Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1980, Blaðsíða 12
Smásaga eftir Ingunni Þóröardóttur Hún Guðrún mín gætir barnsins þíns Ég hafði áöur séð gamlan mann á göngu í kirkjugarðinum þetta sumar, án þess að veita honum sérstaka eftirtekt. Það voru fleiri en ég sem áttu leið að gröfum ástvina sinna eöa skyldmenna, en mér kom það ekkert viö. Ég var í þungum þönkum, niöurdregin, hafði misst allt sem mér fannst einhvers virði í lífinu. Litla barniö mitt, sem dauöinn tók einn vordag, snöggt og án fyrirvara var horfiö og nú átti ég aöeins lítiö leiöi í Fossvoginum, til aö rækta á blóm og jurtir og sjá um aö það liti sem bezt út. Enginn mátti hrófla viö því nema ég. Svo oft sem ég gat var ég þarna í kirkjugarðinum, sorgmædd og full sjálfsmeðaumkunar og fannst lífið tilgangslaust. Fólkið sagði að ég ætti eftir að eignast annað barn — fleiri börn, svo ung sem ég væri. Önnur börn myndi ég trúlega eignast, en ekki þetta barn, það var mér að eilífu horfið og ekkert eins og það kæmi í staðinn. Ég var ekki upplitsdjörf eftir áfalliö og langaði ekki aö tala við fólk meira en þörf var á, var oft hugsi og hugurinn reikaöi ævinlega til baka til barnsins sem ég missti og okkar fáu samveruára, sem viö áttum sæl saman. Ég sat ein á bekk skammt við kirkjugaröinn, alein meö hugsunum mínum og þess vegna hrökk ég við þegar ég heyrði talað rétt hjá mér. „Ég held ég setji mig niöur hérna hjá þér væna,“ var sagt. Ég kinkaði kolli án oröa, leit ekki einu sinni uþp. Ég fann það var setzt á bekkinn rétt hjá mér og stuniö við. Ég gjóaði aðeins augunum í áttina að þeim er settist. Þá þekkti ég að þetta var gamli maðurinn sem ég hafði áður séð á gangi á þessum slóðum. Ég vonaöi aö hann færi ekki aö tala við mig, ég vildi vera í friði. Þó ég reyndi að bera ekki sorg mína á torg, fannst mér ég hafa hlustað á alltof marga síðustu mánuði, sem reyndu að segja við mig huggunarorð, að þeir héldu, sögöu að fleiri hefðu um sárt að binda en ég. Tíminn græddi öll sár og fleira þessu líkt. Ég vissi aö þetta fólk meinti vel, en þetta var mér engin hjálp. Átti ég nú að fara að hlusta á gamalmenni, kannske elli- ært, rekja sínar raunir og heyra huggunarorðin aftur um að tíminn læknaði sárin og ungir ættu fram- tíðina, allt lífið eftir og sumir sögöu mér jafnvel frá raunum sínum eöa annarra, um ástvinamissi eða skyld- menna, sem þeir þekktu. Allt þetta tal læknaöi ekki sorg mína eöa stillti skapiö.Ósjálfrátt leit ég til gamla mannsins, sem sat þarna rétt hjá mér. Þetta var stór- vaxinn og svipmikill maöur, þrátt fyrir elli-mörkin, sem höföu sett svip sinn á andlitið og hann bærði varirnar eins og hann væri að tala. Samt talaði hann ekki til mín, hann virtist vera í öörum heimi. Skyndi- lega leit hann upp eins og hann vissi að ég gæfi sér gætur. Hann horfði á , mig, fyrst hvössu augnaráði, síðan mildaðist svipur hans. „Já væna, það eru víða leiðindin, söknuðurinn og tómleikinn, en þetta er nú svona og við getum ekkert gert nema haldiö áfram aö vera til og reyna að þola þetta“. Svo hikaöi hann eins og hann biöi eftir að ég segði eitthvaö. Ég hafði ekki þörf fyrir aö opna hug minn fyrir ókunnugum. „Væna“ sagöi hann, „þeir ungu eiga held ég bágara meö að sætta sig viö sorgir en viö gamla fólkiö. Þú ert ung og þú hefur misst mikið. Ég þekki þig ekki, en ég hef séð þig hér áður. Ég hef nú rölt hér sjálfur flesta daga, sem viðrar í næstum þrjú ár. Er að líta til hennar Guðrúnar minnar, sem ég missti eftir meira en fimmtíu ára sambúð. Ég átti að fara á undan, en maður ræður svo litlu, það er nú meinið. Fyrirgefðu væna, ég á ekki að vera aö þessu rugli, en ég tala svo sjaldan við fólk og þú minnir mig svo á hana Dísu mína, þegar hún var svona ung. Hún hlustaði alltaf á mig, eins og þú hlustar núna. — Heyröu væna, þú ert illa klædd, skelfur bara, nei ég ætti aö fara aö koma mér heim í skúrana þeirra." Hann bjóst til aö standa á fætur, en nú fannst mér að við ættum eitthvaö sameiginlegt. Hann, gamall, ellimóöur og ég stúlk- an um tvítugt í blóma lífsins. „Hvaða skúra áttu við“? spurði ég. „Æ, það er Hrafnistan, ég er vistmaður þar, það heitir að vera vistmaöur. Ég hef útivistarleyfi, bara ef ég gæti þess aö koma á réttum tíma heim, taka hjartameðulin mín, svo ég lifi ögn lengur, nokkur ár í viðbót kannski, við þessi áttatíu og sjö ár. Það er 'ekki nóg finnst þeim, áttatíu og sjö ár. Ég vildi vera farinn fyrir löngu til hennar Guðrúnar minnar. Hún var mér allt, en ekki fæ ég að ráöa því frekar en öðru.“ Mér fannst hann eftirtektarverður, þessi gamli maður í hörku sinni, sorg og einmanaleik. Hendurnar tinuðu og þó augun væru hvöss og svipurinn óblíður, fannst mér búa mildi innra fyrir. „Ég veit að þú átt um sárt að binda, svona ung og óhörðnuö", sagði hann, og ég hélt aö hann ætlaði að fara að segja að tíminn læknaði öll sár, eins og flestir aðrir sögðu við mig, en hann sagði það ekki. Heldur staulaðist hann á fætur, settist alveg hjá mér og tók köldu hendurnar mínar í sínar stóru og vinnulúnu. „Farðu nú heim áður en þér kólnar meira", sagði hann. „Ég hef tekið eftir þér í sumar, eftirtektin og sjónin er furðu góð ennþá, þó þeir haldi þarna í skúrun- um aö ég rati ekki heim, þegar aö dimmir í lofti, en ég tapa áttunum ekki svo glatt og hef alltaf verið stundvís. Þess vegna fæ ég að vera úti að deginum, næstum eins og lengi og ég vil. En þeim finnst ég þungur í lund, skapvondur og fámáll, þetta segja nú stúlkurnar, sem annast okkur þarna í skúrunum. Þaö er alveg satt, ég veit það, en ég hef bara ekkert aö segja viö þetta fólk, þó þaö sé ágætt. Æ, hvað er ég að blaðra þetta viö þig, en þú minnir mig á hana Dísu mína“. Eg sat enn og hlustaði á gamla manninn tala og svo undarlegt sem það var, féll mér vel aö finna hann hlúa að mér og verma hendur mínar. Þessi hlýja, sem ekki krafðist neins þakklætis á móti og spjallið virtist svo sjálfsagt að ég fann frið viö að hlusta á gamalmennið. Hann var ekki að leggja mér neinar lífsreglur, eins og allir aðrir, eöa vorkenna sjálfum sér og bæöi vorum viö einræn og áttum það sem okkur var kærast í kirkjugarðinum. Nú hóf gamli maðurinn máls á ný. „Já, ég hef gengið fram hjá leiðinu þínu, væna mín og lesiö á legsteininn og veit að þú misstir barnið þitt ungt. Þú hefur verið góð móðir, veit ég, rétt eins og hún Guörún mín var. Viö áttum Dísu, hún gifti sig til útlanda, kemur heim á nokkurra ára fresti, þaö er ekki sama Dísa, sem ég átti. Ég þekki þessa nýju Dísu lítið. En hún lítur þó til mín um leið og hún skreppur til gamla landsins síns og skrifar mér um jólaleytiö. Guðrún mín og ég höfum aftur á móti gott samband, þó að hún sé hinum megin. Ég tala við hana, segi henni allt hvaö mér dettur í hug og það sem fyrir augun bera hér niöri og þaö fáa, er gerist hjá mér og svo rifjum viö upp ýmislegt gamalt. Já, hvort þetta er rugl — mér er sama. Þetta er nú mitt líf, mér finnst hún tala við mig og hlusta rólega og góð, eins og alltaf áður og ég hef ævinlega mikið að segja henni, þegar ég kem hingað til hennar. Og veistu nú hvaö væna. Hún Guðrún gætir litla barnsins þíns. Ég talaði um þetta við hana, strax og ég sá þig í vor og hún kannaðist við barnið og tók það að sér. Því líður nú vel, það líður öllum vel, sem hún Guðrún mín tekur að sér og svo er hún nú ekki ein þarna uppi og nei, nei. Nú brosti hann sigurviss og ánægöur. Mér fannst hann eiga gott aö eiga þessa trú og sætta sig við aðstæður sínar. Ég sagöi þaö við hann og hann svaraöi eftir smáþögn. „Já, að ég eigi gott, það á ég eflaust miöað við marga aðra. En að ég sætti mig við lífið, nei væna, ég er alls ekki sáttur viö lífið. Ég væri þá ekki skapvondur og illur viöskiptis viö þá sem vilja mér gott gera. Ég er reiður, ég vildi hafa mátt fara með henni Guörúnu minni eða eiga hana Dísu, eins og hún var, en við ráðum svo litlu. Það er nú meinið væna. Þess vegna er þetta allt svona eins og það er.“ Svo gekk hann af stað frá bekknum þar sem ég sat. Hann leit um öxl, stanzaði og horfði á mig. „Vertu sæl, góða mín og láttu ekki slá að þér, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.