Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 14
þc?L- /Wtfff KMKIl- MPLÍT SVAK' DREPUI? KveM- Fna FÆ»- i R " |M FiftT-, ARíHA- lseii-j n-c.i n Ve«vc- FÆ«l áftRíf? ■H HXRl© yieiMHi' MJ\ F/M ■Bo/l l TuRt Cat- -ÍKftHT- ix fZ F\IK- WR tMftl ÍWWHftF HoR- Aí>uF. Hol fj 4R. 0® BÓLVf? ÍÁi-pPftP wve fj- KAFM \J £ LT- IN6,- ue ppí?N- K 'T HEI LL e'/Lft- 1~£áUMD T«- VoíLR íéP- K’oMfl MRM- UiiUR 3ic,Ð SUCR ÍTftfcíR -fltefR £/NS IHLX- ofvinR /bm- temg. l wií. fATlilc ci R. rrer-r MERR- PÆRl MftHM VfWMfl HÓVtlPf SVC', £U.!fo i/WDff FLBIhl ÞVÆTT- ttu&ufí B'f’TH Vl-ÐO R- WffWI To K- v e PK 6AULQ £P/R 8/-ít> Fakcí- MAMK 2F/WS V£RK- FÆRI Ht-7. rnAfi-rc T/* y(0^ HflCXM- AÍ>AR [e I M&l KÁTAtl Sii.r- Úftíg Krossgá Lesbóka Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 1 \W} 6RÍJKÍ 80E6, HftTTi &l'»Í fýfVNOI FRðUW 5ND- INC, 8amd IÐ SN- CMHfl 5TAR- FIS itffi R u»l HH ljrg /P—r JL flUWk LCVÍ. «Vfci; 5* L /€ p 1 N r Mírnc Æ X 1 R \M m. SKC- IFAR P X R A R ITkTT A Ð a e & 1 o lff £ ftjÖAH mteyi IH A R A- R FU6LÁK ftJKA e R N i R vcþpi.'t T A 1 ý Kíuut Lkrnit K (L 'o h? 5 A a N l R JFfíT LTom- A R K A R M9 S) 5 £> r r i M DVR VIRDA I N N 4 Ar N d m?- R O T A R ÍAKAÞ ENm A AJ A Ð ÍLÆ.H HYP/ÆR flCL l L L y v|ff' e F l MoBAR KARL- D Vft % U i R VINti- fVflP- UHHH K 5 VI*- FAHCi b D Æ L K A T A R ■rí'HH $> T A N d i R X L ~K fZ ÖLAT- A R LroD rfoHN T h K A 3HLL SÆT- R A T 1 A \*»rn T ■R clþi- K»uut TA D R KALDI MR K U L miK- UHH HAK6A N A f> liffiH K A F F 1 'AA O 4 —* T Æ L A //-KK- MR luf ft 'A P A R A K A £ A a A LeiJL Í«M- HLX. 5 K A P A £. Ct L LF A R i<**f R A F T U R K A A mn- A N N A X R A n M A ísafirði. Annars hygg ég, að hann hafi ek!<i verið í skólanum um veturinn, heldur verið aö ganga undir inntökupróf í 2. bekk þá um vorið, utanskóla. Líklega hef ég verið dálftiö rúmlatur, eftir kærkomna næturhvíld og gestbeina góöan á Fremri-Kotum, því að sól var um það bil í hádegisstað er ég gekk í hlaö á Silfrastööum, og rakst þar af tilviljun á gamla Steingrím, viðtakanda dropaglass- ins góða frá Bakkaselsbónda. Virtist hann að vísu verða glaöur við sending- una, en þó hálft í hvoru eins og hann heföi nú ekki meir en svo búizt viö efndum á gömlu loforöi. Ég hafði þegar í upphafi ferðar hugsað mér aö doka smástund viö á Miklabæ, bæði til þess að heilsa upp á Berg sem ég vissi aö var þá kominn heim, og ekki síður til þess aö sjá og eiga tal viö fööur hans séra Björn Jónsson, er ég nokkrum sinnum hafði heyrt móður mína minnast á, þar eð hún sem ung stúlka í kringum 1890 hafði verið í vinnumennsku hjá foreldrum hans á stórbýlinu Broddanesi við Kollafjörð, á Ströndum. Á Miklabæ dvaldi ég góöa stund, og nokkru lengri en ég hafði ætlað í fyrstu vegna, alúöar þeirra feðga. Er séra Björn vissi hvaöan ég var upprunninn, spuröi hann margs úr Strandahéraði, sem ég leysti úr eftir beztu getu. Bjart hafði verið yfir framanaf degi og léttskýjaö, þó að þokuslæöingur lægi á fjöllum. Á meöan ég stanzaði á Miklabæ sló niður þéttri þoku, allt í miðjar hlíðar eða vel þaö, en lítt eða ekki gætti hennar á láglendi. Samt sem áður olli hún því, að sú von mín brast að mega frá Arnarstapa líta hinn sögufræga Skagafjörö í túlkun Stephans G. „ — suður til heiða frá sæbotni skáhöllum sólheim Ijómandi varðaðan bláfjöllum." Vorið 1921 var farið yfir Héraðsvötnin á ferju frá Stóru-Ökrum. Fylgdi Bergur mér út til ferjustaðarins á Ókrum og sagöi, að vestan Vatnanna þyrfti ég aö fá reiöslu á bænum Húsey yfir svonefnda Húseyjarkvísl, áður en ég kæmist á veginn vestur yfir Stóra-Vatnsskarð. Einhver smástanz varð á ferjuflutn- ingnum, og beið ég á meðan í framhúsi einu litlu eða forskála. Vakti þar athygli mína mjög nálægur torfveggur, hlaöinn úr klumbuhnaus, sýnilega allforn og þó hinn stæöilegasti. Ég haföi lesiö um frábæra rausn og athafnasemi Skúla fógeta, sem sýslumanns Skagflröinga á sinni tíö. Þar á meðal um byggingu bæjarhúsa á Stóru-Ökrum, er hann hefði látið vanda eins og kostur var á, bæði að veggjum og viöum. Viöirnir enda óvenju- lega traustir, úr byröingi og böndum hollenzkar fiskiduggu, sem eftir strand.og skipbrot var gerö upptæk í nafni kon- ungs, vegna launverzlunar skipverja við landsmenn. Flaug mér snöggsinnis í hug, hvort hugsazt gæti, að torfveggurinn væri enn við lýði sem lítilfjörlegar leifar af bæ Skúla landfógeta Magnússonar. í þann tíma var ég áhugalítill, aö ég ekki segi áhugalaus, um þess háttar hluti, og haföi því eigi orö á þessu við nokkurn mann. Reiðslu yfir kvíslina frá Húsey fékk ég greiölega og án endurgjalds, en varö aö bíöa þar æöistund. Ef til vill hafa hestar ekki veriö heima viö, eöa unglingurinn sem látinn var reiða mig ekki viðlátinn þá í svipinn. Degi var tekið mjög að halla, þegar ég loks lagöi upp á Stóra- Vatnsskarö. Þrátt fyrir það langaði mig til að hitta Húnvetninga vakandi, eftir erfiði dagsins. Dvölin á Mi<labæ og biðin í Húsey höfðu tekið drjúgan saum úr tímanum, en samt sem áður gerði ég mér enn þá von um að ná háttum á næstu bæjum vestan skarösins, þó aö vitanlega yrði að herða gönguna ef þeim áfanga átti aö Ijúka á skikkanlegum tíma. Sú varð þó raunin, að þá er ég fetaöi mig vestur af fjallshlíöinni, niöur krappa og hlykkjótta sneiðinga vegarins að Bólstaöarhlíö, virtist fullkomin næturró sigin þar á bæöi menn og málleysingja, enda ugglaust komið um eða fram yfir miðnætti. í stað þess að ganga heim til bæjar í Bólstaðarhlíð og biðjast gistingar, þó að seint væri, tók ég þá vanhugsuöu ákvörð- un að halda áfram um nóttina, og freista þess að létta eigi göngunni fyrr en komið væri vestur að Leysingjastöðum í Þingi. Að nokkrum tíma liðnum dimmdi í lofti af þokusúld og smágeröum regnúða, svo að hálfbirta maínæturinnar fór að nálgast haustmyrkur. Gafst ég þá upp á rólunum. Gekk heim að bæ einum, sem reyndist vera /Esustaðir í Langadal, vakti fólk af svefni og bað um gistingu. Þeirri beiöni var þegar tekið af góðvild og gestrisni, þrátt fyrir að umstang, er óvænt gest- koma að næturlagi veldur. Á leiðinni út Langadalinn daginn eftir varð mér tíðlítið heim að bænum Holta- stöðum, vegna bernskuminninga um Lár- us trúboöa. Ég vissi aö hann var ættaöur frá þessum bæ, sonur svonefnds Holta- staöa-Jóhanns, sem mun hafa veriö allkunnur maður á sinni tíð í Húnaþingi. Lárus haföi víöa fariö bæði utanlands og innan, og kunni frá mörgu aö segja. Ég mundi vel eftir komu hans á heimili foreldra minna, og að hann varö töluvert umtalaöur maður á heimilinu eftir þá heimsókn. Ég hygg þó, aö hann hafi ekki að því sinni sett á langar tölur um trúboö eða trúmál yfirleitt, enda hefði þaö að líkindum veriö unnið fyrir gýg, þar sem guðfræði meistara Jóns og séra Hall- gríms var einvöld í hug og hjarta heimilismanna, eftir hæfilegan skammt hennar á hverjum helgum degi um ársins hring. Ekki gaf ég meí tóm til aö stanza neitt í Blönduósþorpi, þótt ég þekkti þar dálítiö til frá vorinu 1919, þegar ég ásamt nokkrum öðrum vegageröarmönnum vann aö byrjunarframkvæmdum við svo- nefnda Svínvetningabraut, undir verk- stjórn Friðriks Halldórssonar frá Miöhús- um í Vatnsdal, að því er mig minnir. Síðar hiö sama vor vann ég einnig nokkra daga viö bryggjugerð, skammt fyrir utan ósinn á Blöndu. Því verki stjórnaöi fram- kvæmda- og félagsmálamaöurinn Steingrímur Davíðsson kennari, síöar skólastjóri á Blönduósi í hartnær 40 ár. Þá komst ég ennfremur í smávegis kynni viö Jón Lárusson, dótturson Bólu- Hjálmars. Jón var kunnur kvæðamaöur, dágóöur hagyrðingur og mikill áhugamaður um sauðfjárrækt. Hafði hann samiö bækling um það efni og látiö prenta. Einnig Vel kveöna rímu með 100 ærnöfnum. Jón og kona hans voru þá búsett á Blönduósi, en bjuggu seinna í Hlíð á Vatnsnesi. Sjálfsagt hafa verið komin venjuleg háttumál, er ég loks náði fram til Leysingjastaöa í Þingi, eöa þau jafnvel liðin fyrir nokkru. Slíkt er mér ekki Ijóst í minni, heldur frábær gestrisni á miklu rausnarheimili. Að liönum dagmálum morguninn eftir reiddu þeir feðgar, Bjarni og Guöjón bóndi, mig vestur fyrir Gljúf- urá, sem er landamerkjaá milli Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu. Ég vissi aö Guð- jón bóndi á Leysingjastööum var sonur hins nafnkunna hestamanns, Jóns Ás- geirssonar á Þingeyrum. Bjóst ég við að honum kippti í kyniö, ætti trúlega uppfullt af fjörhestum og bar nokkurn kvíðboga fyrir, að ef til vill myndi hann setja mig á einn slíkan, sem maöur frá vegalitlu og gæöingasnauöu héraöi kynni ekkert meö aö fara. En sem betur fór, reyndist sá kvíði ástæöulaus með öllu. Undir mig var settur góðgengur og þaultaminn reiö- skjóti, auöveldur í öllum viöbrögöum eins og hugur manns. Vestur yfir Víðidalsá, sem er mikið jökulfljót, var ég ferjaður frá bænum Þorkelshóli á lítilli netabyttu. Annars var lögferja á ánni frá bænum Galtanesi vestan ár, én ekki minnist ég þess aö hafa kallað hana aö því sinni, heldur tveimur árum fyrr vorið 1919, þegar ég hélt heim á leiö úr vegavinnunni í Svínvetningabraut. Um kvöldið komst ég að Stóra-Ósi í Miöfirði, nokkru fyrir skikkanlegan hátta- tíma. Gisti þar og átti góða nótt. Daginn eftir, sem var sjötti dagur feröarinnar, tók ég frekar snemma eða meö fyrstu fótaferö. Vel hvíldur og útsofinn. Gekk þá um garö hjá stórbýlinu Söndum, er stendur á hjalla einum lágum og miklum um sig, vestanhalt við botn Miðfjaröar. Drýgöi síöan gönguna eftir mætti út allt Heggstaöanes, að bænum Bálkastööum. Þaðan fékk ég flutning yfir Hrútafjörö að bænum Borgum, á vesturströnd fjaröar- ins og var þá loksins kominn í mitt heimahérað. Hélt ég síöan áfram dagfari og náttfari, unz ég náði foreldrahúsum, Vatnshorni í Þiöriksvalladal um fótaferð- artíma, að morgni hins sjöunda dags. Kvöldið áöur hafði ég notið matar og hvíldar um stund, á rausnarheimilinu Gröf í Bitru. sept. 1979. J.Hj.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.