Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 3
Krafan um látlausa aukningu framleidslu og vaxandi hagvöxt, ásamt batnandi lífskjörum, kallar á stööugt aukna fjárfestingu í at- vinnutækjum. Mikið sparifé safnast fyrir hjá sumum hinna háþróuöu iðnaðar- þjóða á Vesturlöndum, sem ekki eru tök á að ávaxta heima fyrir. Þetta sparifé leitar svo þangaö, sem akortur er á því, og öll iðnþróun er skemmra á veg komin. Þar er því yfirleitt þakksamlega tekið, enda léttir þaö að einhverju leyti af landsmönnum þeirri kvöð, að gera þetta sjálfir, af takmörkuðu eigin sparifé, eða með erlendum lántök- um. Jafnvel sósíalísku ríkin eru hér engin undantekning. Sagan segir að Kína og löndin austan Járntjalds laði að sér erlent fjármagn, og að fjöldi fyrirtækja á Vesturlöndum byggi þar nú verksmiðjur, sem framleiði margskonar iðnvarning til útflutnings; hvernig sem nú þetta samrýmist sósíalísku hagkerfi. Forsvarsmenn okkar virðast einir um það, að telja okkur hafa ráð á að hafna erlendri fjárfestingu í fram- tíðinni, nema þá í mjög takmörkuð- um mæli, og að því er viröist, með því ófrávíkjanlega skilyrði, að við fáum aö taka á okkur ábyrgðina og áhættuna með meirihlutaeign. Menn virðast ekki gera sér Ijóst, aö eignarhluta okkar í háþróaðri al- þjóðlegri stóriðju, þótt meirihluta- eign sé, fylgja ekki tilsvarandi raun- veruleg áhrif og völd, og er þá hæversklega að orði kveðið. Viö eigum aöeins tvær auölindir, sem hægt er að nýta til umtals- verðrar öflunar erlends gjarldeyris og bættra lífskjara. Önnur er fisk- stofnarnir, og er fullnýtt í bili. Hin er vatnsorkan, en frá þeirri gullnámu streyma milljarðarnir stöðugt til hafs, engum til gagns né gleði. Ef við höfum hug á að auka þjóðartekj- urnar og bæta afkomuna, svo aö nokkru nemi, er því eina úrræðið að virkja þessa orku, og þá í tengslum við stóriðju. Og spurningin virðist aöeins vera um leiðir. Frá mínum bæjardyrum séð er það að vísu engin spurning. Við höfum nú 10 ára reynslu af rekstri Álversins í Straumsvík. Ekki verður annað sagt en að sú reynsla 80 hin ákjósanlegasta. Félagið hefur greitt skatta og skyldur til ríkis og bæjarfélags, sem eru 'hokkuð hærri heldur en verið hefði, et félagið væri alinnlent. Það hefur greitt fyrir raforku svo að segja í hlutfalli við hlutdeild í virkjaöri orku. Það veitir 650 mönnum stöðuga, góða atvinnu, og það hefur veriö friður meðal starfsmanna og í starfseminni, þrátt fyrir nokkurt nart og nagg vinatri aflanna í garð félagsins. (Sjá m.a. grein Þorgeirs Ibsens, skólastj.: „íslenzka álfélagið h/f og Hafnar- fjörður“, í 4. tbl. 39. árg. tímaritsins „Sveitarstjórnarmál“, um þátt Ál- versins í uppbyggingu Hafnarfjarð- arbæjar). Einkum er það rafmagnsverðið, sem hefur verið pexað um. Sú gagnrýni, sem fram hefur komið, hefur ekki verið skynsamleg, og enn síður réttlát. Auk þess að gera stöðugt samanburð á verði Lands- virkjunar til Álversina annarsvegar, og smásöluverði rafveitna til al- mennra nota hinsvegar, hefur verið horft algerlega fram hjá þeirri grundvallar staðreynd, að það hefur úrslita áhrif á verðið, sem vatns- orkuver þarf að fá fyrir orkuna, hversu stöðug notkunin er, því aö stærð virkjunar er að sjálfsögðu ekki miðuð við meðalnotkunina, heldur við mesta álag. Álverið notar sinn umsamda hluta hins virkjaða afls í sem næst 24 klukkutíma á sólarhring í365 daga á ári, og greiðir fyrir þessa orku hvort sem það notar hana eða ekki. Notkun hins almenna kaupanda er aftur á móti mjög stopul, og mesta notkun aðeins fáa klukkutíma á sólarhring. Árió 1978 hafði Álverið til ráð- stöfunar 31,8% (143MW) af upp- settri vatnsorku Landsvirkjunar og greiddi fyrir hana 30,4% (1572 millj. kr.) af heildartekjum þesa fyrirtæk- is. Almennir notendur, þ.e. aðrir en Álverið, höfðu til afnota á sama tíma 68,2% (306MW) af vatnsorkunni og greiddu fyrir hana 69,6% (3604 millj. kr.) af heildartekjunum. Það er svo mál fyrir sig, og Álverinu óviðkomandi, að talsvert meira en helming þeirrar vatnsorku, sem hinn almenni notandi hefur til ráöstöfunar nýtir hann ekki, heldur flytur Þjórsá hana ónotaða til hafs. Þetta aegir svo heldur betur til sín í rafmagnsreikningum hinna al- mennu notenda, sem greiða fyrir það, sem ekki nýtist, með þeim mun hærra verði fyrir það rafmagn, sem þeir nota. Hór kemur fleira til sem hækkar rafmagnsverð hins almenna notanda, svo sem mjög víöáttumik- ið og því rándýrt dreifikerfi, marg- háttaður rekstrarkostnaöur o.fl., sem rafveiturnar verða að sjálf- sögðu að standa undir. Andstæðingar erlendrar fjárfest- ingar á íslandi, með „gönguhópana“ í broddi fylkingar, þ.e. aðallega sömu hóparnir, og eru á móti veru varnarliðsins og þátttöku í Nató, beita svipuðum áróðri í báðum þessum málum. Bæði skapi þau hættu fyrir frelsi okkar og sjálf- stæði, segja þeir, og gott ef ekki líka aö „menningin“ sé í hættu. Auð- hringarnir eru grýla, sem þessir hópar klifa á í tíma og ótíma. Þetta séu ekki annað en glæpaklíkur, segja þeir jafnvel, sem sjúgi merg- inn úr alþýöu um allan heim. Er þá segin saga að vitnað er til Suður- Ameríku og American Fruit Comp- any, þessa eilífðar blórabarns, sem ætti, eftir sögusögnum, löngu að vera búið að svelta hálfa Rómönsku Ameríku til dauða. Til samanburðar er fróðlegt að lesa bók hagfræóingsins heims- kunna, jafnaðarmannsins og Nó- belsverðlaunahafans, John K. Gal- braiths: „Iðnríki okkar daga“. Hann segir um stóru alþjóðlegu fyrirtæk- in, sem ávaxta mikinn part af sparifé almennings í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, að vegna stærðar sinnar, og oft um leið sérhæfingar, hafi þau ekki ráð á að reka áhættustarfsemi með þetta fé. Þau stefni því fyrst og fremst að því að fá öruggar, jafnar tekjur. Með þetta markmið að leiðarljósi, haldi þau uppi víðtækri og margþættri áætlunargerð, sem manni skilst að sé sá eini áætlunarbúskapur, sem það nafn á skilið, þar sem áætlun og raunveruleiki falli að jafnaði hvort að öðru eins og flís við rass, enda ekki von á góðu, fyrir stjórn og ráðgjafa ef áætlun bregst. Mér virðist lýsing Galbraiths á þessum fyrirtækjum og starfsemi þeirra, vera eins langt frá hátterni gangst- era og braskara, eins og pólarnir eru hvor frá öðrum. Hitt er svo jafn víst, að tilgangur þessara félaga er að ávaxta fé, en ekki að reka góðgerðarstarfsemi. Við verðum, fyrir alla muni, að hætta að hlusta á þessa óábyrgu þrýstihópa, sem afneita allri skyn- semi í efnahagsmálum, jafnt og öryggismálum, enda virðast búa yfir einhverjum annarlegum markmiö- um, og eru jafnframt hatrammastir áróðursmenn í allri kröfugerö gagn- vart þjóðfélaginu. Jafnframt komumst við ekki hjá því ó'//(i lengur, að fara að gera það upp við okkur í alvöru, hvort við ætlum að vera svo „þjóðholl“ að láta stórfljótin okkar renna óáreitt út í Atlantshaf um alla framtíð, eða taka í okkur kjark og haga okkur eins og skynsemi gæddar verur, og nota þennan sjáltsagða, og jafn- framt eina sjáanlega möguleika, til verulegrar eflingar hagsældar í landinu. Það er lán að þeir eru ekki svona „þjóðhollir“ í Bandaríkjunum, því að þá otæðu varla tvö stærstu fyrirtæki okkar íslendinga á amerískri grund, þar sem við, að auki, rekum starf- semi í samkeppni við þarlenda fiskimenn, rótt eins og ekkert væri sjálfsagðara. Fyrirtæki Sölumið- stöðvarinnar í Bandaríkjunum er meira að segja stærsta fyrirtæki þar í landi í sinni grein, og veltir t.d. mörgum sinnum meiri fjármunum en Alverið hjá okkur. Eins og áður er sagt, er það engin spurning frá mínum bæjardyrum séð, hvaða leið á að fara í fjárfest- ingarmálum. Ég er sannfærður um að „Ál- samningurinn“ er góður samningur. Hann er góður vegna þess, að hann tryggir ríki og bæjarfélagi ríflegar og vissar árlegar tekjur, jafnframt því sem honum fylgja skilyrðislaust engin útgjöld, en þetta er einmitt það form tekjustofna sem æski- legast er fyrir ríkið og aðrar opin- berar stofnanir. Stóriðja, sem starf- ar á sama grundvelli og Álverið, fellur þannig að efnahagskerfi landsins á sama hátt og alinnlent félag mundi gera, miðað við þá reynslu, sem þegar er fengin af 10 ára rekstri fyrirtækisins. Þegar tímar líða og við höfum safnað fjármunum og reynslu, og skapað okkur markaðsaðstöðu, sem þarf, liggur svo beint við að innlend hlutafólög komi í stað þeirra er- lendu. Ég er aftur á móti smeykur við að „Járnblendi-samningurinn“ sé slæmur samningur. Slæmur vegna þess, að það eru aðeins útgjöld, sem hann „tryggir“ okkur, útgjöld við að standa undir risavöxnu stofnframlagi. Um endanlegar ár- legar tekjur okkar frá fyrirtækinu, fer hins vegar eftir afkomu iðjuvers- ins og þess arðs, sem kemur til úthlutunar, ef einhver verður. Rétt er að minnast þess, að það var ekki sérstakur áhugi og þörf ríkisvaldsins á umsvifamiklum at- vinnurekstri, til þess að sinna að- kallandi innlendum þörfum, sem olli því að til Járnblendiversins var stofnað, heldur nauðsynin á því að fá kaupanda að mikilli stöðugri raforku, til þess að Tungná yrði virkjuð á hagkvæmasta hátt. Þátt- taka ríkisins í starfsemi, af þeirri stærð, sem hér um ræðir, var því með öllu ástæðulaus. Hér átti ríkið aðeins að tryggja sér hagkvæmt verð fyrir rafmagnið, auk skatta og skyldna, líkt og almennt gerist, en láta aðra um áhættuna at rekstri þess fyrirtækis, sem stofnað yrði til, enda engin aðstaða fyrir rikiö aö ráða feröinni, þrátt fyrir meirihluta- eign, svo sem gefur að skilja. Loks þykir mér ólíklegt, að þessi rekstur falli að stefnu meirihluta landsmanna, enda sé ég ekki betur en að með þessum miklu umsvifum ríkisins í atvinnurekstri, sem að auki þjónar ekki innlendum þörfum, sé verið að opna dyrnar og greiða fyrir inngöngu alvörusósíalisma á íslandl. Björn Steffensen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.