Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 13
Álfred Eisenstadt, frægur ljós-
myndari, tók þessa mynd af Kiss-
inger á einni af þeim stundum,
þegar mörg járn stóðu á utan-
ríkisráðherranum. Hér reynir
hann að gera þrennt í senn, blaðar
í skjölum, talar í símann og lætur
raka sig á rakarastofu Hvíta
Hússins.
Eins og samræöur
háskólakennara
í stjórnmálafræðum
Viö hófum fyrstu viöræöur okkar í
gistihúsi mínu. Viö sátum viö borö meö
grænum dúki í stórum körfustólum, eins
og þeir tíökuöust í baöstrandarhótelum
áöur fyrr. Fyrir framan mig lá þykk
skjalamappa meö alls kyns upplýsingum
og gögnum, sem ég notaði ekki, eftir aö
Shou-En-lai hafði gripið fram í fyrir mér,
er ég var aö flytja inngangserindi mitt.
Fyrir framan Shou-En-lai lá pappírsörk,
þar sem nokkur orö voru skrifuö, senni-
lega heitin á þeim málefnum, sem hann
vildi ræöa viö mig um.
Við Shou-En-lai höföum orðið sam-
mála um, aö á þessum fyrsta fundi væri
þaö mikilvægast, aö hvor aöili fyrir sig
geröi sér grein fyrir grundvallarsjónar-
miöum hvors annars. Þegar svo væri
komiö, myndu framtíðarsamskipti okkar
ráöast af þeirri nauösyn, sem heföi komiö
okkur saman, aö því tilskildu aö hvorugur
aöili krefðist af hinum, þess sem væri
andstætt skoðunum hans eöa hagsmun-
um.
Þannig hófst samtal, sem á margan
hátt minnti á samræöur tveggja háskóla-
kennara í stjórnmálafræöi, hvaö snerti
nákvæmni í útlistunum og framsetningu,
og þaö næstum duldi þá staöreynd, aö
strand samningaviðræönanna heföi tákn-
aö áframhaldandi einangrun annars aöil-
ans og aukna erfiöleika á alþjóölegum
vettvangi fyrir hinn.
Þó aö við Shou-En-lai vissum báöir,
hvaö í húfi væri fyrir okkur, minntumst viö
varla á fyrsta fundi okkar á þaö mál, sem
myndi veröa mælikvarðinn á árangur
feröar minnar: samkomulag um heim-
sókn forseta Bandaríkjanna til Kína.
Við létum báöir, eins og þetta væri
aukaatriöi, sem auövelt væri aö afgreiöa.
Á kurteislegan hátt, meö heimspekilegum
oröræöum og gamanyrðum, þegar svo
bar undir, létum viö á okkur skilja, að
leiöin stæöi opin til aö snúa til baka. En í
raun og veru gátum viö aðeins haldiö
áfram.
Shou-En-lai ræddi um þær hugmyndir,
sem komiö heföu fram í ræöu Nixons 6.
júlí og sagöi, aö hann væri í meginatrið-
um samþykkur þeim. Þar varö ég aö láta
í minni pokann, því aö ég vissi ekki, aö
forsetinn heföi haldiö þessa ræöu, enda
var mér ókunnugt um efni hennar.
Þaö er einkennandi fyrir Shou-En-lai,
aö morguninn eftir lét hann færa mér
ræöuna meö morgunverðinum og baö
mig um aö láta sig fá hana aftur, því aö
þetta væri eina eintakiö, sem hann ætti,
en þaö var meö athugasemdum hans
sjálfs.
Shou-En-lai hafnaöi
hugtakinu risaveldi
í ræöu þessari bar Nixon lof á Kínverja
og sagöi, aö þeir væru „framtakssamir og
afkastamiklir og ein af merkustu þjóöum
heimsins". Þess vegna væri „mikilvægt
aö ríkisstjórn vor tæki fyrstu skrefin til
þess aö binda endi á einangrun Kína á
meginlandinu frá samfélagi þjóöanna".
Hann ræddi þá um hin „fimm miklu
efnahagslegu risaveldi" (Bandaríkin,
Vestur-Evrópu, Japan, Sovétríkin og
Kína), en undir samskiptum þeirra væri
heimsfriöurinn kominn á okkar tímum.
Shou-En-lai hafnaöi hugtakinu „risa-
veldi“ og sagði, að Kína ætti ekki heima í
þeim hópi. Þaö var rétt og skynsamlegt.
Kína þurfti á okkur aö halda, þegar af
þelm sökum, aö þaö var ekki nógu öflugt
eitt sér til aö mynda jafnvægi gegn
Sovétríkjunum.
Milli okkar varö þegjandi samkomulag
um aö ræöa ekki til hlítar þau mál, sem
verulegur ágreiningur var um. Því var
aðeins stuttlega minnzt á Taiwan á fyrsta
fundi okkar. Meiri tíma þurfti ég til aö
útskýra stefnu okkar í Indó-Kína.
Því ræddi ég sérstaklega um leynivið-
ræður mínar viö samningamann Noröur-
Vietnama, Le Duc Tho, sem um tíma
heföu litið út fyrir aö vera aö bera
árangur. Shou-En-lai sagöi, aö þó aö
Sovétríkin hefðu margsinnis gortaö af því
aö vita um efni viðræönanna, heföi hann
ekkert um þær frétt. Hann lét sér nægja
SJÁ NÆSTU SÍÐU
ööru vegna sögu sinnar og hugmynda-
heims.
Þegar eftir fyrsta hálftímann var
Shou-En-lai búinn aö gefa tóninn í
viðræðum okkar. Ég haföi undirbúið
langt og allítarlegt inngangserindi, og aö
því búnu vildi ég segja eitthvað vinsam-
legt: „Margir gestir hafa heimsótt þetta
fagra land, sem okkur finnst svo leyndar-
dómsfullt."
Shou-En-lai bandaöi frá sér og svar-
aöi: „Þér munið komast aö raun um, aö
þaö sé ekki leyndardómsfuilt. Þegar þér
hafið kynnzt því, veröur það ekki eins
dularfullt og áöur."
Þetta kom mér á óvart, en Shou-En-lai
haföi vafalaust á réttu aö standa. Viö
urðum aö endurvekja gagnkvæmt traust
og lyfta hulu hins leyndardómsfulla. Þaö
átti aö vera viðleitni okkar beggja.
Andstæö hugmyndafræöi
— en full einlægni
Af þessari ástæöu voru samtölin viö
Shou-En-lai lengri og ítarlegri heldur en
þær viöræöur, sem ég hef átt viö aöra
stjórnmálaleiðtoga, sem ég kynntist á
embættisferli mínum, ef til vill þó aö
Anwar el Sadat undanteknum. Hér voru
tveir hugmyndafræöilegir andstæðingar
aö skýra hvor öörum frá lífsskoðunum
sínum af slíkri einlægni, aö annaö eins er
fágætt jafnvel meöal samherja og banda-
manna.
í fyrstu heimsókn minni ræddi ég f 17
stundir við Shou-En-lai. í hverri Kínaferð
minni síðar vorum viö daglega saman í
sex til tíu tíma og slitum aðeins samtali
okkar viö máltíöir. Og þó, því aö oft
héldum viö áfram aö ræöa um meirihátt-
ar málefni, tókum upp léttara hjal eöa
spjöiluöum um almenn vandamál, sem
okkur lágu á hjarta.
Þegar Nixon heimsótti Kína seinna, var
sömu sögu aö segja. Þannig skapaöist
traustur grunnur fyrir samskiptum þjóö-
anna í framtíöinni. Þaö hefur oft reynt á
hann, og hann hefur staöizt alla raun.
Þaö var vegna ástandsins í alþjóöa-
málum, sem Kína og Bandaríkin tengdust
nýjum böndum í byrjun áttunda áratugs-
ins. En aö þaö skyldi gerast svo fljótt og
samskiptin þróast á svo eðlilegan hátt,
þökkuöum viö ekki hvaö sízt hinum
frábæra persónuleika og hinni óvenjulegu
víðsýni kínverska forsætisráöherrans.