Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 2
SCDUHRT reyndi margar raunir á stuttri lífsleið. Hann söng sársaukann úr brjósti sér. Og lög hans komu af sjálfu sér og kviknuðu af augna- bliks geðhrifum og tilfinn- ingakenndum. Vinir hans og vinkonur voru líka ungt fólk er ekki höfðu fremur en hann minnsta grun um vonbrigði og harðneskju reynslunnar. Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur UNGLINGURINN í SKÓGINUM Þegar viö flettum verkum tónsnillinganna sjáum við undir- eins sérkenni þeirra. Er viö rennum augunum yfir sönglög Schuberts vaknar hugboð um fíngerða gáruhreyfingu, blómgun og gróanda. Eöa er líkt og gluggi sé opnaður og Ijúfur blær strjúki vanga? Fátt er eins eðlilegt í tónlist sem tónaflaumur hans, sístreymandi bjartur og glitrandi. Hann er jafn blátt áfram og fjölskrúðugur og rennandi vatnaniður og ilmandi blómskrúð. í sambandi við Schubert er óhjákvæmílegt aö hugurinn leiti til náttúrunnar — er hún vaknar að vori. Aldrei hefur nokkur tónlistar- maður verið jafn ungur. Öll sönglög hans eru æskusöngvar, óöur um hina eilífu og saklausu æsku. Skáldin hafa kveðið um það, er æskan átti sér heim bjartan og heiðan, óskýjaðan af hyggindum og erli fullorðinsáranna. Þau hafa skáldaö óraunverulega draumaveröld þar sem unga fólkið undraðist, elskaði og þjáð- ist af hjartans lyst. En slík veröld var heimur Schuberts allur. Hann þekkti aðeins unað og sársauka fyrstu skynhrifa en glötun þess hæfileika er upphaf endalokanna. Þaö er engu líkara en kynslóö Schuberts hafi verið frjálsari og óheftari en flestar aðrar, því uppreisn æskunnar er oftast lítið annaö en ómeövituð vitneskja um og andúö á tilfinningabælingu og ögun hinna fullorönu. Schu- bert viröist aldrei hafa dottið í hug aö líta á sjálfan sig með gagnrýni eldri og reyndari manns. Kunn- ingjar hans voru eintóm ung- menni og hópurinn var fámennur. í fjölmennum félagsskap hefðu ef- laust leynst einhver gáfnaljós er hjúpuöu sig í skýlu hæöni og spotts. En aldrei vottar fyrir kald- hæðni í hugsun Schuberts. Við höfum sterka tilhneigingu til að ímynda okkur Vínarbúann Schubert í umhverfi sveitasælu blóma og grasa. í borgum eldist fólk fyrir aldur fram. En aldrei gægist fram í list Schuberts hiö beitta háö, skarpa skop né skarkali og háreysti strætanna. Dýrðaróð- ar skáldanna um sveitasæluna þar sem unga fólkiö nýtur lífsins ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.