Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 3
og aö vera þaö sjálft, eru yfirleitt fánýtar tilraunir eldri manna til aö endurheimta forna hamingju- daga, árin milli átján og tuttugu og þriggja. Þess vegna eru flestar yndislýsingar á sakleysi og fegurö unglingsáranna alræmdar fyrir gerö, lífslygi og óþolandi tilfinn- ingamærð. En hjá Schubert er þessu á annan veg farið. Hann þekkti ekkert nema þaö aö lifa og vera ungur og þaö hvarflaöi aldrei aö honum að veröldin gæti verið öðruvísi. Þar meö er ekki sagt að vormorgunin sé ávalt sólbjartur. En jafnvel villtasti maístormur er samt sem áöur vorþeyr. Lífið er þjáning en æskan getur boriö þjáninguna af því aö lífslyst henn- ar er heit og sterk. Þá er svo mikið gaman aö vera til. Þó Schubert sé oft hryggur og stundum á barmi örvæntingar er jafnvel einmana- leiki, lítilsvirðing og skilningsleysi unaöur því lífiö er ungt og ferskt og fallegt. Ekki er enn komin til sögunnar sú sársaukafulla upp- götvun áranna aö lífsnautnin þverr og harmar veröa aö meinum sem ekki vilja gróa er lífið hefur glataö angan sinni. Aldrei er Schubert bitur. Er sárin svíöa grætur hann einfald- lega líkt og barn. Hann læröi ekki aö brynja tilfinningar sínar né hefna harma sinna. Og þó hann teiji sig stundum óhamingjusam- astan allra manna er kvölin ekki djúpt grafin í sál hans, heldur sprottinn af ytri atvikum er hægt væri aö kalla tilviljanir. En reyndar lagöi lífiö á hann margar raunir á stuttri leiö. Hann söng sársauk- ann úr brjósti sér. Og lög hans komu af sjálfu sér og kviknuðu af augnabliks geðhrifum og tilfinn- ingakenndum. Vinir hans og vin- konur voru líka ungt fólk er ekki höfðu fremur en hann minnsta grun um vonbrigði og harðneskju reynslunnar. Hugmyndin um Schubert sem unglinginn söngfagra í skóginum er því þrásækin þó viö látum hana ekki slá okkur blindu um líf hans og starf. En til aö hin flekklausa og fagra skapgerö hans fengi notiö sín varö aö vera til staðar óvenju einfalt samfélag. Hlutskipti bóndans er aö eldast skyndilega og bilið er djúpt milli kynslóða. En í þeim hópi er umkringdi Schubert voru hinir fullorðnu gersamlega sinnu- og áhugalausir um ærsl og uppátæki hinna glööu borgar- barna. Af þeirri staöreynd spratt hiö barnslega hugarfar, náttúr- iega frelsi og saklausu ástaleikir. Tilfinningar Schuberts voru líf hans og hann bældi þær ekki né gagnrýndi. Og þaö var enginn „raunsæismaöur" til aö draga dár aö hinni stööugu lofgjörö um söng næturgalans og bros mánans, né gera gys aö opinberun tilfinn- inganna er flæddu óhindraðar frá fyrsta til síðasta dags. En svo var lífið og hamingjan Schubert gjöful aö undrun hans og lotning fyrir lífinu og fegurð heimsins var alltaf jafn fersk og sönn. í siðfáguðu og kurteisu samfélagi, þar sem tilfinningarnar og tjáning þeirra er miskunnarlaust gagn- rýnd, öguð og bæld eftir flóknum siöavenjum, heföi einlægni og hreinskilni Schubert átt erfitt uþp- dráttar. Viö getum ekki gengiö nakin og því fágaðara og siöaöra sem umhverfiö er, því nauðsynlegri veröa fötin. Öldum saman höföu söngvarar og Ijóöskáld um alla Evrópu, reynt aö gefa í skyn meö fáguðum oröaleikjum og kurteis- isbrellum þær hugarkenndir og hræringar sem Schubert söng eölilega og blátt áfram frá dýpstu rótum hjarta síns. Ruddalegar og grófar tilfinningar er erfitt aö umbera. í umgengni viö náung- ann höfum viö lært aö stilla og dylja hreinskilni okkar meö háöi og skopi. Þaö er algeng og mikil villa aö ofmeta kosti hreinskiln- innar. Þar veltur mest hvernig á er haldið. Hreinskiliö fólk sýnir meira í hjarta sitt en gengur og gerist. Og hjörtu mannanna eru margs konar. Schubert söng fyrir sjálfan sig upphátt svo allir mættu heyra. En svo hreint þel og tært hjarta var í þeim söng, aö frá því hann fyrst heyrðist hefur mannkynið elskaö hann sem opinberun þess fegursta og besta er hrærist í mannlegum brjóstum. Áreiðanlega er hin blíölynda og hrekklausa skapgerö Schu- berts fágæt en ekki óþekkt. En þaö er einsdæmi aö hún skyldi búa í snillingi er var gæddur hinum guölegasta sköpunarmætti. Ungl- ingar lifa og deyja vinum og ættingjum til harma en hlýrra minninga og þakklætis. En óviöjafnaleg list Schuberts hefur fyrir náö örlaganna varöveitt hina fögru og eilífu æsku hans fyrir allt mannkyn. Matthías Johannessen Hótel Borg fimmtug Á þessum stað hafa stungið saman nefjum mörg stórmenni andans, svo notað sé fátæklegt orð og andagift sem ekki varð haldiö í skefjum var einkenni þessara sala vió tiltekið borð. Og hér hafa einnig fundað flestir sem vóru að fitja upp á nýjum málum um landsins hag og klíkur sem strengdu þess heit og hálfvegis sóru að heimta sinn rétt og taka völdin einn dag. Og hér sátum vér einn miövikudag fyrir mörgum svo mikilvægum árum sem runnu sitt skeið, við Tómas og Þorsteinn og Kristján Karlsson í ströngum en krassandi díalóg, rétt meðan dagurinn leiö. Og enn heyrir þjóðin óminn af vizku og snilli vor allra sem töldum rétt að hún minntist þess henni bæri að auka alin viö þjóðarhylli þess anda sem gnæfði úr flatneskju Seltjarnarness. Með háreysti kveöjum vér líf vort og mæta minning sem miklast af því að vér vorum hennar kross og þökkum af alhug vínið og vinakynning sem veröldin sér í gegnum fingur vió oss. Og þetta er allt sem vér hugsum á stórum stundum og stöndum við það eins og news that’s fit to print, en allt sem fór fram á þeim afdrifaríku fundum var álíka brýnt og vor dýrkeypta, verðlausa mynt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.