Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 10
Myndin sem öllu kom af stað: Clare Crawford frá timaritinu People ræðir við Brzezinski. Stórmál í Washington: BUXNAKLAUF BRZEZINSKIS Rannsóknarblaöamennskan á sina bjortu daga ok döpru stundir; jafnvel þar sem hún hefur verið stunduð með nafn- toKuðum árantfri eins ok t.d. á Washing- ton Post, scm mestan þátt átti á sinum tíma í að leiða Watergate-innbrotiö i ljós ok valda þarmeð því, hvcrnig fór fyrir Nixon. Á þessum siðustu ok viðsjárverðu tímum, þegar kalda stríðið majjnast á nýjan leik, er innrás Rússa í Afghanist- an. oiiuverðið og þróunin i íran ckki það, scm mest er talað um í Washington. bar hefur verið annað nærtækara frcttaefni; nefnilega það, hvort Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Carters i öryggis- málum, hafi verið að renna niður renni- lásnum og opna buxnaklaufina á ákveð- inni ljósmynd. Eftir mikið jaml og japi og fuður kom i ljós, að buxnaklauf Brzezinskis var fullkomlega forsvaran- Sally Quinn, blaðamaður á Washington post, gaf sér- frjálsar hendur í rannsóknar- blaða mennskunni. leg, en Washington Post stóð eftir með allt niðrum sig, — og mikið áfall var það fyrir rannsóknarblaðamennskuna. Kona er nefnd Sally Quinn. Hún er blaðamaður á Washington Post og um leið vill svo til, að hún er eiginkona aðalrit- stjórans. Sally þessi hefur að undanförnu skrifað greinar um framámenn í Post og þykir tannhvöss og allt að því eiturpenni. Enda þótt Brezezinski þyki fyrirmyndar eiginmaður og faðir, er hann kunnur fyrir kvensemi og þykir úr hófi fram gefinn fyrir daður. Sally Quinn hafði hug á að eiga samtal við öryggisráðgjafann fyrir Post, en segir að hann hafi svarað sér sem svo; „You’ll just have to come out here and live with me,“ sem er tvírætt og getur bæði þýtt, að hún verði þá að koma og búa með honum, eða lifa með honum. „Aðeins þannig stend ég að þessu,“ hefur hún eftir honum. Kannski var það þessvegna, að Sally gugnaði á samtalinu, en réðist þess í stað í að koma saman grein um Brzezinski, — og byggði hana á viðraeðum við vinnufélaga hans og kunningja. í greininni er honum lýst sem auglýsingasjúkum manni, sem sé haldinn þeirri grillu að verða einhvern- tíma utanríkisráðherra og kannski eitt- hvað meira. „Hann talar um sig sem kyntákn," segir Sally og þar er lýst kvennaveiðum hans á diskóteki í New York, þar sem hann hafi elt smápíur og verið hlægilegur. Ekkert hefði þó borið til tíðinda, ef Sally hefði ekki greint frá samtali sem Clare Crawford, fréttaritari hjá tímaritinu People, hafði átt við Brzezinski. Um fund þeirra sagði Sally: „Þegar fréttaritarinn var að fara, byrj- aði Brzezinski að fíflast og daðra viö hana. Allt í einu renndi hann niður rennilásnum og opnaði buxnaklaufina." Hvað hafði Sally fyrir sér? Myndina, sem sjá má hér að ofan og var tekin meðan á samtali þeirra stóð. Á eftir sendi Brzezinski myndina áritaða til Clare Crawford. Á skrifstofunni hjá henni sá Sally myndina og lagði bara saman tvo og tvo: Brzezinski Jieldur höndunum sísona, — hann hlýtur að hafa verið að opna buxnaklaufina. Clare Crawford varð alveg gáttuð, þegar hún las þetta í Washington Post og lét hafa eftir sér, að aldrei hafi Brzezinski gert neitt né sagt, sem talizt gat óviðurkvæmilegt. Sjálfur varð Brze- zinski sárreiður þessum prjónaskap rit- stjórafrúarinnar á Washington Post og fór ásamt blaðafulltrúa Hvíta hússins, Jody Powell til að ræða málið við forsetann. Carter varð öskuvondur og það var ákveðið að láta ekki kyrrt liggja. í fyrsta lagi var Clare Crawford boðuð í Hvíta húsið til viðræðna við Powell, Brzezinski og fleiri. Frá Washington Post mætti einn ritstjóranna á fundinn og hafði lögfræðing sér til fulltingis. Niðurstaðan varð sú, að næsta dag birti Washington Post svohljóðandi leiðréttingu: „í grein blaðsins um Zbigniew Brze- zinski í gær var staðhæft, — í gríni — að við lok samtals við fréttaritara frá tíma- riti, hefði Brzezinski orðið á óviðurkvæmilegur verknaður, og að ljós- myndari hafi tekið mynd „af þessum óvenjulega leikaraskap". Brzezinski gerði ekki neitt slíkt og það er engin mynd af honum við þann verknað." Brzezinski hefur verið að íhuga málsókn á hendur blaðinu. Samband þess við Hvíta húsið hafði um hríð verið í svalara lagi, en menn Carters litu á úrslitin sem verulegan sigur. Einn þeirra sagði: „Þetta er nú blaðið, sem búið er að gera stóreflis kvikmynd um (All the Presidents Men). Hún fjallar um, að þeir höfðu sex heimildir fyrir öllu og hvað þeir tóku nærri sér að birta það sem þeir birtu um Watergate. Líklega hafa þeir meiri áhyggjur af framkomu sinni við glæpa- menn en saklaust fólk.“ Aslaug Ólafsdóttir DIMMT ER í SVEFNSÖLUM Dimmt er í svefnsölum sveimar hugurinn svíða sár. Dimmt er í svefnsölum af syrgjenda hvörmum seitla tár. Dimmt er í svefnsölum hver sekúnta misseri, stund heilt ár. Löng er þeim biðin sem bíða og vart bæra lió né legg. Löng er þeim biðin þá brjóstiö nístir hin bitra egg. Löng er þeim biöin er bíða og stara á bláan vegg. HJOLIÐ Eg er föst í hjólinu og geng í hring dag eftir dag. Stundum finnst mér þó að ég sé að losna. Eg get ekki sofnað meö allar þessar þöddur skríðandi á mér. Fjöldi fólks stendur úti og glápir. Ekki horfa út um gluggann, það gæti séö mig. Ég er föst í hjólinu og geng í hring dag eftir dag, kannski losna ég einhverntíma. \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.