Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 4
Sagan af Jóni frá Snöru og Jónínu hangabrúður er rómantísk ástarsaga, hálfrar aldrar gömul og tug betur. Efnislega heföi hún getað gerzt í dag, nema umgeröin breytt eftir aldarhætti. Reyndar er það nú svo um rómantíkina, að hana fær ekkert drepið. Hún hefur lifaö frönsku stjórnarbyltinguna, iön- byltinguna, kommúnisma, velferðar- þjóöfélag og pilluna. Hún gægist sífellt upp í listum og ástum, hvernig sem á henni er lamiö. Rómantíkin er blóösjúk- dómur mannsins, sem fylgir honum til loka veraldrar. Hún leggst misjafnlega þungt á fóík, líkt og alkóhólismi. Enginn maöur getur þó orðið svo fullur og vitlaus af brennivíni að jafnist í heimsku sinni á viö ástfanginn mann. Ásgeir Jakobsson: Sagan af JÓNI FRÁ 0 0 borö byrjaði á því, hún yngdist ekkert á ferö okkar. Viö leiddumst eins og nýtrúlofaö par alla leiö heim aö húsdyr- um hennar og þá vildi hún aö ég kæmi inn og þægi kaffi. Þar sem gamla konan haföi keypt sér kæsta skötu og hnoömör í fiskbúöinni, lá beint við aö spyrja hvort hún væri aö vestan. — Já, viö erum sveitungar óg og hann Jón frá Snöru í fiskbúðinni. Ég vissi engin deili á manninum, sem afgreiddi í fiskbúðinni og spuröi: — Af hverju liggur höfuöiö á mannin- um útá öxl og af hverju kallarðu hann trá Snöru? Er þaö bæjarnafn? — Nei, hann frelsaöist frá snöru. Ekki er aö orðlengja þaö, aö nú kom sagan af Jóni frá Snöru og konu hans Jónínu hangabrúður. Gamla konan haföi nefnilega veriö tökubarn hjá foreldrum Jóns frá Snöru og því á vettvangi sögunnar. Þaö er upphaf sögunnar, aö í dalverpi upp af vík einni vestra bjuggu foreldrar Jóns góðu búi, en foreldrar Jónínu á næsta bæ og einnig þau voru bjargálna. Jón bar af ungum mönnum í sveitinni. Til textasparnaöar vísast til lýsingar Laxdæiu á Kjartani Ólafssyni, nema því er viö aö bæta um Jón aö hann var afburöa fjárglöggur en þess er ekki getiö um Kjartan. Jónína var kvenna fríöust í sinni sveit, Guörún Ósvífursdóttir endurborin, nema hjartalag Jónínu var snöggtum skárra en þessarar glæsilegu morðkellingar og gleöikonu. Jónína mátti til dæmis ekki mannsblóð sjá og heldur ekki nokkurrar skepnu, enda rann nú ekki mannsblóð í iækjum í þessari friðsælu sveit. í slát- urtíöinni á haustin kom hún aldrei nálægt blóðvelli heldur hélt sig innan dyra og grét. Amma hennar sagði þá stundum: — Guö aimáttugur hjálpi þér, Jónína mín, aö eiga eftir aö fara með þetta hjarta útá þann blóðvöll sem mannlífið er." Æskuást þeirra Jónínu og Jóns var nánast uppskrift úr bókum og kvæöum þessa tíma svo sem Pilti og Stúlku. Sem sagt ódrepandi rómantík, haldist í hend- ur, horfst í augu, roönaö, skolfið og svitnaö, mest orövana en þaö litla sem talaö var tómt rugl. SNORU OG JÓNÍNU HANGÁBRÍIÐIIR vöknuö og enginn til aö vekja hana, enda hjarta hennar innsiglaö Jónl. Þaö var heimalningurinn á bæ Jónínu sem loks skarst í leikinn. Þaö gerðist meö þeim hætti aö Jón sem oftar gert sér eitthvað til erindis heim á bæ Jónínu. Sem hann kemur þar í hlað, stendur Jónína í hlaövarpanum meö tárvot augu og skeifu um munninn og mændi uppá bæjarburstina. Heimaln- ingurinn sem henni þótti svo undur vænt um, haföi klifraö uppá bæinn og stóð nú bísperrtur fremst á bæjarburstinni og Jónína taldi sýnt aö hann færi sér að voða. Jón vissi þess engin dæmi, aö heimalningar heföu framiö sjálfsmorö á þann hátt að stökkva fram af bæjarburst- um, en hann lét ekki þá skoöun í Ijósi heldur brást hart viö, hetja sem hann var, kleif uppá bæinn sem var auögert svo kattliprum manni. Hann læddist aftan aö heimalningnum, sem átti sér einskis ills von, og eins líklegt aö hann hrykki fram af burstinni í ofboölnu þegar hann yröi mannsins var. Jón geröi sér þessa hættu Ijósa og þegar hann taldi sig kominn í stökkfæri, hóf hann sig á loft og stökk á heimalninginn. Hann lagöi of mikinn kraft í stökkið og þeir flugu báðir fram af bæjarburstinni, Jón og heimalningurinn. Heimalningurinn varö verr úti í fallinu, hann lenti undir Jóni og braut báöa framfæturna, en Jón marðist og snerist á ökkla og brákaði ristarbeiniö og fylgdi því mikill sársauki. Þeir félagar komu niður rétt við fæturna á Jónínu. Jón velti sér á bakiö ofan af heimalningnum og stundi þungt og karlmannalega. Ástfanginn hetja, alin upp viö íslendingasögur, hljóö- ar ekki né æjar upp undir ástmey sína — „fyrr skulu stundir fjörsins dvína". Jónína brást viö eins og sánnri ástmey sæmdi, kastaði sér yfir Jón og kveinaði angistar- full: — Elsku Jón, ekki deyja Jón ... Þessi bón var útí hött. Þaö hvarflaöi ekki aö Jóni aö deyja, allra sízt meö Jónínu ofan á sér. Sumir menn eru þannig í kollinum, að þeim dugir ekkert minna en falla ofan af bæjarburst til að útúr þeim komi orö af viti. Þaö hrökk útúr Jóni: — Viltu giftast mér? í þennan tíma var lenzka aö senda sveitastúlkur af skárra standi í kaupstaö, í eitthvert læri og tíðast samaskap. Nauösynlegt var húsmóöur á sveitaheim- ilum aö kunna nokkuö fyrir sér í fata- saumi. Foreldrar Jónínu vildu aö hún forframaðist í Reykjavík, en þar átti hún góöa að, áöur en hún festist í búsýslu og barneignum. Karl og kona, sem ákveða aö ganga í hjónaband, helga sig gjarnan hvort ööru til bráðabirgöa meö fingurbaugum merktum þeim og heitir þetta aö hringtrú- lofast og á aö duga í öllu skaplegu fram aö giftingu. Á trúlofunartímanum er mikilvægt aö hringarnir sé ekki hreyföir á fingri. Varhugavert er aö fitla viö hringinn, þaö þykir vera vott um dulda hneigö til að losna viö hann, og ekki má taka hann ofan, til dæmis viö þvott og gleyma honum svo á vaskanum. Afdrifaríkast er þó aö týna honum, þaö má þá einu gilda hversu trúleg skýringin er, hún dugir ævinlega illa, vekur grun sem oft býr um sig og erfitt reynist aö losna viö. Næst á eftir aö týna hringnum getur reynst örlagaríkast aö lána hann. Áöur en Jónína fór aö heiman, brá Jón sér í kaupstaðinn og keypti hringana, og Jónína sigldi að heiman og suöur meö hringinn Jónsnaut á fingri og ástina ólgandi í brjósti sér, allt þar til sjóveikin heltók hana. Ástin þolir sjóhræöslu, jafnvel magnast viö aö sjá dauöann blasa viö og hún þoliö tannpínu og jafnvel innantökur meö niöurgangi, en sjóveikina þolir hún ekki ef hún er mögnuö. Þetta er útaf fyrir sig merkilegt rannsóknarefni, eöa þaö fannst Jónínu. Hún nefnilega skammaöist sín fyrir, aö þaö var varla aö hún myndi eftir Jóni í hartnær sólarhring og hún var búin aö vera góöa stund í landi áöur en hann kom til hennar aftur. Þaö kann aö vera aö nýtrúlofuðum stúlkum núoröiö finnist þaö ekki tiltökumál aö týna kærastanum úr hjarta sér einn sólarhring, en þaö tók Jónínu margar vikur aö fyrirgefa sjálfri sér þessa ótrúmennsku viö Jón sinn. Hún ætlaði vissulega ekki aö svíkja hann. Jónína haföi fengið inni og fæöi hjá skyldfólki sínu og saumskapinn læröi hún á stórri saumastofu og leiö nú fram veturinn. Jónína háttaöi á hverju kvöldi Þú getur sagt fyllibyttu að brennivíniö sé bölvaldur og hann samþykkir það, en reyndu aö segja ástföngnum manni að stúlkan hans sé bölvuð tæfa og hann flýgur á þig. Þeir sögðu það Grikkirnir, aö guðirnir sviptu þá vitinu sem þeir vilja tortíma með því aö gera þá ástfangna. Viö skulum því ekki skopast að piltí, sem heldur í hendina á stúlkunni sinni og horfir orðlaus í augu henni í staö þess aö klæða hana úr; hann er ástfanginn, hann er brjálaður — og hann hengir sig ef hann missir hana. Sagan af þeim hjúum, Jóni frá Snöru og Jónínu hangabrúður, kom þannig til mín að ég var staddur í fiskbúö, þar sem gömul kona var að kaupa sér í soðið kæsta skötu. Á leiöinni út rak kerlingareyminginn fótinn í þröskuld- inn, greip í dyrastafinn en missti fiskipakkann. Það kom í minn hlut aö beygja mig niður og rétta henni pakk- ann og hún þakkaði mér svo innilega fyrir þessa riddaralegu aðstoð, að ég uppveðraðist allur og magnaðist til góðverka. Áður en mig varöi var ég farinn að leiða hana, fyrst niður tröppur, síðan yfir götu og þá eftir gangstétt, alveg aö þarflausu en það er eins og allir vita höfuðvandamáliö við góðverk að finna rétta tímann til að Ijúka því. Ég fann enga skynsamlega átyllu til að hætta að leiöa konuna fyrst ég á annað Aö heföbundnum hætti hafði ástin kviknaö meö þeim í hjásetunni, auövitaö án þess aö þau vissu af því, strax fyrsta daginn og þau hittust uppi á dal, stungu uppí sig fingrunum og horföu feimin hvort á annaö, þar til hann sagði: — Ég heiti Jón, á ég ekki aö lána þér hann Rauð rninn," og rétti henni uppá- haldshrosslegginn sinn, og hún svaraöi: — „Ég heiti Jónína, viltu ekki eiga gimbrina mína hana Glógló," og rétti honum völubein. Síöan fann Jón týnda rollu, fyrir Jónínu, reyndar var hann alltaf að því eins þó að þær væru alls ekki týndar, og hún gaf honum í staöinn af nestisbitanum sínum því aö hún var matgrönn en hann mathákur. Samkvæmt forskrift þessa tíma var sama hvernig þau rákust á í leik, svitnuöu og fækkuöu fötum, þegar hún aö aldrl var oröin mannbær og hann kvennnýtur, ein sér og fjarri mannabyggöum í blóm- skrýddum lautum og skjólgóöum. Þáö geröist ekki neitt nema í hjartanu, þar óx ástin og óx. Þau voru komin á nítjánda áriö og hann ekki farinn aö kyssa hana. Þaö er hrollvekjandi aö hugsa til þess hvaö Jón hefur veriö búinn aö sleppa mörgum tækifærum uppi á dal, úti í hlöðu, á ferö milli bæja og er oflangt aö telja upp öll hans tækifæri sem fóru í súginn árum saman. En honum hélst þetta aögeröarleysi uppi; Jónína var ekki Þaö þarf engum getum aö því aö leiða, aö þaö vildi Jónína, en jáyröi hennar hvarf uppí Jón vegna þess aö nú kyssti hún hann. Aðstæður voru þannig, munn- ur viö munn, að kossinn kom af sjálfu sér. Viö venjulegar aöstæöur heföi Jónína náttúrulega ekki átt frumkvæðið aö fyrsta kossinum, þaö var aö minnsta kosti ekki samkvæmt ástarritúali þessa tíma. Þaö kann aö vera aö hræðslan um Jón, sem greip hana, hafi ráöiö nokkru um þetta óvenjulega tiltæki ungmeyjarinnar. Kossinn dróst á langinn, eins og oft vill veröa þegar lengi innbyrgö ást nær aö holdgast. Heimilisfólkiö dreif nú aö og varö fyrst gripiö undrun mikilli þegar þaö sá hvar Jónína lá ofan á Jóni; hann haföi spennt hana örmum og því var líkast aö þau heföu veriö í hyggspennu og hún fellt hann á hælkrók. Við nánari aögát leyndi sér ekki aö þau voru aö kyssast. í þennan tíma jafngildu aöfarir sem þessar hjóna- vígslu fyrir altari, enda ýjaöi enginn aö ööru en aö þessar manneskjur færu til prestsins við fyrsta tækifæri. Heimainingurinn, með brotnar fram- fætur, var skotinn, enda var hlutverki hans í lífinu lokið. Jóni græddist aftur á móti fótarmeinið vel og náði hann sínu fyrra atgervi og vel þaö, því hann tvíefldist allur þegar ást hans haföi fengiö farsælan endi. Nú gilti aö búa ástinni sinni gott heimili, láta hana ekkert skorta. hjá Jóni, enda þótt hálft landiö væri á milli; vegalengdir vefjast ekki fyrir ástinni, stundum eykst hún í réttu hlutfalli viö hverja lengdarmíluna sem er milli elsk- endanna. Tryggari stúlka sínum unnusta, varö ekki fundin á samanlagöri heims- byggöinni. Á saumastofunni var margt ungra stúlkna og í þeim galsi eins og gengur og uppátæki mörg. Einu sinni var þaö, aö ein stúlknanna vill endilega fá að máta hringinn hennar Jónínu, kannski verið kominn í hana einhver hugur. Jónína varö vel viö bón hennar, grunlaus um hversu örlagarík henni uröu þau bóngæöi. Rétt sem stúlkan haföi smeygt hringn- um á fingur sér var kallað á hana af konunni sem rak saumastofuna. Stúlkan brá strax viö, eins og siöur var ungs fólks í þennan tíma, ef húsbændurnir kölluöu á þaö og hvarf úr saumastofunni. Hún var ekki komin aftur þegar þær stúlkurnar fóru í hádegismat. Þegar Jónína kom heim til sín í matinn var þar fyrir kona úr sveitinni hennar, gestkomandi í bænum. Þetta var mikil gæöakona en átti þaö til aö tala helzt margt. Allt gott var aö frétta úr sveitinnl heima, skepnuhöld í bezta lagi, tíö svo einmuna góö aö elstu menn mundu ekki aöra eins nema veturinn 1880 en eins og kunnugt er, þá veröa elztu menn aldrei svo blankir í minninu aö þeir eigi ekki ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.