Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 13
” Innan hinnar rituðu sögu er ekki unnt að fullyrða, að einstaklingar okkar tíma séu greindari en forfeður okkar. En samt er engum vafa undirorpið að við — með sameiginlegu átaki þeirra — skiljum betur víddirnar, kröfurnar, möguleikana, vonirnar og umfram allt hina djúpu einingu heimsins, sem er í okkur og umhverfis okkur.íí sömu stærö og viö sjálf. Viö skulum viröa fyrir okkur þaö, sem gerist viö uppeldi. Uppeldi, skref í framfaraátt, eru kennd meö fordæmi og endurtekin meö eftirlíkingu. Af ýmsum ástæöum höfum viö tilhneigingu til aö gera lítiö úr hinu mikilvæga hlutverki uppeldisins í þróun lífveranna. í fyrsta lagi er þaö ósköp venjulegt fyrirbæri. Utanfrá séö birtist þaö okkur á auöskilinn, einfaldan og hversdagslegan hátt. Hví skyldi því eign- uö einhver dulræð merking? Auk þess virðist uppeldi vera svo sérstakt fyrir mannlegt líf. Hví skyldi því eignaö al- mennt líffræöilegt gildi? Og aö síöustu er uppeldi svo óljóst og viökvæmt fyrirbæri. Þaö breiöir sig yfir líf vort eins og sé mönnum strokiö á tilviljunarkenndan hátt. Því er haldið viö og það þróast viö óvissar og breytilegar kringumstæöur. Hvernig á aö vera unnt aö líkja því viö hið torskilda orsakalögmál, sem stjórnar ófrávíkjanlegri þróun lífsins? Ef menn lifa sig hins vegar inní fyrirbæriö uppeldi, þá opnast nýjar sýnir á bak viö hversdags- legar hliöar þess. Uppeldi væri að sjálfsögöu sérmann- legt fyrirbæri, ef þaö næði einungis til vitsmunalegs uppeldis. Þaö er hins vegar nægilegt aö kynnast heimi dýranna til aö átta sig á, að hiö „mannlega“ er einungis til, vegna þess aö þaö felur í sér eitthvaö almennt. Þetta almenna hefur aö vísu tekiö breytingum, en viö þekkjum þaö í ófullkomnari myndum, sem hverfa aftur í gráa forneskju. Hundar, kettir og fuglar ala upp afkvæmi sín meö þúsundum fíngeröra hreyfinga, á veiöum, á flugi, eöa, þegar þeir byggja sér hreiöur. Miklu fremur á þetta viö um apa. Og hvernig á aö skilja hina óvenjulegu hegöun bjórsins og skordýra, ef hún er ekki afleiöing af reynslu, af uppeldi, sem safnast hefur saman ættliö eftir ættliö og gengiö í arf? Uppeldi sem fyrirbæri birtist okkur einungis meðal dýra, sem öölast hafa nokkurt frumkvæöi eöa lifa í hópum. Þetta gefur okkur nægilegt tilefni til aö láta okkur detta í hug, aö uppeldi sé hugsanlega almennt líffræöilegt fyrirbæri, sem einkennir allan lífheiminn. Þaö er freistandi aö bæta því viö, aö uppeldi er ytra fyrirbæri, afleitt fyrirbæri í þróun lífsins. Heimspekingurinn Bergson hefur hins vegar bent á, hve tilviljunarkennd þau mörk eru, sem almenn skynsemi setur milli eöliseiginleika lífveru og frum- kvæöis þeirra þegar þær eru á fóstur- skeiöi. Þegar unginn heggur í sundur eggja- skurnið í kringum sig, er þaö þá „lífskím- iö“ eöa kroppurinn, sem fær nefiö til að höggva? Þessi spurning, sem er mjög tímabær, þegar menn velta fyrir sér þróun eiginleika einstaklingsins, er jafn- óljós, þegar hugsaö er út frá uppeldinu. Hvenær hættir móöirin aö annast um afkvæmi sitt? Gerist þaö, þegar hún fer aö gefa því brjóst eftir aö hafa aliö þaö? eöa gerist þaö fyrst, þegar hún hefur vaniö þaö af brjósti og kennt því aö bjarga sér sjálft? Þótt þetta gerist á tvennan hátt, annan bundinn viö lífsstarf- semi móöurinnar, hinn viö meövitaöa framkomu hennar gagnvart öörum meö- vituöum einstaklingi, þá er þetta í raun og veru einn og sami ferillinn frá upphafi til enda. Þaö, sem gerist á þessum tvennum sviöum, tekur viö hvaö af ööru og virkar hvprt á annaö. Áöur voru nefndir þeir líffræöingar, sem neita aö viöurkenna, aö áunnir eiginleikar getl gengið í erföir. En hafa þeir í alvöru hugleitt þaö fyrirbæri aö fjöldinn allur af skordýrum, sem deyja án þess aö þekkja afkvæml sín, miöla lífsháttum sínum til eftirkomendanna, sem þau sjá aldrei? Ætla veröur, aö hegöun þessara skordýrategunda hafi oröiö til af tilviljunarkenndu fálmi, þegar foreldrarnir, vegna óiíks árferöis og annarra lífsskilyröa, þekktu eöa ólu upp afkvæmi sín. Ef þetta er rétt, veröa menn einnig að ganga út frá því, aö árangur uppeldisins hafi aö lokum fest sig í erfðaefniviðnum og þannig myndað eig- inleika, sem eru jafnbundnir einstaklingn- um efnislega og stærö, litur og aörir erfanlegir eiginleikar hjá tegundinni eöa kynstofninum. Af þessu má draga ályktun, sem mér viröist standast: Uppeldi er langt frá því aö vera nokkuö óverulegt, marklaust né tilviljunarkennt fyrirbæri meöal lifandi vera. Það er ekkert minna en ein af mikilvægustu og eölilegustu aöferöum viö hina líffræöilegu uppbyggingu teg- undanna. í því birtast okkur e.t.v. hinar margbrotnu einstaklingsbundnu erföir á meövitaöan hátt, þannig aö foreldrarnir koma af staö efnisbundnum stökkbreyt- ingum meö afkvæmum sínum. Þessar stökkbreytingar birtast í nýjum sálrænum eiginleikum afkvæmanna og eru síöan bornar áfram af þeim. Á þennan hátt, — umbúöalausara er ekki unnt aö lýsa því, — sjáum viö arfgengiö breytast úr einstaklingsbundnum arfi í sameiginlegan arf fjöldans. Arfurinn veröur félagslegur. Fyrsta afleiöing af þessari aðferö viö aö skoöa hlutina er auövitaö sú, aö viö getum sett í kerfi og dregið saman þær hugmyndir, sem almennastar mega kall- ast um lifandi verur. Annar kostur er einnig viö þetta, sem ég vil benda hér á. Þessi aðferð gefur öllu, sem tengist uppeldi mannsins nýtt gildi og mikilvægi og lætur þaö birtast í nýju Ijósi. Uppeldiö og maöurinn Meö manninum hafa valkostir einstakl- ingsins og möguleikar til myndunar samfélags náö hámarki meöal lifandi vera. Af þessari tvöföldu ástæöu á uppeldiö sem fyrirbæri skiliö aö fá rækilega meöhöndlun. Frá fæöingu erum viö skyndilega stödd í hringiöu mannlegs uppeldis og lífs og höfum aö jafnaöi hvorki áhuga né gefum okkur tíma til aö hugsa um, hvaö þaÖ felur í sér. En hvílík uppspretta undrunar yröi þaö ekki, ef við kæmum auga á þaö. Viö skulum gera í huganum eftirfarandi tilraun: Reynum aö hugsa okkur, aö þeir hlutir, sem við höfum þegið frá samfélag- inu, yröu teknir frá okkur einn og einn. Viö létum af hendi öll samgöngutæki á láði, legi og t lofti, sem vísindin hafa gefiö okkur á síöustu tímum. Göngum svo skrefi lengra. Hugsum okkur, aö viö værum án alls iönaðar og landbúnaöar. Reynum aö gleyma allri sögu. Hugsum okkur aö ekkert tungumál sé til. Reynum aö nálgast í huganum hiö næstum óskiljanlega ástand, sem meö vitund okkar væri í augliti til auglitis viö alheim- inn, algjörlega ósnortin af sérhverjum sögulegum áhrifum. Hvaö væri þá eftir af því, sem lifir í okkur, eftir slíka klæöaflett- ingu? Eru þaö klæöin kringum líkama okkar eöa er þaö hluti af sáiu okkar, sem viö legöum frá okkur í huganum? Höldum svo í gagnstæöa átt. Viö skulum klæöast þessum fiíkum uppeldis- ins, sem viö reyndum í huganum aö losa okkur viö, einni eftir aöra. Og meöan viö klæöumst þeim aftur, skulum viö reyna aö lifa upp sögu þeirra í huganum í stórum dráttum. Hvílíkan tíma og hvílíka fyrirhöfn þurfti ekki til aö skapa einungis eina þeirra. Hvílík óhemju vinna og hvílíkt bjástur. Þegar viö hugsum um árangur þessa erfiöis, getum viö afgreitt þaö á þann einfalda hátt, aö allt séu þetta aukaatriöi og fallvölt fyrirbæri. Þaö þurfi ekki annaö en náttúruhamfarir til aö þessi uppbygging, sem á sér svo langan aldur, hryndi í rúst og mannkyniö stæöi á sama stigi og þaö var á, þegar rökhugs- unin varö til á jöröinni? Þvert á móti. Má ekki greina aöferöir og einkenni lífsins sjálfs í því, hvernig maöurinn hefur áunniö sér hæfileika og þekkingu í hægri en markvissri þróun. Lífiö, sem stööugt bætir viö sig, en engu getur tapaö, — markvissa þess hvílir á ólíkindum og styrkur þess á veikleika. Þegar menn viröa fyrir sér mannkyniö á núverandi stigi þess, og þaö, sem þaö hefst nú aö, veröur aö viöurkenna, aö þaö, sem lifandi verur, er óaöskiljanlega bundiö þeim vexti, sem uppeldið hægt og sígandi hefur byggt upp og boriö áfram. Þetta umhverfi, sem hefur verið í sífelldri uppbyggingu af sameiginlegri reynslu mannkyns, er ekkert annaö en sú deigla, sem viö hvert og eitt erum steypt í og er jafnraunverulegt og móðurskaut okkar. Þaö geymir meö sér minni tegundarinnar, sem einstaklingsbundiö minni okkar eys af og heldur viö. Sú fullyröing, aö uppeldiö sé ekki léttvægt fyrirbæri, heldur samofinn hluti hins líffræöilega arfs, — þessi fullyröing staöfestist óvé- fengilega, hvaö mannkyn varöar, í því Ijósa samhengi, sem fyrirbæriö birtist í. Nú er rökrétt að stíga skref áfram. Viö vitum núoröiö, aö meö hæfileika lifandi vera aö bæta viö sig eiginleikum er átt viö allt annaö en aö eiginleikar raöist hverjir ofan á aöra, eins og setlög í bergi. Lífverur þróast ekki eins og „veltandi snjóbolti". Nær er aö segja aö þær þroskist eins og tré, sem vex samkvæmt eöli sínu, þ.e. vex í ákveöna átt. Ef menn viðurkenna, aö uppeldi er einn af þáttun- um í fyrirbæri því, sem viö skynjum óljóst og köllum því almenna og heldur óná- kvæma nafni „þróun“, þá fullyröum viö jafnframt, aö samanlögö þekking og framför, sem oröið hefur og flutzt hefur frá kynslóö til kynslóöar, sýnir eölilega þróun, þróun, sem býr yfir tilgangi, sem mönnum er unnt aö skilja. Þaö er einmitt þetta sem gerist. Þaö getur oröiö okkur erfitt í fyrstunni aö skynja nokkra reglu í þeirri ringulreiö af tilraunum og kenningum, sem oröinn er í sívaxandi mæli farangur mannkyns. Framfarirnar eru einungis aö magni til, segja efasemdamennirnir. Viö skulum hins vegar reyna aö horfa á fyrirbæriö úr fjarlægö. Þá birtist okkur regla í ringul- reiðinni. Séö úr fjarlægö kemur þaö greinilega í Ijós, að hin einstöku fyrirbæri, sem blinda okkur í fjölbreytiieika sínum, birtast í heillegri mynd; mynd af mann- kyninu, sem smám saman kemst til meðvitundar um sköpun sína, sögu sína, umhverfi sitt, hæfileika sína útávið og innáviö og leyndardómana í sálu sinni. Viö höfum heyrt eftirfarandi fullyröingu oft og mörgum sinnum, en höfum viö hugleitt hana svo vel, aö viö höfum skynjaö dýpt hennar og sannleika? Þaö, sem gerist, þegar viö í uppvextinum vöknum til skilnings á fortíö ættar okkar, á ábyrgö okkar, á löngunum okkar og eftirsókn í lífinu, er einungis stutt endur- tekning á ómælanlega umfangsmiklum og hægum ferli, sem leitt hefur mannkyn- iö frá bernsku til fullorðins ára. Vaxtar- þroski mannkyns er raunverulegur og hann gerist meö vaxtarþroska hvers einasta manns, en er jafnframt æöri honum. Án efa er þaö þannig, að innan hinnar rituöu sögu er ekki unnt aö fullyröa, aö einstaklingar okkar tíma séu greindari en forfeöur okkar. En samt er engum vafa undirorpiö, aö viö, — meö sameiginlegu átaki þeirra, — skiljum betur víddirnar, kröfurnar, möguleikana, vonirnar og umfram allt hina djúpu einingu heimsins, sem er í okkur og umhverfis okkur. í aldanna rás myndast sameiginleg meðvitund mannkyns, sem gengur í arf og er borin áfram af hverri nýrri kynslóö einstaklinga. Sífellt veröur til eins konar almennur sameiginlegur persónuleiki, sem borinn er uppi af einstaklingum, samtímis sem þeir breyta honum. Þaö er sérstakt verkefni uppeldisins aö standa vörö um áframhaldandi þroskun þessa persónuleika. 55Þegar menn viröafyrir sér mannkynið á núverandi stigi þess og það, sem það hefst nú að, verður aö viðurkenna, að það sem lifandi verur er óaðskiljanlega bundið þeim vexti, sem uppeldið hægt og sígandi hefur byggt upp og borið áfram. 66

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.