Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 10
ORFIRISEY var búinn að vinna gott starf á langri ævi í þá veru að halda til haga og koma á prent ýmisskonar fróðleik um einstök hús og staði í Reykjavik. Að þessu áhugamáli sínu vann hann til hinzta dags og skömmu fyrir andlát sitt lét hann Lesbókinni í té þrjár greinar til birtingar. Tvær þeirra, um stórhýsið Glasgow og Klúbbinn svokallaða, hafa þegar birzt — og hér birtist sú síðasta. Árni Óla Getgátur hafa komið upp um aö langt aftur í öldum hafi eyarnar Örfisey og Akurey verið landfastar, og á milli þeirra og Seltjarnarness hafi veriö þurlendi. En vegna lands- igs hafi þetta breyzt og sjórinn hafi farið að brjóta land þar sem nú er vogurinn milli nessins og eyanna. Þetta styðst við það, að enn er land að síga á þessum slóðum og sjást þess víöa glögg merki. Elzta kort af Reykjavík og umhverfi er gert af dönskum skútuskipstjóra árið 1715. Þar má enn sjá, að sjávargrandar tengja eyarnar viö land. Frá miöjum Örfiriseyargranda, þar sem hann var hæstur og hét Grandahöfuð, lá annar grandi út í Hólmann og hélt svo áfram þaöan út í Akurey. Auk þessa sér þar votta fyrir granda úr endanum á Örfirisey, svokölluðu Reykjanesi, út í Hólmann. Myndast þar sérstakt lón fyrir vestan Örfirisey sýnilega verið miklu stærri heldur en síðar varö. Sjórinn var alltaf aö b rjóta af henni og svo var komið 1915, að hún er ekki stærri en 4,7 hektarar. Nú má geta þess, að á 16. öld kepptu enskir og þýzkir lausakaup- menn mjög um verzlun hér á landi og komu því hingaö árlega mörg skip frá báðum þjóöum. Var þá harövítug keppni milli þeirra aö ná undir sig beztu höfnunum. Þá höföu Englend- ingar þann siö, aö versla á skipum sínum, en Þjóðverjar reistu sölubúðir á landi, hvar sem þeir náðu fótfestu. Og þá var þaö, að þeir reistu verslubarhús á Hólmanum vestan Örfiriseyar og náðu þannig undir sig verslun Reykvíkinga og nærsveita. Verslunarhús þau, er Þjóðverjar reistu hérá landi munu hafa verið mjög svipuð hvar sem þau voru. Þetta var eitt torfhús eöa skáli á hverjum stað, hólfaöur sundur í tvennt. Var krambúöin í öðrum endanum, en íbúð verslunarmanna í litlu húsi þar innar af. Og verslunar- hús þeirra í Hólmanum mun hafa verið þessu líkt. Þegar verslunar einokunin hefst 1602 og öllum erlendu mönnum var bannað að versla hér, þá settust einokunarkaupmenn fyrst í búöir Þjóðverjanna. En er fram í sótti fluttu þeir inn bjálkahús til þess aö versla í. Og svo fór hér í Hólmanum, að þar voru brátt komin tvö eða þrjú timburhús. Nokkuð utan við Hólmann er skerklakkur einn og var skipalegan milli hans og Hólmsins og var þar kölluö Klakksvík en á dönsku „Holmens Havn“. Var festur heljar mikill járnhringur í Klakk og annar í klöpp í Hólmanum og í þessa hringa voru landfestar skipa bundnar. Var þaö kallaö aö svínbinda skipin. Þarna var þá sæmileg höfn fyrir lítil skip og örugg vegna þess aö hægt var aö svínbinda skipin. Hólmurinn var ekki stór, en hann var þó allur gróinn þessum verslunarstaö var svo lagt sérstakt viðskifta umdæmi. Var þaö Sel- tjarnarnes (meö Reykjavík), Kjósar- sýsla öll og Borgarfjaröarsýsla. Verslunar umdæmiö náði því frá Gróttu aö Húsafelli, og mátti enginn á þessu svæöi versla annars staðar en í Hólmanum. Þess vegna þótti Hólmshöfn með betri höfnum á landinu, vegna þess að hún fékk fiskinn af Innnesjum og land- búnaöarvörur frá frjóvsömum sveit- um. Sá mikli ókostur fylgdi þessum staö, aö sjór var ailtaf aö brjóta af Hólmanum, og seinast fór svo, að versluninni var ekki vært þar lengur. Þá voru verslunarhúsin flutt þaöan yfir í Örfirisey og sett niður syðst á eynni. Má færa nokkrar líkur aö því, að þetta hafi gerst 1698. Samtímis var skipalegan flutt inn í Reykja- víkurhöfn. Og nú er Hólmurinn ekki annað en sker. Seinustu gras- tægjurnar mun sjórinn hafa slitiö af honum um seinustu aldamót, og nú er skeriö ekki þesslegt að þar hafi verið verslunarstaður. Og þá er komiö að sögu Örfiriseyjar. Hún hefir verið oröin sjálfstæö jörð fyrir 1500, því aö þá er gert landamerkjabréf milli hennar og Reykjavíkur. Eftir það bjuggu þarna margir góðir bændur og sumir efn- uöust þar vel. Eignaöist jöröin meira að segja selstööu skammt frá Lækjarbotnum, eða undir Selfjalli, og er Örfiriseyarsels getið þegar Danir fóru úr Hafnarfiröi austur að Hjalla í Ölfusi, til þess aö taka Ögmund biskup fastan.--------------- Eftir að verslunin fluttist í eyna, mun þar hafa þótt björgulegra og þá hafa tómthúsmenn sest þar að. Rétt fyrir aldamótin 1800 eru talin þar fjögur býli, sjálft höfuöbólið Örfirisey og þrár hjáleigur: Steinhóll, Hólshús og Eyrarhús. Um það leyti voru verslunarhúsin flutt til Reykjavíkur og sett niöur í Grófinni, eða öllu heldur nokkru fyrr, á árunum 1779 og 1780. . . Við það misstu hjáleigu- bændur í eynni atvinnu, bæöi við fiskverkun og afgreiöslu skipa. Þó helzt þar byggö fram til 1861 og voru seinustu ábúendurnir Jón og Kristín, afi og amma Jóns Hanssonar skip- stjóra sem fluttist til Englands. Meöan verslunin var í Örfirisey, var lendingarstaður fiskibátanna í svonefndri Dönskuvör, sem var rétt fyrir sunnan Reykjanesið. Þarna var fiskurinn lagöur á land og aðgreind- ur. Þarna er dálítil klöpp og á hana höggvið þetta letur: „Memento mori“ og rétt þar hjá er höggviö í steininn stryk, sem sumir hafa álitið að vera mundi „lögalin" fyrir verslunina. En sennilega hefir þetta verið „fiskmál" og fiskunum slett á það til þess aö ákveöa hvaö væri „málsfiskur". Þessar ristur ætti aö varöveitast vandlega, því aö þær eru hinn eini forngripur á eynni, og hafa sína sögu aö segja ef þetta er fiskmál. — »w*r» - i' 353Í*SÍ& * -é" . ' *"* • . * ... * ::\rt Margt er nú breytt síðan Sigíús Eymundsson tók þessa mynd af Örfiriseyjargranda — að öllum líkindum fyrir síðustu aldamót. Þarna var síðan hlaðinn mikill garður — Grandagarður — um leið qg Reykjavíkurhöfn var gerð á fyrri stríðsárunum. Á þessu ári mega teljast 200 ár síðan verzlunarhús Reykjavíkurverzlunar voru ílutt úr Örfirisey og þurfti jafnan að sæta sjávarföllum til að komast þangað og þaðan úr landi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.