Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 11
Einn af gamla skólanum
Eftir því sem obbinn af bílum verður hversdagslegri og hver öörum líkari, bæöi aö
stærö og útliti, er horft meiri aödáunaraugum til liöinna áratuga, ekki síst þriöja og
fjóröa tugarins, þegar sumir bílar voru hannaöir þannig, aö þeir uröu klassískir gripir.
Litlar verksmiöjur hafa veriö settar á laggirnar, einkum í Bandaríkjunum, og framleiöa
þær eftirlíkingar af þessum klassísku gripum. Ein slík gerö heitir LaCrosse, framleidd í
Kaliforníu og er í útliti eins og myndin sýnir. Bíllinn er búinn 8 strokka vél frá Ford og
sjálfskiptingu. Einnig er þar jafnhitabúnaður, Wilton-gólfteppi, afihemlar og stýri og sá
búnaður, sem heitir á ensku cruise control og getur ökumaöur þá hvílt bensínfótinn en
bíllinn heldur sama hraöa unz ökumaöur hemlar.
Audi fyrir Autobana
Hleypt hefur verið af stokkunum nýrri gerð af AUDI og er sú gerö lítið eitt
frábrugðin í útliti eins og myndin ber með sér. Þróunin viröist ganga í þá áttina
að nálgast Mercedes Benz, enda ekki leiðum að líkjast. Hlífðarlistarnir á
hliðunum mynda volduga gjörð utan um bílinn og setur sú gjörð svip á hann,
en sjálft „andlitið" er þó eins og veriö hefur.
Þessi nýi Audi, sem auðkenndur verður með 5000 í Bandaríkjunum og
líklega með 100 í Evrópu, er búinn 5 strokka vél með forþjöppu, sem á aö vera
170 hestöfl við 5400 snúninga á mínútu og er svo kröftug, að bíllinn fer úr
kyrrstööu í 100 km hraða á 8,5 sek. Hámarkshraðinn er alveg um 200 km á
klst og ætti að duga á autobananum.
Mercedes Benz
uber alles
Datsun 200-SX
— beint úr ofninum
Þegar Japanir koma meö
eitthvað nýtt „úr ofninum", er
fyrsta spurningin oftast: Hvað
skyldu þeir hafa stælt núna. En
smám saman er japönsk bíla-
gerð að öðlast dálítið sjálf-
stæði, þótt enn sé ekkert til,
sem kallazt getur japanska
lagiö. En aö minnsta kosti
tvær geröir af Hondu og sá
sparneytni Daihatsu Charade
hafa sinn eigin svip og ekki
beint líkir neinum öörum. Enn
frekar á þetta þó viö Toyota
Supra, 6 strokka sportútgáfu
„með sínu lagi“.
Nú hefur Datsun sett á
markaö nýja gerö, sem auð-
kennd er meö 200-SX og heitir
að vera sportbíll, — að
minnsta kosti í útliti. En
sportbíll er hann aðeins á
sama hátt og ýmsir aðrir, sem
hafa útlitið eitt til aö gefa
eitthvaö slíkt til kynna. Datsun
200-SX er nefnilega búinn
fjögurra strokka vél, sem er
100 SAE-hestöfl og ætti aö
duga, en viðbragöiö er samt
ekki nema 13,3 í hundraöiö
eða rétt eins og gengur og
gerist. Til^ samanburðar má
geta þess að hinn nýi Citroen
Athena, sem búinn er 4
strokka Renault-vél, af svip-
aðri stærð, er 11,7 sek í
hundraöiö og telst þó ekki
sportbíll.
Það er sem sagt mjög lag-
legt pappírstígrisdýr, sem
Datsun er hér á ferðinni með.
Útlitiö ætti aö gleöja alla
aðdáendur hvasslínubíla og frá
því sjónarmiöi getur bíllinn
talizt vel teiknaöur.
Upplýsingar um bílinn eru
hér byggöar á bandaríska
blaöinu Car and Driver. Þar
var bílinn talin markverð fram-
för boriö saman viö ýmsar
leiðinlegar geröir, sem sagt var
aö heföu komið á markaö frá
Datsun á undanförnum árum.
Útlitinu var hrósað, en ekki
miklu þar til viöbótar. Þeim
þótti hann vinnslulítill, slæmur
á ósléttu, hávaöi í fimmta gír
og vont aö koma honum í
gírinn. Einn sagði í blaðinu:
„Helmingi betri en þeir eldri,
en á þó vonandi eftir að verða
helmingi betri en hann er nú“.
Einn helzti kosturinn viö
þennan bíl er sparneytni — og
5. gírinn er raunar hjálplegur í
þá veru — búast má við, að
hann veröi einkum keyptur
vegna útlitsins, enda mun það
staðreynd, að hvað sem hinum
og þessum kostum líöur, þá er
útlitiö þyngst á metunum hjá
flestum bílkaupendum.
Dýrustu geröirnar a,f Merced-
es Benz hafa verið auökenndar
með S og veröa þaö áfram. En
S-serían hefur verið endurhönn-
uö og var hún kynnt á bílasýn-
ingunni í Frankfurt. Trúlegt er
aö flestum finnist, að hér hafi
engin breyting á orðiö, enda
fara þeir fínt í breytingar hjá
Daimler-Benz og leggja mikið
kapp á aö halda hinu vel þekkta
Mercedes Benz-svipmóti, sem
allir þekkja og er kannski meira
traustlegt en fagurt. Þaö er eins
gott aö gripurinn sé góöur, því
veröið á þeim dýrustu er um 20
milljónir, en það viröist ekki
vera of mikið; eftirspurnin er
alltaf söm og jöfn.
Á myndinni gefur aö líta einn
úr S-seríunni nýju: 380SE sem
er knúinn 8 strokka, 3,8 lítra
vél. En munurinn á honum og
þeim sem hann leysir af hólmi,
er einkum sá, að þessi er um 50
kg léttari, 7 cm lengri, lítið eitt
mjórri, en samt lítiö eitt rúm-
betri aö innan og línurnar hafa í
BÍLAR
för með sér minni loftmótstöðu.
Flaggskipiö í þessari seríu er
Mercedes Benz 500, sem hefur
verið lengdur og er búinn 5 lítra,
8 strokka vél. Þrátt fyrir smá-
breytingar á lengd og breidd,
má segja aö útlitiö sé nákvæm-
lega þaö sama og áöur.