Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1980, Blaðsíða 7
þetta er landiö í allri sinni nekt; innsti kjarni þess, þar sem gróö- urfar ogdýralíf standa ævinlega hollum fæti. Vel er því lýst í síöustu mynd bókarinnar af Hraunsandi viö Grindavík: Ekki stingandi strá, aöeins grjót, sem er á litinn eins og keramik, haf og svirtur sandur. En eins og agnarlítill depill er tákn lífsins, sem þarna er þrátt fyrir allt: Fugl á flugi. Hann er ekki stærri í myndinni en smæstu steinvöl- urnar, — en segir samt allt sem segja þarf. Fyrir tilstuölan Þóru Kristjáns- dóttur forstööumanns Kjarvals- staöa, hefur nú samizt svo um, að McCurdy heldur þar Ijós- Vnyndasýningu og veröur hún einmitt opnuö í dag. Þar veröa myndir, sem Ijósmyndarinn hefur tekiö á íslandi; kannski einhverj- ar þær sömu og prýöa bókina, — en einnig fjöldi mynda ann- arsstaðar frá. Alls veröa þar 47 verk og eru þau til sölu. Þetta framtak McCurdys og Kjarvals- staöa veröur vonandi þakksam- lega þegiö. Öll tilbreyting er góð, meöan haldið er uppi listrænum kröfum og ekki er þaö nú lengur dregiö í efa, að sumum tekst aö nota Ijósmyndavélina til aö ná sömu markmiðum og góöur myndlistarmaður setur sér. Þar eru sannarlega margir kallaöir en fáir útvaldir. Sæmilegar myndavélar eru nú svo aö segja í hvers manns eigu og alíir viröast geta náö miölungsár- angri og jafnvel slysast á aö taka eina og eina góöa mynd. En frá venjulegum Ijósmyndum og til þess bezta, sem menn eins og McCurdy láta frá sér fara, er óraleiö. Ekki ætla ég aö hætta mér út á þann hála ís, aö líkja myndum McCurdys viö blýantsskissur Rembrandts eins og Haildór Laxness gerir í formála sínum. Vera má aö sú samlíking fái staðizt, en margt í myndlist er einfaldlega svo ólíkt, að þaö er ósambærilegt. En það er hverju orði sannara, sem Halldór segir þar, að venjuleg Ijósmyndavél er einmitt tæki, sem gert er fyrir aula. Og einmitt meö slíku tæki nær McCurdy að koma einhverju á framfæri, sem ekki verður alveg skýrt með orðum, en verður að sjást. G.S. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.