orð er hann átti fá ár ólifuð. En á 85 ára ævi er ýmissa veöra von og Páll fór ekki varhluta af mótlæti og öröugleikum. Hann sagöi sjálfur: „En ég hef tekið eftir því á langri ævi, aö erfiöleikarnir koma í bylgjum. Stund- um getur allt gengiö meö miklum ágætum árum saman, en stundum hrúgast óhöppin á mann ár eftir ár. Og eignatjóniö var ekki þaö eina, sem steöjaöi aö.“ (Minningaþættir, bls. 84). Ástvinamissirinn var vitanlega sárastur enda óbætanlegur. Áriö 1914 missti Páll Þórdísi, konu sína, frá 8 börnum í ómegö eins og áður er getið. Fyrsta barn sitt, Oddnýju, missti hann 13 ára gamla; Guðmund, son sinn, tvítugan; Gróu, dóttur sína, á besta aldri og Erlendur, sonur hans, fórst meö togara. Allt voru þetta börn hans af fyrra hjónabandi. (Minningaþættir, bls. 235—36). í kveðskap sínum lítur Páll stundum yfir liöna ævi og lýsir sjálfum sér. Áriö 1923 yrkir hann fimmtugur: Hér í Dalnum hef ég lifaö hálfa öld og strítt, hlegiö, grátiö, óskaö, efaö, afneitaö og hlýtt. Hérna leit ég æskuárin, ungdóm, þroska, gráu hárin. Héöan vil ég hafnir finna heim til feöra minna. (Kvæöasafn 2, bls. 170). Árið 1948 lýsir hann sjálfum sér þannig í kvæöi til Eyjólfs Svein- björnssonar: Eg þótt sé nokkuö ellimóöur er þó brattur og heilsugóöur. Sjónin er gölluö, sálin hraust. Enn er gaman að yrkja og lifa, eta og drekka, lesa og skrifa og hlaupa til bæja hjálparlaust. (Kvæðasafn 2, bls. 22). Áriö 1951 yrkir Páll: Þrekiö mitt er þorrið aö kalla, þaö er mér stórleg eftirsjá. Þetta kemur yfir alla aldri sem að háum ná. Sjónin dauf og heyrnin hláleg. Hagmælskan er vikin frá. Viö þetta búa orðlaus á ég ævin meðan vara má. (Kvæðasafn 1, bls. 186). Framhald á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.