Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 6
Smásaga eftir Guömund Halldórsson frá Bergsstöðum Tjald skipstjórans stóö eitt sér ofan viö aöaltjaldborgina þar sem hluti vatnsins blasti viö meö gulllitum bárubrotum þessa stundina, en hrossamótið fjær, hávaöasamt og frumstætt, fannst skiþ- stjóranum, þar sem hann sat flötum beinum úti fyrir tjaldi sínu meö viský- flösku milli fóta og drakk. Hann haföi verið að súpa frá því snemma daginn áöur, aö þau komu hingað, hjónin, á nýja Fordinum, tjölduðu og fengu sér í glas. Nú drukku þau af stút, hvort í sínu lagi, hann viö tjaldskör- ina, hún í tjaldinu. Þetta var gott viský, úr síöustu Skotlandsferö, geröi þau róleg og þakklát fyrir, aö fá aö vera svona nálæg en hvort á sínum staö. Þaö var svo óvenjuleg tilfinning aö vita þannig hvort af ööru innan seilingar. En ekki þetta elsku-djöfuls haf, seinfariö, myrkt og flárátt, ef mann langaöi til að gera eitthvað með konunni. Hrossamót. Hvaö voru þau fyrir hann og þau? Ekkert sérstakt. Ekki fremur en obba þess fólks, er hér var samankomið. Hann langaði bara til að skreppa eitthvað og sýna sjálfum sér og öörum nýja Fordinn. Njóta þeirrar viröingar, er þíllinn veitti honum. Skemmta sér meö fast land undir fótum í nálægð fólks. Drekka þar sem enginn gat öörum láð. Staöurinn var feikigóður. Fast land undir fótum. Það var oröin honum næsta ókunn og undarleg tilfinning. Hann geröi sér tæpast Ijóst hvort henni fylgdi öryggiskennd, fullnægð heimþrá eða kvíöi fyrir aö hverfa aftur á sjóinn. Líkast til var þaö uþþnám, sem áhrif vínsins deyföi. Hann langaði örsjaldan í áfengi, nema í þessum stopulu fríum heima. Lífsöryggi? Nei, fjandakorniö. Hrukku menn ekki upp af í rúmum sínum. Beið ekki þessi dauði við hvers manns dyr, aö rétta út bleika hönd, þegar hinn afmark- aöi tími manns var liðinn. Sama hver var. Allt í guös hendi, eða hvað? Hann yröi ekki fremur umflúinn á þurru landi en oþnu hafi. — Þína skál, gamli maöur meö Ijáinn, sagöi skipstjórinn og saup á flöskunni. Þína skál! Hross, hugsaði skipstjórinn því næst. Ríðandi fólk að keppa á hestum og þúsundir mótsgesta sem horföu bara á. Drakk og glápti og hrópaði hvatningarorð út í bláinn. Hér leit enginn við manni, sem kunni að stjórna skipi, verja þaö áföllum, sigla gegnum þokur, brim og boða, lesa á flókin mælitæki, finna lönd án þess að sigla á þau, skila varningi á hafnir, fylla lestir af lífsbjörg og taka stímið heim. Nei, hér leit enginn viö manni, ekki enn. Vissu þessir asnar, aö hann haföi flutt góövín í lestatali frá sólarlöndum þar sem glaöir vínyrkjubændur höföu ekki undan aö metta þorstlátt fólk út um allan heim. Sjálfur átti hann nokkra kassa heim í kjallara, ekki af lakara taginu. Hann minntist ferðar um vínhéruö Frakklands og Sþánar. Sá kjallara fulla af ámum meö æva gömlum miði. Þar var gott aö vera gestkomandi. Sælir menn fæddust til aö erfa slíkar jarðir og lönd. Borgarbúar litu víst upp til þeirra bænda og töluðu ekki um að fækka þeim. Ég hefði átt aö veröa bóndi, hugsaði skipstjórinn, — vínyrkju- bóndi suður í löndum. Þegar siglingum lyki og nóg væri lifaö hérmegin, þá ætlaöi hann ekki aö taka viö skipi hinumegin, heldur kaupa vínyrkjujörð einhversstaöar í námunda viö guð. Þar mundi ekki væsa um mann. Svo hló hann. Nú var fólk farið að hnakkrífast um hvor staöurinn væri stærri, himnaríki eða helvíti. Var ekki hægt aö rannsaka máliö í gegnum miðla? Þaö mundi aö líkindum kosta ófrið við kirkjuhöföingja. Þeir vildu ekkert láta rannsaka, heldur hafa sem flest á huldu. Nú haföi Dagblaöið einka- rétt á öllum rannsóknum, bæöi á himni og jörðu. Dagblaðið var betra, hugsaöi skipstjórinn. Hann hélt áfram aö hlæja. Konan. Þaö heyrðist ekkert í henni. Ekki múkk. Sofnuð? Trúlegt. Þau höföu haft mikið aö gera og farið seint aö sofa. Fengiö sér afréttara um morguninn, síðan einn og annan. Samt hefði hún átt að geta vakaö meö honum þennan dag. Manneskja, sem ekkert haföi aö gera allan ársins hring, annað en snúast í kringum sjálfa sig. Hún var líka ein á meðan hann var aö snúast um heimshöf- in. Ein? Hver var kominn til aö sanna þaö? Ekki nokkur lifandi maður. En þetta var hugsun komin frá hinu illa. Helvísk hugsun. Hann bar flöskuna aö vörum sér og drakk. Viskýið hélt áfram aö gera hann umburðarlyndan og trúaðan á hiö góða í menneskjunum. Sof í ró, elsku besta trygglynda konan mín. Ó, hve vatnið var fagurt núna, með þessum ókauþanlega lit, hvergi fáanlegan nema hjá guði. Og bátskeljarnar vögguöu þarna úti meö sama lit. Liti guös, þessa gullnu. Skiþið hans var víst svart. Myndu guðslitir nokkurntíma tolla á svörtu? Það var búiö úr flöskunni. Skiþstjórinn farinn að þynnast uþp. Viskýið inn í tjaldinu hjá konunni. Hún yrði úrill ef hann ekki lofaði henni að sofa í friði. Þaö heyrðist öskur frá skeiövellinum. Skip- stjóranum datt í hug að færa sig um set, þangað sem sæi betur þaö, sem fram fór á mótinu, en féll frá því viö nánari athugun. Raunar hafði hann skömm á þessum hrossasamkomum, sem virtust vera í tísku um þessar mundir. Hann þekkti ekki skeið frá tölti og sá ekki mun á góöri og slæmri líkamsbyggingu hrossa. Hann fyrirleit vilhallar dómnefndir, æsta og taugaveiklaða knapa, er knúöu geöllla hesta að marki, sem þeir sáu tæþast fyrir vonsku og trylltum ákafa að sigra. Þessir hestar voru fluttir frá einu hlaupamóti til annars í von um vinning, hugsaði skip- stjórinn. Þannig var einnig um þá, sem sigldu höfin. Þeir fengu sínar fyrirskipanir frá þessari höfn til þeirrar næstu. Og nú sat hann hér meö tóma flösku á milli fóta sér. Verstur djöfull aö hafa ekki alminiegt sæti í staöinn fyrir aö þurfa sitja svona flötum beinum á hnjúskóttri jöröinni og rakri í þokkabót. Næst skyldi hann hafa meö sér stól. Hann renndi augum út til bátanna. Var ekki vatnið byrjaö aö ýfast og þessir gullnu litir guðs aö dofna? Hrollur tekinn aö búa sig í honum? Nú heyrði hann til konu sinnar í tjaldinu á bak við sig, aö sýsla við matinn. Hann leit á klukkuna. Hún var langt gengin sjö. Hann fann ekki svo mjög til svengdar. En vissan um aö viskýkassinn var enn ekki hálfur, átta flöskur eftir, var honum áleitin. Átta flöskur af tólf, allar með Hvíta hestinum, þaö var góð hestamennska. Skiþstjóranum fór aftur aö hlýna viö þessa tilhugsun. Hnjúskótt sætiö varö ekki út af eins bölvað og áöur. Hann brosti innra meö sér. Brosti og þakkaöi guði, að konan skyldi nú loksins vera vöknuð. Konan kveikti sér í sígarettu á bak við hann. Búin að rétta sig af, hugsaði skipstjóri. Nokkur aukakíló gerðu honum erfitt um aö snúa höföi til hliðar. En reykurinn kom í gusum fram fyrir hann. Hún hlaut að vera komin út úr tjaldinu og standa fast fyrir aftan hann. — Hvaö ertu aö gera þarna á bak viö, góða? Sþurði skipstjórinn rólega. — Ekkert. Ekki nokkurn skapaðan hlut, svaraði hún með myrkri og svefn- kenndri röddu, líkt og hún væri varla vöknuð eöa heföi fengið sér fullmikiö neöan í því. — Liggur ekki vel á þér? Finnst þér ekki djöfull gaman hérna? spuröi skip- stjórinn spotskri röddu. —Guð minn góöur. Gaman var betra! — Láttu ekki svona, manneskja. Þú hefur nóg viský. — Viský. Eins og það sé allt. — Ég þekki marga, sem ekki eiga nóg viský. — Ekki er ég bættari með því. — Sumum þykir sitt viský betra, ef þeir þekkja nógu marga, sem ekki eiga droþa af því. — Ég er ekki af þeim. Skipstjórinn hló háðslega. — Ekki þaö, nei, sagði skipstjóri og hló kólnandi hlátri. Konan stakk flösku af Hvíta hestinum í klof mannsins, átekinni niöur fyrir axlir. — Láttu liggja vel á þér, vinur, sagöi konan og fór meö hendina um hár mannsins. Hún stóð enn fyrir aftan hann. Skiþstjórinn fékk sér tvo væna úr flöskunni. Þögn. — Á hvað ertu að horfa, góða? — Tjaldborgina og hjólhýsin. — Það má gera margt sem er vítlausara. — Gef mér einn, bað konan. Hún tók tvo stóra. — Ég er svo ein hérna. Það er eins og aö vera hvergi. — Erum viö ekki saman, góöa? —Fólk sér mann ekki á svona mótum úti í sveit. Bílinn manns ekki heldur. Allt fyrir djöfuls trunturnar þess. — Láttu mig hafa eitthvert snarl, manneskja. Ég er svangur. — Forðum okkur heldur heim og förum á Hótel Sögu. Við bjóðum vinum okkar með okkur. — Hvur á aö aka? — Þú. — Ég stjórna ekki skipi undir áhrifum, bil ekki heldur. — Hér aka allir fullir, elskan. Geröu þaö. Komdu. — Hingaö vilduröu komast. Viö förum aldrei neitt saman út úr borginni, vældir þú. — Þú ert andstyggilegur. — Ég vil fá eitthvað í kjaftinn á mér. Strax. Þau tóku upp nestiö. Hangikjöt, sviö og brauð. Breiddu servíettur á lærin og nörtuöu í sig af plastdiskum. Konan sagöist eiga svínakótelettur, aö hita upp daginn eftir. Svo fengu þau sér meira viský og uröu róleg og sæl. Stafalogn og litir guðs að skírast og breiöa sig út yfir vatniö. Var ekki maður í gullnum klæöum aö ganga þarna á fleti þess frá landi. Skipstjórinn bar hönd fyrir augu. Djöfull að gleyma kíkinum heima. Nei, það var víst enginn aö ganga á vatninu. En ósköp varð maður opnari fyrir öllu uppi í sveit, í nálægð svona vatna. Hann yrði aö eignast jörö meö gullnu vatni, þar sem frelsarinn kæmi að hasta á öldurnar þegar hvessti og litir guðs færu að brotna í löörinu. Jörö meö mjúkum mosaþúfum á vatnsbakkanum, þar sem vel gat fariö um sjóhraktan mann meö þungan rass. — Af hverju valdirðu sjóinn? spuröi konan, eins og spurningin hefði stundum vakið henni óró. — Leiðirnar voru svo margar. Upp- gjörið erfitt, óskirnar óteljandi. Mér fannst að flestum yrði þeim fullnægt með því aö fara í siglingar. Eg gat ekki sungiö. — Sungið, endurtók konan hissa. Þaö var eins og þau hefðu aldrei talað saman áöur. Þau höföu veriö aö smádreyþa á flöskunni og luku nú úr henni. Konan sótti eina til viðbótar. Skipstjórinn skoröaöi hana milli fóta sinna, er þau höföu hresst sig á innihaldinu. Þau héldu áfram að Ijúka sér upp hvort fyrir öðru. —.. .Svo komst ég á skip, og fram- haldið veistu sjálf. Undarlegt. Búin aö vera gift í tuttugu og fimm ár og vitum eiginlega ekkert Reki og óskasteinar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.