Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 9
varotti Allt er stórt í sniðum hjá honum, háa C-ið, háu launin, matarlystin og lífsgleðin. Martir telja hann mesta og besta tenór heimsins um þessar mundir og væntanlegur er Pavarotti hingað á listahátíð í vor. Eftir erfiða æfingu er gott að slappa af í lauginni og blása eins og hvalur — og það er enginn smáræðis brjóstkassi, sem „primissimo tenor“ hefur til að blása með. Undir áhrifum frá hlutverki sínu sem listamaðurinn í Tosca: Pavarotti málar að gamni sinu og það eru mótif frá gömlu, góðu ítaliu og allt i björtum og skærum litum eins og söngurinn. 18 ára fór hann i kennaraskóla, og þar var einnig hún Adua, sem hann trúlofað- ist og giftist og er giftur enn, og þau eiga þrjár dætur, 12, 15 og 17 ára. Þaö var ekki sízt fyrir áeggjan hennar, aö hann tók aö gefa sig aö söng fyrir alvöru. 25 ára gamall vann hann söngkeppni í nágrannabænum Reggio Emilia, og opn- aöi sá sigur Pavarotti ýmsar dyr aö söngleikjahúsum, en þó ekki aöaldyr La Scala, sem reyndar bauð honum skömmu síöar aö vera staðgengill tenór- söngvaranna í öllum þeirra hlutverkum í óperunni. En Pavarotti hafnaöi því. „Ég hugsaöi meö sjálfum mér, aö þegar ég syngi í La Scala, færi ég sjálfur meö aöalhutverk." En 1963, þegar hann var 27 ára, var hann staðgengill Giuseppe di Stefano í La Boheme, þegar óperan var flutt í Covent Garden í London, og söng þá á nokkrum sýningum. Hljómsveitarstjórinn Richard Bonynge heyröi hann syngja og varö „furöu lostinn“. Brátt var hann farinn aö syngja á móti konu Bonynge, Joan Sutherland, í óperu Donizettis Lucia di Lammermoor í Miami. í augum Suther- lands var þessi óþekkti söngvari eins og „stór skólastrákur“. En í eyrum hennar? „Alveg stórkostlegur, röddin hljómmikil, blæbrigöin rík, og hvílíkt raddsvið og öryggi!“ Bonynge réði hann í 14 vikna söngför um Ástralíu. Læröi mikið aff Joan Sutherland Þessar 14 vikur voru fyrir honum ómetanlegur reynslutími í orösins farsæl- ustu merklngu. Hann varð fyrir miklu áhrifum af Sutherland og samstarf þeirra var hiö heillavænlegasta. Hann segir svo frá: „Ég hlustaöi á hana af athygli og furöaöi mig á því, hvernig á því gæti staðið, aö tónar þessarar konu virtust aldrei enda. Hvernig gat hún leitt fram þessa endalausu röö af tónum? Smám saman geröi ég mér Ijóst, aö þaö var öndun hennar, sem geröi henni þetta kleift." Bonynge hefur þetta aö segja: „Hann var alltaf að taka utan um mittiö á Joan og finna fyrir vöövunum. Hann vildi komast aö raun um, hvernig þindin starfaöi. Þaö var sérstaklega, hvernig hún stóö aö háu tónunum, sem geröi honum skiljanlegt, hvaö hún væri aö gera svo aö hann gæti tileinkaö sér þaö sjálfum.“ Eftir Ástralíuförina var Pavarotti til- búinn aö syngja hvar sem væri, og hann söng fyrst í La Scala 1965, San Fransisco 1967 og Metropolitan 1968. Þó aö þaö væri uppáhaldsópera hans, La Boheme, sem hann söng í Metropolitan, varö hann fyrir því óláni þá aö fá Hong Kong flensuna og neyddist til aö hætta í miöri annarri sýningu. Þaö tók hann þrjú ár aö ná sér eftir hina ógæfulegu byrjun í því húsi. En þegar hann birtist þar aftur á sviöi í Dóttur hersveitarinnar eftir Doniz- etti, þar sem hann söng á móti Suther- land, geröi hann gagnrýnendur forviöa meö því aö fara upp í háa C-ið níu sinnum í einni aríunni. Meö ekki svo lítilli hjálp fjölmiöla var Pavarotti aö veröa „supertenór". Söngsviðið er allur heimurinn — en „heima“ er hvergi nema á Ítalíu. Söngvarinn á einskonar sumarbústað i Pesaro og hér er mynd af honum ásamt konu sinni og þremur uppkomnum dætrum, sem tekin er á góðri stund við sumarhúsið. Pavarotti vill hafa stíganda i atburðum dagsins og hápunkt- urinn er kvöldverður- inn; þá er margt um manninn og borðað að itölskum hætti. Skapofsinn ristir ekki djúpt Ákafamaöur eins og Pavarotti hlýtur óhjákvæmilega aö Ifta stórt á eigin persónu, sem getur birzt í óvenjumikilli sjálfselsku og þótta. En félagar hans og vinir eru þó sammál um, aö í hans tilfelli sé aöeins um væga „tenórbólgu" aö ræöa. Þegar hann var aö syngja Vilhjálm Tell eftir Rossini inn á plötur í London í haust rauk hann upp út af samspilinu milli raddar sinnar og leiks hljómsveitarinnar- innar. „Af hverju heyrist í mér eins og ég syngi í ööru herbergi?", hreytti hann út úr sér. Þegar stjórnandinn tók aö verja samspiliö, skellti Pavarotti saman nótna- heftinu og þaut út úr upptökusalnum. En daginn eftir var hann mættur á ný til að reyna aftur. “Luciano er ekki skapbraó- ur,“ segir einn af forstjórum hljómplötuf- yrirtækisins. „En hann hefur tilhneigingu til aö reka á eftir hlutunum til aö vita, hvaö hann geti komizt langt. Ef honum mistekst, dregur hann í land.“ Hvaö röddina snertir, hefur Pavarotti á undanförnum árum tekizt aö sigla á milli hættulegustu skerja, sem veröa á vegi tenórsöngvara. í upphafi söngferils síns var hann klassískur „Tenore lirico", Ijóörænn tenór, kjörinn fyrir hlutverk á borö viö Rodolfo í La Boheme og Nemorino í Ástardrykknum. En með aldrinum veröur rödd tenórs þyngri og dekkri, ef svo má segja. Um þaö ieyti sem Ijóörænn tenórsöngvari veröur fertugur, fer hann venjulega að vera tilbúinn í hlutverk eins og Cavaradossi í Tosca og jafnvel í sjálfan Otello sem tenore drammatico. En hann veröur aö sýna ítrustu varkárni, svo aö raddböndin skaöist ekki. Margur efnilegur Rodolfo, sem ætlaöi sér um of viö önnur hlutverk, rekur nú veitingahús eöa situr á bak viö skrifborð í fyrirtæki, sem rekur einhverja hljómlistarstarfsemi. í þessum efnum hefur Pavarotti sýnt bæöi gætni og skynsemi. Sum hlutverk hefur hann aðeins sungiö inn á plötur, þar sem aðstæöur eru þægilegri en á sviöi. Ef hann sér sér ekki hag aö því aö taka aö sér nýtt hlutverk, lætur hann þaö bíöa. En nú er hann aö búa sig undir aö syngja hlutverk Radamis í Aida eftir Verdi í San Francisco 1981, og vel getur veriö, aö hann heyrist í Lohengrin eftir Wagner einn góöan vegöurdag. Hann segir: „Ég held áfram aö taka áhættu. Ég gæti haldið áfram aö syngja Rodolfo þaö sem ég á eftir af söngferli mínum, en þaö er ekki mitt eöli.“ Pavarotti hefur sungið gífurlega mikiö undanfarin ár, enda þrífst hann með afbrigöum vel í sviösljósinu. Menn segja þó aö peningagræðgi eigi verulegan þaft í þessum dugnaöi einnig. En svo geröist þaö áriö 1975, aö hann lenti í flugslysi, sem hann slapp þó úr nánast fyrir kraftaverk. Vélin, sem hann var aö koma meö frá Bandaríkjunum, brotnaði í tvennt í lendingu á flugvellinum í Mílanó. Pavarotti viröist hafa róast og þroskast viö þá lífsreynslu. Sumir kunnáttumenn spá því, aö þessi tenórsöngvari muni hafa úthald og varfærni til aö geta sungiö fram á sjötugsaldur. — svá — úr „Time“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.