Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1980, Page 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu oPT- Kt' ✓ UULMH HÆR fíLLX k? pLT- OÍAC. arj LKm BUrn H- o R. N $ T R A N 1 R ö A K A trn* tCóuud K 'A PPoPI AFL •1 'A R KC- AKI '/ 5 r^rír mdf, kvcoi R L 5 T A AR K A L A zews ffÆfL hc hr — i H Lfoki 3£ífl o M KXxnifl S1UÐ A R T Ar R L G 4 u R j flrt* 5 ö £> A K KÍC A T l«W- rxai * HoíAR A L 4 A T A R > A L / K B I F A F 8?- A FUC.L A R 4 1 M MATUR f i>Vf- S V l ±> ‘tuLh ÍKfL- R A T A “V. r Ui ‘A R 4 R V 'A HML b £ T A A SKtr h A R úk Mí- IfL ú. á*- 1 L R 1 T A í> I ai n, ( N A £ L A Ð l nn N A E N rePt. N A £> R A l'. r- K A L 1 N Aí R 4 >TAV- A «- o-VK. L> ITTká* T«i- H l*. N A U M A R íi £> /' N ■ A Jilre fe* N A 4 A ■.T M R o T N A V l í> -* M T P 43 V 0 T T l N N V l 9 A •R pkTmS raur-.- ÍFMl rO R b 1 - Jí A uV. K A T 1 flíKl- lj MW ÝtTN mmmzm ap /ÁETuR (kETT oV —* Nl X w le l'1 1 ^v ElíKAIZ WNM f VRR />ajk n VRK- F/CRNI TUhíí L- \£> m fjVÍLT rmFLfi K/WD ,N' 1 > * fuul- Aun yi M£ rJLi ' * ’lL'ft T PVR. £MD' INA KotJPi flNÍ fÉLTAW 4 LBC-Ul p. ilAt / l>° 1 u' H(=>Æ KoRN SKAÐI ÚRKt> K'RVDD V 5pa 4' FT oR5 + TKBC1| ■ Ku'ok £ flrvr - wlt. LTÓMf) HfiV f^R imnÍL l+VftVJC- /Lfl A NuDD- w \5> hfpFM Lruu- KAFM ho.;- j> ýr K — ToKUU 9? T'aé VATM ToWN HklNðL LAND Kuki KEMRI 6 RM- H L T, 1» V - > Pállá Hjálmsstöðum Framhald af bls. 3 Áttræður kveður hann áriö 1953: Áttræður kall er öskufall út í halla runninn, klakasalli, kalk og gjall, kjarninn allur brunninn. í óbundnu máli segir Páll ári síðar: „En nú er ellin að kreppa klærnar, brjóstiö orðið mótt — og sjónin aöeins skfma. Ég þeysi ekki framar á fákum mínum, tek aldrei framar hnakk minn og hest.“ (Minninga- þættir, bls. 235). Páll á Hjálmsstöðum lifði merki- legt tímabil í sögu ísiendinga. Hann kynntist í æsku kyrrstöðu fyrri tíðar og seinna á ævinni nýstárlegum tækniframförum á ýmsum sviðum samfara auknu frelsi þjóöarinnar og bættum efnahag. Hann fylgdist vel með tímanum. Sjálfur komst hann þannig aö oröi áriö 1954: „Ég hef séð miklar breytingar um dagana. í raun og veru hef ég séö þrjár aldir. Þetta lætur ef til vill undarlega í eyrum, en ég kynntist þremur mönnum, sem fæddir voru fyrir aldamótin 1800. Páll, afi minn, fædd- ist 1797, Hallgerður á Ormsstöðum, ömmusystir mín, fæddist 1797 og Ólafur gamli á Hesti fæddist 1798. Ég þekkti allt þetta fólk mjög vel og nam af því sögur fyrri alda.“ (Minn- ingaþættir, bls. 236). Hann sagði enn fremur: „Minn- ingin um þetta fólk átjándu aldar lifir í huga mínum. Og nú eygi ég framtíöina í augum barnabarnanna, sem leika sér við kné mér. Augu þeirra munu sjá tuttugustu og fyrstu öldina. Ef til vill hef ég gefiö þeim eitthvert veganesti inn á fyrirheitna landiö, eins og ég fékk mitt frá átjándu öldinni. (Minningaþættir, bls. 237). Athygliverð eru framangreind orð Einars skálds Benediktssonar í margmenninu á Hótel Reykjavík þegar Páll á Hjálmsstöðum kom þar inn: „Sjáiö þennan blakka og veður- baröa sveitamann. Hann gæti sann- ariega verið ykkur, bleiknefjuðu veimiltítunum, til fyrirmyndar." Engum manni var fremur trúandi til aö sjá hvílíkur skáldþróttur bjó í Páli en þessum glöggskyggna skáld- jöfri. Ýmsir telja að Einar hafi verið forvitri og um margt á undan samtíö sinni. í því sambandi benda þeir hinir sömu m.a. á hugmyndir hans. Að vinna raforku úr íslenskum fallvötn- um og framkvæmdir hans lútandi að virkjun Þjórsár sem urðu ekki aö veruleika fyrr en eftir hans dag. Hví skyldi hið mikla skáld ekki hafa veriö manna nærfærnastur um skáldgáfu Páls á Hjálmsstöðum? í samtali viö Pál eftir fund þeirra Einars Benediktssonar á Hótel Reykjavík sagði Einar, eins og áður er getiö: „Maöur sækir vit og þrótt til bændanna, en svo fægir menningin allt saman — og þá verður úr því góðmálmur." Þarna viröist Einar vera að flokka íslenskan skáldskap. Sjálfur var hann í flokki víðförulla, hámenntaöra heimsmanna, hafði átt þess kost að kynnast skáldmenntum annarra þjóöa í því umhverfi þar sem þær höfðu skapast og gat fágaö kveð- skap sinn til auðinnar hlítar. Páll var hins vegar hinn störfum hlaöni bóndi og sveitarstjórnarmaður sem orti kvæði og stökur án þess aö hafa tíma til aö liggja yfir að snurfusa skáldskap sinn; lét sér þá eínnig stundum á sama standa um afdrif vísnanna sem hann kastaöi fram að gefnu tilefni. Hvað mátti hann vera að því að liggja yfir að fága kveð- skap sinn? Hann haföi sannarlega meir en nóg að starfa viö aö konia 15 börnum sínum til manns og bæta jörð sína ár frá ári. Páll var skáldbóndi eins og Stephan G. Stephansson. Þetta vissi hann vel sjálfur og þess vegna var hann ögn feiminn við hinn vestur- íslenska skáldjöfur. Hins vegar fann hann ekki til neinnar vanmáttar- kenndar gagnvart hinum hámennt- aða heimsmanni Einari Benedikts- syni sem var annarrar stéttar maöur en hann sjálfur. Grundvöllurinn aö kveðskapar- hneigð Páls var lagöur af Aldísi, móðursystur hans, viö hlóðirnar í eldhúsinu á Hjálmsstööum, þar sem hann sat ásamt systkinum sínum á kafi í reyk og hlýddi hugfanginn á sögur og rímur af vörum þessarar gáfuðu konu. Sem skáld reyndist Páll trúr hinni gömlu skáldskapar- hefð þjóöar sinnar, rímum og lausa- vísum, og lék sér þá einatt aö öröugum bragarháttum, orti m.a. sextánmæltar hestavísur svo að dæmi sé nefnt. Einhver kann að hugaa sem avo: Hvenær tókst Páli best upp að yrkja? Væri þá átt við: Hvar náði braglist hans hámarki? Því veröur ekki reynt að svara hér, enda fellur mat á kveðskap skáldbóndans utan takmarka þessarar greinar. Þrátt fyrir heilmikla bókmenntalærdóma er víst óhætt aö segja aö enn sé ófundinn óskeikull mælikvaröi á gæði kveðskapar. Þar verður hver Ijóöaunnandi að hrífast af sjálfsdáö- um og á sinn hátt. Gallar á bók- menntum eru hins vegar oft næsta auðsæir og sitthvað af því tagi dæmir sig þar sjálft að kalla. Mér hefur alltaf fundist Tómas- arríma merkur kveðskapur og frá- bær miðað við margt í þeirri kveö- skapargrein. Þarna dregur skáldið upp ógleymanfega mynd af Tómasi Tómassyni, bónda í Brattholti í Biskupstungum, sem á sínum tíma varð landfrægur fyrir það aö hann vildi ekki Seija Englendingum Gull- foss. Hafði Tómas neitaö sölu foss- ins meö þeim ummælum að hann seldi ekki vin sinn og þótti snöfur- lega mælt. Tómas var hár vexti og fríður sýnum, sérstæður í skoöunum og tali og forn í háttum. Hann tók til að mynda ekki upp þá nýbreytni að nota hestvagna í kaupstaöarferöum heldur flutti varning sinn á bagga- hestum í lest eins og löngum haföi tíðkast. Tómas dó árið 1926. Auöséð er á rímunni aö Páli hefur fundist mikið til Tómasar koma. í hrifningu sinni tekst honum að gera myndina af honum táknræna. Við sjáum þar Ijóslifandi býsna sérkenni- legan og traustan fulltrúa horfinnar bændakynslóöar sem ekki á aftur- kvæmt. Ekkert Ijóðaform hæfði þvílíkri manngerð betur en ríman, hið aldagamla söguljóð sem Aldís á Hjálmsstööum haföi kennt Páli korn- ungum að meta í bókmenntaaka- demíu baðstofunnar og hlóöaeld- hússins forðum. Tómasarríma vitnar um staðgóða þekkingu á rímnagerð og skáld- skaparmáli rímnanna en jafnframt stranga hófsemi listamannsins á notkun þess. Þarna var Páll að yrkja um sérkennilegan mann sem hann gerþekkti og dáöi. í þetta sinn hófst hann ekki einvörðungu allur á loft á góðri stund, heldur gaf sér einnig tóm tll aö liggja yfir vísunum og fága þær til auðinnar hlítar. Enda þótt Páll segi á bls. 122 í Minningaþáttum að ríman sé kveðin á skömmum tíma hygg ég að hann hafi verið talsvert lengur aö yrkja hana en flest annaö

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.