Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 2
Formáli og Ijóðaþýðingar efftir Aöalstein Ásberg Sigurðsson JOÐSKALDIÐ HEMINGWA Y Aö ofan: Skáldið og hsimsmaourinn Hemingway, klæddur samkvæmt tízku tímans, é nautaati 1931. En allir hata einhverju sinni verið ungir og til hægri sjáum viö upprennandi skáld meö ævintýraglampa í augum, hér er Hemingway aðeins 16 ára. NeOst: „Töffarinn" Hemingway, — þannig vildi hann gjarnan Ifta út í ásýnd heimsins. BÖKMENNTIR OG LISTIR Aö líkíndum kannast fáir viö Ijóöskáld- iö Ernest Hemingway, en fyrir skömmu var gefiö út í New York safn Ijóöa skáldsins, 88 Ijóö. Ernest Hemingway ætlaöi sér reyndar aldrei aö veröa Ijóöskáld, en einsog svo margir sagnaritarar fékkst hann talsvert viö Ijóöagerö, einkum á sínum yngri árum, áöur en hann vann sér fastan sess sem skáldsagnahöfundur. Þrátt fyrir aö Hemingway léti aöeins frá sér fara tuttugu og fimm Ijóö um ævina, var hann þö afkastameiri en almennt gerist um hans líka. Og af Ijóöunum 88 voru 73 fullgerö áriö 1929, þegar Vopnin kvödd komu út. Ljóðskáldið Hemingway er mótsagna- kennt, bráölynt og alþýölegt, og á margarv fiáí! fráb'uyöíð sínúmsamiímá. Ef til vill kunni hann sjálfur best aö meta gamansemi kveöskaparins, því þótt hann væri tvímælalaust höfundur síns tíma, stóö hann eilítiö utan samtíöarinnar og varö síöar meir ákaflega einmana, þegar gamlar minningar, heilsuieysi og örvænt- ing skyggöu á fjölbreytt líferni. í Ijóöunum má greina hinn raunverulega mann þroskast, ekki goösögnina, og því ekki fjarri sanni aö líta á þau sem tilraunir úr rissbók listamannsins. Fyrsta bók Hemingways, Þrjár sögur og tíu Ijóö, kom út í París 1923 og var upplagi'", aöeins 300 eintök. Ljóðin voru fremur notuö sem uppfylling í bókina, því nokkru áður haföi megniö af handritum skáldsins glatast á feröalagi, svo grípa varö til þess, er tiltækt var, m.a. þeirra Ijóöa, sem birst höföu ítímaritum um þaö leyti. Bókarkorniö seldist upp á skömm- um tíma, en fór að mestu framhjá gagnrýnendum, sem þótti þaö í þynnra lagi. Sjálfur var Hemingway heldur aldrei sérlega hrifinn af þessari frumraun sinni. Á þriöja áratugnum var þýska bók- menntaritið Þverskurðurinn (Der Quer- schnitt) eitt af þekktari bókmenntaritum í Evrópu og birti þá verk margra ungra höfunda. í blaöinu birtust Ijóð á erlendum tungumálum, en annaö efni var aö mestu á þýska tungu. Þverskuröurinn birti langa smásögu eftir Hemingway, Hinn ósigraða (The Undefeated), og nokkur Ijóöa hans. En Hemingway áleit það ekki þýöingar- mikiö spor á ferli sínum, heldur þarfnaö- ist hann peninganna, sem hann fékk fyrir. Sárasjaldan minntist Hemingway á Ijóöagerö sína í öörum skrifum sínum. Þó lýsir hann í Grænuborgum Afríku (1935) fundi sínum viö Austurríkismanninn Kandisky, sem er sögunafngift á Hans Koritschoner, miklum áhugamanni um samtímabókmenntir. Hemingway kynnti sig fyrir honum og Kandisky hugleiddi nafnið: „Hemingway er nafn, sem ég hef heyrt. Hvar? Hvar hef ég heyrt það? Ó, já. Dichterinn. Þú veist, Ijóöskáldið Hem- ingway?" „Hvar hefurðu lesið hann?" „í Þverskurðinum." „Sá er maöurinn", sagöi ég, harla ánægöur. Þverskuröurinn var þýskt tíma- rit, sem ég haföi skrifað nokkur klúr Ijóð fyrir og birt eina langa smásögu í, löngu áöur en ég gat selt nokkuð í Ameríku."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.