Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 14
Hin leynilega
sendiför mín
til Kína
að spyrja nokkurra beinskeyttra spurn-
inga.
Meö þessu móti gat ég ekki lagt fast
að honum að taka afstöðu. Viö lukum
samtali okkar kl. 23.20, en höfðum þá
ekki komizt að samkomulagi um neitt og
ekki einu sinni rætt um það mál, sem
krafðist ákvörðunar.
Langsótt ábending
Laugardagsmorguninn 10. júlí skoðuð-
um við hina fornu keisarahöll, en síðan
hófust að nýju viðræður okkar við
Shou-En-lai í hinu mikla Húsi alþýðunnar.
Salir þess eru nefndir eftir kínversku
fylkjunum, og við hittumst í Fukien-
salnum, sem svo heitir eftir fylkinu, sem
liggur næst Taiwan.
Það var hárfín ábending, sem ég því
miður skildi ekki, því aö hvorki vissi ég
heiti salarins né hefði ég vitað, hvað
Kínverjar meintu. (í einni af síðari heim-
sóknum okkar, þegar við hittumst í
öðrum sal, sagði Shou-En-lai okkur frá
þessu.)
Á þessum fundi ríkti allt annar andi en
í samtölunum kvöldið áður. Formálalítiö
skýröi Shou-En-lai okkur umbúðalaust
frá sjónarmiöum Kínverja. Það sem hann
las yfir okkur, varö síöan að fastri
trúarjátningu kínverskra kommúnista:
Það væru „víða viðsjár í heiminum".
Taiwan væri hluti af Kína. Peking styddi
í Peking
í janúar 1970 las ég skýrslu um
samtal milli Shou-En-lai og sendi-
herra Pakistans í Peking. Sendi-
herrann sagði, að Shou-En-laí hefði
fyrst og fremst áhyggjur út af
Sovétríkjunum, en finnist minni
hætta stafa af Bandaríkjunum.
Hann virtist greinilega vera reiðu-
búinn aö taka upp viðræður viö
háttsetta ráöamenn í Bandaríkjun-
um, að því tilskildu aö við ættum
frumkvæöið.
Áhugi okkar jókst því mjög á því
að finna einhverja betri leiö til aö
hafa samband við Kína. Afleiöing
hinnar 20 ára einangrunar var meðal
annars sú, aö við vissum ekki,
hvernig við gætum tekiö upp beint
samband við kínversku stjórnina.
Um sumarið ákváöum við að sýna
nokkra viðleitni, sem ekki væri
hægt að vísa á bug, en heldur ekki
aö viðurkenna. Þannig fór General
Motors fram á það að mega flytja út
til Kína dísilvélar og varahluti í þær.
Nixon samþykkti það.
Alveg óháð þessu ákváðu þeir
Mao og Shou-En-lai aö gefa okkur
merki. Því miður ofmátu þeir næmi
okkar, því að það sem þeir vildu
segja okkur, tjáöu þeir okkur á slíku
rósamáli, að okkar vestrænu heilar
skildu þá ekki.
Á þjóöhátíöardegi Kína, 1. októ-
ber, voru ameríski rithöfundurinn
Edgar Show, gamall vinur kín-
verskra kommúnista, og kona hans
í fylgd Maos fyrir framan Hlið hins
himneska friðar, þar sem myndir
voru teknar af þeim meö formannin-
Þegar ég haföi afgreitt fyrsta atriðið,
greip Shou-En-lai fram í fyrir mér og
sagöi, að öndin yrði köld, ef við færum
ekki þegar til matarborðsins.
Menningarbyltingin
til umræöu
Við miðdegisverðinn breyttist and-
rúmsloftið, og Shou-En-lai varö aftur hinn
umhyggjusami gestgjafi. Hann beindi
talinu um tíma aö menningarbyltingunni.
Ég sagði hana vera innanríkismál
Kínverja, en forsætisráðherrann hélt því
fram, aö ef við ætluðum að ræða saman,
væri það í hæsta máta nauðsynlegt, aö
við gerðum okkur grein fyrir mil^ilvægi
þessara sögulegu atburöa.
Hann sagöi frá því, að hann hefði verið
lokaöur inni í skrifstofu sinni í nokkra
hefði efast um nauðsyn svo óvægilegra
aðgerða, en Mao hefði verið hyggnari og
getað séð lengra fram í tímann.
Þegar ég lít til baka, efast ég um, að
Shou-En-lai hefði fariö að tala um þetta
mál, ef hann heföi ekki að minnsta kosti
að vissu marki veriö búinn að taka
afstööu gegn menningarbyltingunni og
viljað segja, aö hún væri um garð gengin.
Eftir málsverðinn tók ég til, þar sem frá
var horfið, og hélt áfram aö svara ræöu
forsætisráðherrans, þangað til Shou-En-
lai stakk skyndilega upp á því, að viö
ákvæðum, að heimsókn forsetans yrði
sumarið 1972, eins og við hefðum þegar
komizt aö samkomulagi um allt og
þyrftum aöeins að tiltaka tímann.
Hann bætti því við, að hann teldi
hyggilegra, aö við hittum fyrst sovézku
leiðtogana að máli. En þar sem mér var
Ijóst, á hverju við ættum von af hálfu
Sovétmanna, svaraöi ég því til, að
toppfundirnir ættu að fara fram í þeirri
Kissinger við komuna til Peking 1971. Ekki er beint hægt aö segja að
kínverska móttökunefndin ljómi af ánægju.
hina „réttmætu baráttu" Noröur-Viet-
nama. Stórveldin hefðu bundizt samtök-
um gegn Kína. Indland sýndi ágengni.
Sovétríkin væru óseðjandi og ógnuðu
heimsfriðnum. Kína væri ekkert risaveldi
eins og Ameríka og Rússland og vildi
heldur aldrei verða það. Bandaríkin ættu
í erfiðleikum, af því aö við „hefðum teygt
hendur okkar of langt“.
Shou-En-lai flutti mál sitt af miklum
þunga og lauk því með storkandi spurn-
ingu: væri nokkurt vit í því í Ijósi þessara
víðtæku andstæðna og ólíku sjónarmiöa,
að forseti Bandaríkjanna heimsækti Kína
yfirleitt?
Ég svaraði með sama þunga og benti
á, aö Peking hefði hvatt til heimsóknar
forsetans, en við myndum ekki gangast
undir nein skilyrði. Ég sagðist ekki myndu
minnast meira á þetta mál. Það væri
kínversku leiötoganna að ákveða, hvort
þeir ætluðu að bjóða forsetanum í
heimsókn.
Ég tók síðan fyrir hvert og eitt atriöi, sem
Shou-En-lai hafði drepið á, og lagði
vísvitandi þunga áherzlu á mál mitt.
ofmátu þeir skilning okkar
Kissinger segir frá
fyrstu merkjunum
frá Kínverjum
um, er hin árlega skrúðganga fór
þar hjá.
Slíkt hafði aldrei áður gerzt.
Engum Ameríkumanni hafði áður
veriö sýnd sú viröing. Hinn leyndar-
dómsfulli formaöur reyndi að gefa
eitthvað í skyn með þessu. Seinna
skildi ég líka, að með þessu vildi
Mao segja, að hann heföi persónu-
legan áhuga á samskiptum við
Bandaríkin. En þá var það of seint.
Viö skildum ekki Kínverja, þegar
þetta geröist.
Seinna gáfu Kínverjar okkur mik-
ilvægt merki á ný. 8. desember kom
sendiherra Pakistan í Washington,
Hilali, aö máli viö samstarfsmann
minn, Harold Saunders, og sagöi
honum, að hann væri meö „skila-
boð“ til mín, og þau væru í sam-
bandi við nýafstaöna Kínaför for-
seta Pakistans, Jaja Khan.
Ég baö Hilali aö koma næsta dag
í Hvíta húsiö, og þá afhenti hann
mér umslag, sem hafði að geyma
handskrifað bréf á hvítum pappír
meö bláum línum. Jaja Khan haföi
sent honum þetta bréf meö hraö-
boöa, þar sem hann gat ekki sent
innihald þess meö skeyti af öryggis-
ástæðum. (Á sama hátt fengum viö
síðan öll skilaboö um hina pakist-
önsku leiö.)
Hilali sagöi, aö hann mætti ekki
skilja bréfiö eftir hjá mér, og þess
vegna skrifaði ég það upp eftir
honum. Boðin, sem Hilali las mér
fyrir, voru ótvíræö.
Hér var ekki gefiö neitt í skyn,
heldur var um að ræða opinbera
tilkynningu frá Shou-En-lai til Rich-
ard Nixons: „Kína er ávallt reiðubúiö
aö leita lausnar með friðsamlegum
hætti ... Við myndum fagna komu
sérstaks fulltrúa Nixons forseta, til
Peking til að ræða við hann um
rýmingu kínversks landsvæöis, hins
svokallaöa Taivan.“
Þegar Hilali var farinn, fór ég
niöur á næstu hæö til skrifstofu
Nixons og ræddi lengi viö hann. Við
vorum sammála: Viö yrðum að taka
þessu boöi. Aö sjálfsögöu mættum
viö ekki einskorða dagskrána viö
Taivan, og viö vorum líka vissir um,
aö Kínverjar vildu þaö ekki heldur.
Ég samdi síöan drög aö svari,
sem ég svo afhenti Hilali 16. des-
ember. Meö því tókum viö einnig
upp sérstaka aöferð.
Kínversku skilaboöin, sem fóru
um Pakistan, voru handskrifuö. Boð
okkar lét ég skrifa meö ritvél á
pappír, sem hvorki haföi bréfhaus
né vatnsmerki stjórnar Bandaríkj-
anna. Boöin voru ekki undirrituð (og
skrifstofuliö okkar vissi ekkert um
þessar sendingar).
í svari okkar lýstum viö því yfir,
aö Bandaríkin væru reiöubúin aö
hefja viöræöur háttsettra manna í
Peking „um þau vandamál á breið-
um grundvelli, sem um er þörf aö
ræöa... Fundurinn í Peking ætti því
ekki aö vera bundinn viö Taivan-
máliö, heldur ætti þar jafnframt aö
ræöa önnur skref, sem líkleg væru
til að bæta samskipti ríkjanna og
draga úr spennu.“
Brátt fjölgaöí merkjum Kínverja.
18. desember veitti Mao Snow,
rithöfundi, langt viötal, en enn á ný
ofmátu Kínverjar skiiningsgáfu okk-
ar og tilfinninganæmi.
Nixon hafði fyrst látið í Ijós þá ósk
sína opinberlega aö heimsækja
Kína í viðtali viö tímaritiö „Time“ í
október. Nú skýröi Mao frá því í
fyrsta sinn, aö hann væri reiöubúinn
aö taka á móti Nixon — í viðtali við
„Life“.
Mao sagði þurrlega: „Vandamálin
í samskiptum Kína og Bandaríkj-
anna hlýtur aö mega leysa meö
Nixon.“ Þess vegna myndi hann,
Mao, „gjarnan ræða viö hann, hvort
sem hann kæmi sem feröamaður
eða forseti“.
Á sinn hárfína hátt afhentu
Kínverjar Snow afrit túlksins, Nancy
Tang, af viötalinu, en leyfðu honum
ekki aö birta grein sína fyrr en
nokkrum mánuöum síöar. Þeir
reiknuðu örugglega meö því, aö viö
myndum frétta af efni viötalsins, og
bann þeirra viö birtingu orðréttrar
bókunar á því átti aö sannfæra
okkur um mikilvægi þess.
En hvernig sem því var háttaö, þá
uröu þeir fyrir vonbrigöum. Viö
fréttum ekki af viötalinu fyrr en
nokkrum mánuöum síöar og þá
höföum við þegar tekið upp þau
samskipti viö Shou-En-lai, sem
meira aö segja okkar lítt þjálfuöu
heilar gátu skiliö.
— SvÁ — úr „Der Spiegel“