Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 5
eins og eitt dæmi uppá aö hlaupa til jafnaöar einhverju óvenjulegu fyrirbæri á efri árum sínum. Konan var meö bréf aö heiman frá Jóni, undir borðum dró hún það uppúr pilsvasanum og rétti Jónínu meö svo- felldum oröum: — Mikiö saknar hann Jón þín, rétt er hann eins og vankakind síðan þú fórst. Jónína roönaöi náttúrulega og seiidist eftir bréfinu yfir boröiö meö hægri hendinni en heföi betur notaö þá vinstri. — Ertu hringlaus?, spurði þessi góöa kona skelfingu lostin. Þaö kom ekki nema ein skýring í hennar huga og auövitað sú hrikalegasta. Heimilisfólkiö leit nú allt upp frá mat sínum og glápti furöulostiö á hendina sem var enn á lofti, því kona hélt í ofboöinu fast í bréfiö og hringlaus hendin blasti viö öllum. Jónína varö eins og karfi í framan, og þaö sem verra var — þaö kom á hana fát, blessaöa stúlkuna þegar hún lenti svona óvænt undir smásjá meö ástir sínar. Eldrauð stamaöi hún útúr sér skýringu en þaö varö ekkert lag á þeirri frásögn, hún var verri en engin, til dæmis sagðist hún hafa lótiö stúlkuna hafa hringinn í staö þess aö hún lánaði hann í gamni, eins og viö vitum. Þaö er vafamál að nokkur hafi hlustaö á þessa ruglingslegu skýringu, staöreyndin var fólkinu nóg, aö minnsta kosti þeirri góöu konu úr sveit- inni heima. Jónína haföi tekiö ofan hringinn og fátiö sem á hana kom staöfesti aö ekki myndi allt meö felldu. Húsmóöirin kom henni til hjálpar, svo segjandi, aö þaö boöaði ógæfu aö fara gáleysislega meö trúlofunarhringa og fólk ætti alls ekki aö láta þá af hendi. Hringtaliö féll svo niöur en allir voru þögulli eftir. Þegar illt á aö ske er sjaldan ein báran stök. Hringstúlkan kom ekkl á sauma- stofuna eftir matinn. Þaö var ekki síminn um allan bæ á þessum tíma og enginn vissi hver orsökin var. Strax og vinnudegi var lokið tók Jónína okkar til fótanna heim til stúlkunnar. Þar anzaöi enginn þegar hún kvaddi dyra. I örvæntingu sinni lamdi hún utan húsiö þar til kona í næsta húsi sem heyrði höggin kom á vettvang og sagði henni, aö þær mæögur, hring- stúlkan og móöir hennar, heföu fariö ríðandi uppá hross uppúr hádeginu í sjávarpláss suöur meö sjó, þar sem húsbóndinn var viö róöra. Þaö heföi komið hraöboöi og sagt hann slasaöan og ekki hugaö líf. Sem skiljanlegt var haföi stúlkan viö svo vofveifleg tíöindi um annaö aö hugsa en skila hringnum. Jónína hélt heim á leiö og var heldur framlág. Þegar hún kom heim að húsinu mætti henni ungur maöur, einnig á leið þangaö. Þetta var sjómaöur á skútu sem leigöi þarna og borðaði reyndar líka þegar hann var í landi. Hann var eitthvað lítillega viö skál, en þaö ku hafa komiö fyrir suma skútukarlana viö land, og þegar ung stúlka sem hann þekkti kom svona óvænt upp aö hliöinni á honum, tók hann þéttingsfast utan um hana og leiddust þau eins og elskendur uppaö húsinu, auövitaö gegn vilja Jónínu, en hún fékk lítið aö gert gegn þessum öfiuga skútumannsarmi. Nú, sem þau koma upp að dyrunum samantengd sem ein mann- eskja, og ef satt skai segja var sjóara- skrattinn aö reyna að kyssa Jónínu, sem hún auðvitað ekki vildi en það sást ekki svo glöggt utan frá, þá opnast útidyra- huröin og út kemur sú gamla úr sveitinni. Þarna stendur nú um stund öll þrenning- in, konan gapandi af undrun, Jónína máttlaus í hnjánum og ráöalaus, varla aö hún næði andanum, svo fast hélt sjóarinn utan um hana. Þegar dárinn sá gömlu konuna stara á þau sagöi hann: — Sæl gamla mín, hvernig lízt þér á kærustuna mína? Tökum viö okkur ekki vel út? Þaö varö fátt um svör, blessuð konan forðaði sér flemtruö framhjá þessum skötuhjúum og leit um leið meö sárri fyrirlitningu á Jónínu. Jónína ætlaöi að biöja konuna fyric bréf til Jóns og var aö skrifa frameftir nóttu, en konan kom ekki aftur í þetta hús. Hún fór heim til sín í býti morguninn eftir. Þaö þarf náttúrlega ekki að spyrja aö því, aö helsta frétt konunnar úr Reykjavík var sú aö Jónína gengi þar hringlaus og væri búin aö taka sér annan kærasta, einhvern sífullan slordóna. — Þaö var ekki lítil ástin; þau stoppuöu á göngu sinni til að kyssast." Þessi saga barst nú fram og aftur um sveitina, margar umferöir og bætti jafnan í sig. Þegar móöir Jóns heyrði söguna síöust manna, fyrir utan Jón sjálfan, var hún í þeirri útgáfu aö Jónína heföi selt hringinn, kynnt drukkinn kærasta sinn fyrir konunni, sem heföi komið aö þeim viö aö kyssast og myndi Jónína vera oröin ófrísk. Móðir Jóns taldi sér skylt aö segja syni sínum hvað talað var og hvatti hann til aö fara suður og vita hvaö hæft væri í þessu. Jón sat náfölur og dolfallinn undir sögu móður sinnar þegar hún haföi lokiö henni sat hann um stund kyrr og mátti yel greina á svipbrigðalausu andlitinu' aö honum myndi horfin veröldin. Eftir stutta stund stóð hann stirölega á fætur, þessi fríski piltur og ekki varö honum orö af munni heidur staulaöist eins og gamal- menni fram göngin og hvarf út þeirra erinda aö hengja sig. Hann gekk útí skemmu, greip þar meö sér reipi og hélt síðan til fjárhússins. Hundur hans fylgdi honum en varö eftir utandyra aö venju. Þegar inní fjárhúsiö kom steig Jón uppá jötubandið og seiidist í þverbita, brá öörum enda reipisins yfir um bitann en bjó til lykkju á hinn endann og smeygöi henni yfir höfuð sér svo sem siður er við hengingu. Sem hann haföi gengiö frá öllu traustlega að hann hélt, en Jón var maður verklaginn, stökk hann af jötu- bandinu og lét sig falla í snöruna ... Er móöir Jóns sá hvernig hann brást viö, setti aö henni ugg þegar hann var farinn. Hún sá hann rölta í átt til skemmunnar og hélt fyrst, aö hann ætlaði að dvelja einn og hugsa sitt ráö úti á skemmulofti. Þegar bóndi hennar kom stuttu seinna í bæinn, baö hún hann aö fara útí skemmu og huga aö Jóni og tala um fyrir honum, fá hann til að fara suður. — Hvaö ætli hann hlusti á þaö sem ég segi, sagöi þá bóndi hennar, hvaö veit ég svo sem um ástina." Þaö var rétt, aö Jón sótti ekki ásthneygö sína til fööurins. — Þú veist þó alltént hvaö þaö er að elska rollur, sagöi konan. Þau höfðu veriö gift í fimmtíu ár. — Ætli nokkuð geti læknaö þessa ástardellu í stráknum nema kvænast stelpunni. Hjónabandiö læknar þá flesta," mælti bóndi spaklega. — Þaö er nú svo bezt hún sé ekki komin á galeiöuna syöra. Ég vil hann drífi sig suður og sæki stelpuna eöa aö minnsta kosti athugi hvaö sé aö gerast meö hana, en faröu nú og vittu hvort þú getur ekki gert eitthvað fyrir drenginn. Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.