Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 12
Henry Kissinger
leynilega
sendiför
min til
Kína
Út eru komnar í bók endurminn-
ingar Henry Kissingers frá þeim
tíma er hann var utanríkisráð-
herra í stjórn Nixons. Eins og
öllum ætti að vera í fersku minni,
virtist Kissinger mun meira áber-
andi og þýðingarmeiri en flestir
forverar hans í þessu starfi. Hann
var á sífelldum þönum um heim-
inn, en ævintýralegasta sendiför
hans — og kannski um leið sú
þýðingarmesta — var til Kína
1971 og þar með var brotinn
ísinn í samskiptum Kína og
Bandaríkjanna.
Herbragöiö var undirbúiö eins og í
njósnasögu, fariö var á bak viö utanríkis-
ráöherrann og framhjá utanríkisþjónust-
unni og villt fyrir fréttamönnum. Nixon
forseti vissi einn hvert ferö sendimanns
hans var heitiö — til Peking. Þannig hófst
óvæntasta fyrirtæki bandarískrar utan-
ríkisstefnu eftir seinni heimsstyrjöldina:
sáttaumleitanir við hiö kommúnistíska
Kína. Þetta var sumarið 1971.
Hinn 9. júlí 1971 fór ég á fætur kl. 3.30
og fékk mér morgunverö. Síðan lagði ég
upp í afdrifaríkustu ferö ævi minnar — til
alþýöulýöveldisins Kína.
Kl. 4 fór ég ásamt aöstoöarmönnum
mínum úr gistihúsi því í Islamabad, sem
pakistanska ríkisstjórnin haföi léö okkur,
í herbifreið til Tschakiala flugvallarins. Að
ráði Josephs Farland, sendiherra Banda-
ríkjanna, var ég meö hatt og sólgleraugu
til aö þekkjast ekki — þó að þaö hafi
verið óþarfa varúðarráðstafanir þarna í
Islamabad.
Á hinum hernaöarlega hluta vallarins
beið mín Boeing 707 í eigu Pakistan
International Airlines, en hún hafði
skömmu áöur flogið til Peking og komið
aftur með kínverska loftsiglingafræöinga,
sem áttu aö fylgja okkur.
Rétt fyrir brottförina samdi ég stutt
skeyti til staögengils míns í Washington,
Alexanders Haig, hershöföingja, og stað-
festi móttöku skeytis frá honum, þar sem
mér haföi verið tilkynnt, hvenær opinber-
lega myndi verða skýrt frá ferö Nixons til
Kína. Skeytiö endaöi ég með þessum
oröum: „Ég legg af stað viö beztu líðan.“
Um kl. 4.30 hóf vélin sig til flugs og tók
stefnu á Peking. Fyrir höndum var 4
þúsund kílómetra flug.
Þegar ég nálgaöist Peking, hófst ná-
kvæmlega undirbúiö blekkingarbragö í
Islamabad. Bílalest lagöi af stað, aö því
er látið var í veöri vaka til aö flytja mig til
sumarbústaðar forseta Pakistans til
hvíldar. ÞátttakendUr voru Farland, aö-
stoöarmaöur minn Moston Halperin, tveir
öryggisveröir og pakistanskur embættis-
maöur. Samstarfsmaöur minn, H. Saun-
ders, sem vissi um allar áætlanir mínar,
varö eftir í Islamabad.
Kl. 9 næsta dag, en þá var ég þegar
búinn aö vera sólarhring í Peking, hringdi
Halperin frá sumarbústaönum í Saunders
og „skýröi honum frá því“, að ég ætlaði
aö hvílast einn dag í viöbót, og hann ætti
aö afboöa stefnumót mín.
Halperin tilkynnti einnig flugstjóra
hinnar opinberu flugvélar minnar, aö
hann ætti aö láta flugeftirlitiö vita, aö
brottför vélarinnar myndi seinka. Sendi-
ráöinu var einnig skýrt frá hinu sama.
í flugvélinni meö mér til Peking var
háttsettur embættismaöur kínverska
utanríkisráöuneytisins, Tschang
Wentschin, sem Shou-En-lai, forsætis-
ráöherra, haföi falið aö fylgja mér til
Peking til aö sýna mér, hve mikilvæga
hann teldi heimsókn mína. Tschang leit út
eins og spænskur kardínáli í málverki
eftir El Greco, en var þó aö sjálfsögöu í
Mao-búningi. Hann virtist alvörugefinn,
fágaöur og gáfaður.
Túlkur hans var Tang-Wen-sheng, hin
skelfilega Nancy Tang. Hún er fædd í
Brooklyn og talaöi því fullkomlega amer-
íska ensku. Ég stríddi henni með þeirri
athugasemd, aö þar sem hún væri fædd í
Bandaríkjunum, sem ég væri aftur á móti
ekki, gæti hún samkvæmt stjórnarskrá
okkar oröiö forseti Bandaríkjanna. En
þaö virtist ekki hrífa á hana.
Greind hennar, gáfur og fjör gáfu ekki
til kynna, meö hvílíku ofstæki hún héldi
fram hugmyndafræðilegri sannfæringu
sinni. Hún leit á sig sem meira en túlk og
leyfði sér meira aö segja aö andmæla
Shou-En-lai í viöurvist okkar.
Öryggisveröirnir, sem fylgdu mér og
höföu ekki nokkra hugmynd um, hvert
ferðinni væri í rauninni heitiö, féllu
næstum því í yfirliö, þegar þeir fengu aö
vita hiö rétta.
Maðurinn, sem þeir voru ábyrgir fyrir,
hvaö öryggi snerti, flaug ekki einungis í
erlendri flugvél — sem var andstætt
öllum reglum, sem þeir þekktu — heldur
var honum fylgt af hópi kínverskra
kommúnista til borgar, þar sem engar
öryggisráöstafanir höföu veriö gerðar
fyrirfram og enginn gat sagt þeim, í
hverju helztu hætturnar væru fólgnar.
Ekkert minnst á sví-
viröingar og skammir
Til þess aö gegna skyldum sínum eftir
beztu getu eigi aö síöur, reyndu þeir aö
haga því þannig til, aö þeir slepptu ekki af
mér augunum augnablik. Þeir kröföust
þess einnig, aö þeir yröu nærstaddir,
þegar viö Shou-En-lai töluöumst viö.
(Síðar meinuðu Kínverjar öryggisvöröun-
um aðgang aö viöræðufundunum.)
Kínverjarnir og viö sátum umhvterfis
eitt stórt borö og töluöumst frjálslega viö,
eins og sambandiö milli landa vorra heföi
ekki rofnað einn einasta dag. Ekkert
minnti á þær svívirðingar og skammir,
sem til skamms tíma höföu einkennt öll
ummæli annars landsins í garö hins.
Kínverjar reyndu af varfærni aö kom-
ast að því, af hverju okkur væri svo
umhugað um, aö fyllstu leyndar væri
gætt varöandi för mína. Skömmuöumst
við okkar fyrir að skýra frá því opinber-
lega, aö við vildum hitta hina kínversku
leiötoga aö máli?
Ég sagöi Tschang, að tilgangur farar
minnar væri að undirbúa nýjan hátt á
samskiptum landa okkar, en fyrst yrðum
viö aö komast að samkomulagi um
formsatriði. Hann sagöi, aö Shou-En-lai,
forsætisráöherra, væri reiöubúinn að
ræöa öll atriði í þessu sambandi.
Föstudaginn 9. júlí kl. 12.15 lentum viö
á herflugvelli í útjaöri Peking. Þar tók á
móti okkur Jeh Tshien-jing, marskálkur,
einn af háttsettustu meölimum kínversku
stjórnmálanefndarinnar.
Marskálkurinn fór meö mig í stórum
Limousine með tjöld fyrir gluggum til
borgarinnar. Gegnum raufar á glugga-
tjöldunum sá ég breiðar og hreinlegar
götur, þar sem nær engin önnur farar-
tæki sáust en reiöhjól. Áfangastaður
okkar var gistihús fyrir opinbera gesti.
Mörg slík hús eru í stórum skemmtigaröi
í vesturhluta borgarinnar umluktum múr.
Mér var sagt, aö áöur fyrr heföi fiskitjörn
keisaranna verið í þessum garöi.
Við settumst í hægindastóla í móttöku-
salnum og marskálkurinn bauö upp á te.
Á leiðinni til gistihússins haföi hann
beðizt afsökunar á því aö hafa ekki getaö
veitt okkur tilhlýöilegar, opinberar mót-
tökur, en það yröi bætt úr því, þegar
forsetinn kæmi í heimsókn til Peking.
(Það loforð var ekki aö fullu haldiö.)
Einn af þremur eftir-
minnilegustu mönnum
sem ég hef kynnst
Um kl. 16.30 birtist Shou-En-lai. Mest
áberandi viö hið magra og svipsterka
andlit hans voru hin hvössu augu, sem í
senn voru vökul og róleg, fjörleg og
festuleg. Hann var klæddur gráum Mao-
jakka, óaöfinnanlegum í sniöi og glæsi-
legum í öllum sínum einfaldleik. Áhrif
hans á umhverfið byggöust ekki á
líkamsstæröinni eins og hjá Mao, heldur
á haminni orku, stálaga og sjálfsstjórn,
eins og hann væri spennt fjööur.
Ég gekk til móts viö hann í anddyri
gistihússins og rétti honum hönd mína
hress í bragöi. Shou brosti og tók í
útrétta hönd mína. Þetta var fyrsta
skrefið í þá átt aö segja skilið viö liöna
tíö.
Shou-En-lai er einn af þremur eftir-
minnilegustu mönnum, sem ég hef
kynnzt. Hann var heimsmaður, óendan-
lega þolinmóður, framúrskarandi vel gef-
inn og nærgætinn. Hann flutti mál sitt á
snjallan og frjálslegan hátt, þannig aö
mönnum mætti finnast sem hin nýju
tengsl landanna væru hiö eina skynsam-
lega, sem völ væri á.
Þó var þaö feikilega erfitt aö ætla aö
tengja nánari böndum tvær þjóöir, tvö
þjóöfélög, sem voru svo fjarlæg hvort