Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 7
Stgurd Björling og Sigrún Ogmundsdóttir meö nýlega fædda dóttur sína, sem þau skýrðu Sólveigu Margréti. Hér er Sólveig í fyrsta karlhlutverkinu, sem Orlosky greifi í Leöurblökunni. „Er þór illa viö aö tala um þaö, hvaöa áhrif skilnaður foreldra hefur á 11 ára telpu?" „Nel mér er ekki illa viö aö tala um mína reynslu. Okkur systrunum var bara sagt aö viö ættum að fara til íslands meö móöur okkar. Rjfrildi heyröi ég aldrei á milli foreldra minna, ekki noin læti, sem sum börn þurfa aö þola. Þótt foreldrar mínir hafi gefist upp á sambúö, þá uröu þau ekki neinir óvinir eöa hatursmenn, eins og stundum kemur fyrir. Faöir minn hefur veriö gestur á heimili móöur minnar eftir aö hún giftist síöari manni sínum, Árna Tryggvasyni fyrrum ambassador. Þaö hafa verio ósköp blátt áfram heimsóknir, spennulausar af beggja hálfu held ég. Mér þótti hræöilega erfitt aö setjast hér í barnaskóla og skilja ekki orö í íslensku, en þetta kom furöu fljótt, ég haföi góöan kennara sem létti undir meö mér eftir bestu getu." „Talaði amma þín sænsku?" „Já, hún geröi það. Hún hafði veriö rjómabústýra, og lært til þess starfa í Danmörku. Sjálfsagt hefur það gert henni auöveldara aö tileinka sér sænsku. Móöir mín er mjög góö málamanneskja; amma hefur sjálfsagt veriö þaö líka aö eölisfari. í rauninni er ég alin upp á þremur ólíkum heimilum. Heimili móöur minnar með fyrri og seinni manni voru mjög ólík, þótt þau væru hennar hcimili og bæru vissan svip af henni. Eins og aö líkum lætur uröu vinir pabba heimilisvinirnir í Svíþjóö, þar sem móöir mín þékkti fáa þegar hún kom út. Þessir kunningjar voru aö langmestu leyti listafólk, og var oft mikiö fjör, ekki hvaö síst þegar Birgit Nilsson kom meö sínum manni, en þau faóir minn eru miklir vinir. Birgit er ekki allra, en mikill vinur vina sinna. Þau eru merkilegt fólk, hjónin og gíftust ung; Niklason, maöur hennar, var dýralæknir, en hann gaf þann starfa upp á bátinn eftir aö kona hans fór að hafa verulegar tekjur. Hann sér um feröalög hennar, og er henni stoö og stytta. Þau hafa bæöi mikiö fjármálavit og hafa komiö fé sínu í arðbær fyrirtæki, enda eru þau mjög vel stæð. Þau eru barnlaus en viröast ósköp ánægö hvort meö annað. Eftir aö móöir mín giftist Árna Tryggva- syni, þá uröu heimilisvinirnir embættis- menn og lögfræöingar. Þessi tvö heimili voru á vissan hátt eins og tveir heimar. Arni stjúpi minn er mikill ágætismaöur, og góöur músikant. Þau móöur mín eignuöust ekki börn saman, né heldur faðir minn og síðari kona hans. Hún heitir Edith Oldrup; er dönsk, yndisleg söng- kona og elskuleg manneskja. Viö systur vorum hjá móöur okkar á veturna en hjá föður okkar á sumrin í uppvextinum. Við erum mjög hamingjusamar yfir því aö hafa átt því viömóti aö fagna í æsku sem viö áttum. Aö loknu stúdentsprófi hér hélt ég til Svíþjóöar; varð meinatæknir og stundaöi jafnframt söngnám." „Hvatti faðir þinn þig til söngs?" „Nei, ég held aö starfandi listafólk hvetji yfirleitt ekki börn sín í þá átt. Það þekkir of vel erfiöiö, vonbrigöin og allt þaö sem listafólk þarf aö ganga í gegnum. Dans haföi ég lært síöan ég var krakki og þegar ég gat fengiö vinnu sem dansari, þá sagði faðir minn nei. Honum var kunnugt um hverskonar þrældómur dansinn er, og eins hversu illa dansarar endast. Hins vegar finn ég, aö hann hefur mikinn áhuga á því aö vita hvernig mér gengur meö Orfeif. Það er vandi að vera barn góös listamanns og ætla sér að komast áfram í sömu listgrein. Fólki hættir til þess að bera saman nýgræöinginn og fullþroska listamann. Dæmi get ég nefnt þar sem er Rolf Björling, sonur Jussa Björling. Rolf er góöur söngmaöur en hann er bara ekki Jussi. Samt er eins og fólk haldi aö þaö sé að fara til þess aö hlusta á hann, en ekki sjálfstæöan listamann sem Rolf er." „Ert þú skyld Jussi Björling?" „Nei, þeir faöir minn voru ekki skyldir, en það eru margir sem halda þaö." Svo aö viö höldum áfram; í'Svíþjóð söng ég í Filharmoníukórnum, en hann er áhugamannakór, — að mestu skipaður fólki sem hefur söngnám að baki, eöa fólki sem er við söngnám. Þessi kór æfir árlega frægustu verk tónbókmenntanna meö kórstjóra. Síöan koma heimsins bestu hljómsveitarstjórar, sem æfa 4—5 sinnum fyrir hljómleika og setur hver sinn svip á tónleikana. Þessi starfi þótti mér mjög lærdómsríkur. Um skeiö vann ég mjög kröfuharða vinnu, en þaö var aö vera hvíslari í óperu. Til þess þurfti ég aö læra óperurnar eins Framhald á bls. 14. Sólveig Björling á heimili sínu í Garoa- bæ. Q.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.