Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 6
Rætt við Sólveigu M. Björling sem syngur hlutverk í Óperu Þjóðleik- hússins Með föður og eiginmanni, þeim Sigurd Björling og Gústaf Jóhannessyni. Tónlistin skapar mótvægi gegn stritinu Mynd frá ungfrúarárunum. Frá síðastliðnum jólum hefur Þjóð- leikhúsiö sýnt óperuna Orfeif og Evri- dísi, þar sem konur fara jafnt með kven- og karlhlutverk. Meðal þeirra sem sýningin hvílir á er söngkonan Sólveig M. Björling, sem annaðhvort er sænskur íslendingur, eða íslenzkur Svíi, eftir því hvernig á er litið. Hún er nefnilega sænskur ríkisborgari, en búsett á islandi og starfar hér. Enda þótt nokkuð oft hafi heyrst í Sólveigu, getur hún naumast talizt víðfræg ennþá, en vegur hennar fer vaxandi og stígandi lukka er bezt eins og kunnugt er. Sólveig og eiginmaður hennar, Gúst- af Jóhannesson, hafa byggt einbýlishús í Garðabæ, á fallegum stað skammt frá Vífilsstöðum. Þau eiga eina dóttur, tveggja ára. Húsbyggingin hefur kostaö fórnir, sem flestallir íslendingar þekkja af eigin raun; eins og flestir hafa þau Sólveig og Gústaf unniö sjálf aö hús- byggingunni og tekið húsið í notkun í áföngum eftir því sem smíði þess hefur miöað. Sólveig sér samt ekki eftir fyrirhöfninni og þegar ég hitti hana aö máli á heimili þeirra hjóna, sagöi hún: „Hér kunnum við vel við okkur og allt gott um staðinn að segja að því undanteknu, að vindstrengur myndast framan við húsið og hleður hann upp háum sköflum, þegar snjór er og skefur. Þá kemur fyrir, að við komumst ekki út úr bílskúrnum meö bílinn og hér í Garðabæ er það mjög bagalegt; fáar strætisvagnaferöir eru héðan til Reykja- víkur, þar sem flest fólk vinnur. Þegar bjart er yfir, höfum við stór- kostlegt útsýni og þaö er eins og himintunglin skýrist öll, þegar ekki eru götuljós til að glepja manni sýn til himins. Við tökum líka betur eftir noröurljósunum.“ Arinn í stofunni hrífur mig. Hann hefur Marteinn Davíðsson hlaðið og hefur vel tekizt. Sólveig segir: „Viö erum mjög ánægð með hann; ekki einungis útlitsins vegna, heldur trekkir hann mjög vel og við hjónin erum bæði mjög hrifin af arineldi. — Og blómum", bætir Sólveig við. Blóm þarfnast umhyggju og fá hana hér; þau daf'ia vel á þessu heimili. Tal okkar beinist að óperunni og hlutverki Orfeifs, sem Sólveig syngur; það er karlhlutverk. „Þú hefur áður sungíð karlhlutverk á sviöi Þjóðleikhússins?“ „Já, ég söng hlutverk Orlofsky greifa í Leðurblökunni, sem sýnd var fyrir nokkru. Maðurinn minn hefur strítt mér með því að ég muni festast í karlhlutverk- um. Það eru þó nokkur óperuhlutverk sem alltaf eru sungin af altsöngkonum. T.d. í Ævintýrum Hoffmans, Brúðkaupi Fígaros, í Rósariddurunum. Þau eru fleiri. Hlutverk Orfeifs er mjög fallegt, mjög stórt og mjög erfitt að syngja, ekki sízt vegna þess að maöur þarf að syngja sterkt á lágum nótum, en það gerir þaö miklu erfiöara." Sólveig M. Björling er af raddfólki komin, en foreldrar hennar eru Sigrún Ögmundsdóttir, sem var fyrsta þula ríkisúivarpsins, og Sigurd Björling óperusöngvari. Hann hefur verið einn af aöal baritónsöngvurum Stokkhólms- óperunnar í áraraöir. Auk þess hefur hann sungiö í stærstu og frægustu söngleikahúsum heims. Við víkjum að bernsku hennar. „Ég er fædd í Svíþjóö, og var þar þangað til ég var 11 ára, en þá skildu foreldrar mínir. Móðir mín flutti heim með okkur Bergljótu systur mína, en hún er tveimur árum yngri en ég. Amma mín og alnafna Margrét Sigurð- ardóttir, — ég heiti Sólveig Margrét og er Sigurðardóttir, — flutti með móður minni til Stokkhólms og átti hún heimili hjá okkur, en hún lést áður en aö við fluttum heim. Sjálf er ég sænskur ríkisborgari, og held sænsku nafni. Amma þóttist þess fullviss aö ég yrði söngkona. Merkti hún þaö af því, að ég haföi sungið vísur áður en ég fór að tala orð. Eins hafði hana dreymt í þá áttina, en hún var draumspök."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.