Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 3
Tove Ditlevsen Til minningar um mig Þegar ég get ekki sofið hér um nætur, ímynda ég mér hina verstu lausn. Yfirlæknirinn kemur inn til mín með bolabítsandlitið í raunalegum fellingum. Hann tekur hönd mína og segir: „Ég veit aö þér eruð ein afþeim fáu sem þola aö heyra sannleikann. Þér eigiö þrjá mánuði eftir ólifað“. Ég hef aldrei verið hrædd við dauðann en mér hefur alltaf fundist gremjulegt aö maður skull ekki fá að sjá minningargreinarnar og af þeirri ástæðu ætla ég sjálf að skrifa slíka grein. í gær lést skáldkonan Tove Dltlev- sen á besta aldri. Þaö nafn segir ungu fólki l dag ekki neitt, en eldri Kaupmannahafnarbúar hljóta að minnast þessarar viðkvæmu svffandi veru, sem var ómissandi í götulífs- mynd síns tíma. Aldrei átti hún svo annríkt aö hún gæfi sér ekki tíma til að klappa litlum hnokka á kollinn eða hjálpa gamalli konu með pjönkur sínar. Þetta var Ijóösins bláa blóm, sem reikaði um göturnar og varpaði björtum geislum í hug allra, sem urðu hennar varir. Hún átii það til aö slá sér niður í „Hviids Vinstue“ þar sem Abrosius Sörensen yfirþjónn er til frásagnar um, að uppáhaldsdrykkur hennar, þrátt fyrir illan oröróm, var tómatsafi. T.D. tókst að skrifa tylft bóka, áður en ótímabært andlát hennar bar að, en minningar hennar eru þeirra merkastar, þar sem hún, af tillits- lausri hreinskilni, segir frá þeim mönnum, sem gjafmilt og eyðslusamt hjarta hennar hreif með sér til borös og sængur. Því miður kunni samtíö hennar ekki aö meta þessa hreinskilni, og svo fór aö lokum að enginn maöur þorði að eiga við hana orð á förnum vegi af hræðslu viö að koma fyrir í næsta bindi. Ásamt Klaus Rifbjerg, sem enn er á lífi, varð hún fyrst til að nefna fólk þess rétta nafni í bókum sínum og stinga yfirleitt ekki neinu undir stólinn. Fráfall hennar er dönskum bók- menntum mikill missir, og ídag vekur það undrun aö þessi andríka kona skuli aldrei hafa hlotið bókmennta- verðlaun akademíunnar eöa verið gerð aö heiðursborgara. T. D. elskaöi að umgangast venju- legt fólk og á sjúkrahúsinu var uppáhaldsiöja hennar að spila rommí við óbreytta sjúkrasamlagsmeðlimi. Aöspurö segir frk. Espelöv deildar- hjúkrunarkona, eftirfarandi: Hún var lítllátasti og nægjusamansti sjúkling- ur sem við höfum nokkurn tíma haft. Eftir aö viö höfðum útvegaö henni nýja dýnu, gluggatjöld í uppáhaldslit hennar og nokkur listaverk á vegg- ina, kvartaði hún aldrei yfir neinu. Andlát hennar veldur mér persónu- lega þungri sorg. Viö spurðum einnig eftirlifandi eiginmann hennar, þennan síðasta, ritstjórann aldurhnigna, um tilfinningar hans gagnvart andlátinu. Fyrst kom einskonar kverkahljóð í símann, síðan kom rámri röddu: Þær bera mig aö ofurliði, svo hræröur er ég og á pví erfitt með að tjá þær í orðum. I stuttu máli vil ég aöeins segja aö þetta áfall hefur alveg slegiö mig út af laginu og Ekstrablaðið verður aldrei framar það sem það hefur verið. Það er vor, en yfir öllum óút- sprungnum knúppum hvílir þunglynd- isblæja, því stærsta skáldkona norð- urlanda, fyrir utan Else Gress, náöi ekki að sjá þá springa út. aldri hafði ég annað veífíö fengið sálsýkisköst. Þaö stóð stutt yfir í hvert sinn, en lýsti sér svipað og þegar hjólin í vel smurðri vél taka aö snúast hvert í andstööu við annað og neita aö vinna saman. Meöan þetta stóö yfir, blandaðist saman í vitund minni raunveruleiki og ímyndun, draumar og fantasía — og þegar maöur fer að hugsa um það, þá er í rauninni undravert, að daglega skuli heilbrigður maöur halda öllu þessu aögreindu. Allir þekkja þá upplifun, að nokkur andartök geta liöiö frá því maður vaknar upp frá draumi og þar til maður gerir sér þaö Ijóst, að „þetta var aöeins draumur". Hjá sálsjúku fólki og smábörnum, verður sá munur ekki Ijós. Þeir sálsjúku ganga út frá raunveruleika sem er annar en raunveruleiki hinna, það er allt og sumt. Ég nota þetta innsæi í skáfdsögu minni Andlitunum, sem út kom 1968. Þar nota ég reynslu mína af sálsýkinni til þess aö sveipa reykj- arhulu, ef svo mætti segja, hið mislukkaða hjónaband okkar. Bókin hefur þó almennara gildi. Hún fjallar einnig um allt þaö fólk, sem predik- ar meðaumkun með hinum hrjáöu og smáöu þessa heims börnum — en án þess að leiða hugann að þeim, sem næstir standa. Bókartitilinn kom af sjálfu sér í þetta skipti. Ekkert eins spennandi og áhrifamikið og mannlegt andlit. Þessi litli þríhyrningur með augum, nefi og munni, sem getur breyzt svo í þaö óendanlega, aö engir tveir í öllum heiminum eru nákvæmlega eins.“ Tvö Ijóð eftir Tove Ditlevsen Kristín Bjarnadóttir þýddi. PORTRÆT I Hún var gæðakona kráareigandi og heilbrigd eins og þeytivinda. Hann komst í hana enginn veit hvernig fyrirrennara átti hann enga nema látna. Hún grét mikið þann vetur en fann svo ungan djönkara full vinna hugsaði hún glöð í fleiri ár. Hún tók allt frá honum og það tókst Ijómandi vel með þeirri undantekningu að hann fékk hjartaslag. HINIR Þegar ég hrindi þeim út um aðaldyrnar troðast þeir inn um eldhúsdyrnar þeir eru alls staðar eins og ónothæfar setningar sem finnst þær of fínar fyrir ruslakörfuna þeir vitna í skyldleika aftur í ættir eða andlegt samræmi sem er ekki til Þótt þeir hafi stoliö nafninu mínu neita yfirvöldin mér nýju Lögreglan vill ekki vernda mig Lyklasmiðirnir hafa ekki tíma Ég er ekki nógu heilbrigð til að vera lögö inn Tannlæknirinn er á Tenerife Beinagrind mín tekur saman við óvininn því ekki einu sinni hún hefur aðgang að herberginu hringlaga með dyrum og gluggum sem mikill listamður hefur málað hamingjusamur því nafn hans þekkir enginn GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.